Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 5
í BREIUIUIDEPLI
Húsnæðismálin brenna þungt á verulegum hluta þess
fólks, sem gefur út þetta blað, nokkuð þyngra en áður,
vegna þess að nú er sú breyting orðin á að fleiri lifa
lengur og einmitt þess vegna þurfa þeir ekki aðeins að
íhuga að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum og útförinni,
heldur og að ráða við aukinn lyfjakostnað, vaxandi við-
hald á húsnæði og e.t.v. að reka bíl.
Við þetta bætist beygur af fasteignagjöldunum sem eru
ótrúlega há, fara hækkandi og sýna enga miskunn nema
því fólki sem hefur tekjur langt undir meðallaunum og
þaif að lítillækka sig til að koma á kontórinn með umsókn
um lækkun ásamt Ijósriti af skattskýrslu.
Reykjavíkurborg hælir sér af því, að afslátturinn sé
sjálfvirkur eftir að einu sinni hafi verið sótt um, sem er út
af fyrir sig ágætt og betra en víða annars staðar, en erfitt
að skilja hvers vegna löglega samþykkt afsláttarþrep geta
ekki komið sjálfkrafa til framkvæmda eftir að 67 ára aldri
er náð. Ef borgin getur gert afsláttinn sjálfvirkan eftir
fyrstu umsókn hljóta næg gögn að vera við hendina í upp-
hafi án untsóknar - nema að vilji sé fyrir því að fækka
þeim sem afsláttar eiga að njóta.
Hér er ekki um flókið ntál að ræða, sem krefst af-
greiðslu sérstakrar nefndar. Nútíma tölvubúnaður og
kunnáttufólk ræður við að láta þá sem
eiga réttinn njóta hans refjalaust.
Ég legg mikla áherslu á þetta
vegna þess, að enn virðist sú hugsun
ríkjandi að umbun hins opinbera til
aldraðra sé ölmusa sem eins gott sé að
láta finna fyrir.
Ætli ráðamenn að sýna vilja í verki geta þeir gert það
með því að koma þessu í lag og hækka ofurlítið þrepa-
skiptingu afsláttarins. Síðast en ekki síst, að fólkið sem
býr við lægsta tekjuþrep fái raunverulega 100% afslátt,
en ekki eitthvað talsvert minna. Þetta næst með því að
fella niður öll sex fasteignatengdu gjöldin í stað tveggja -
fólk í fátæktargildru munar um rninna.
Sér á parti er mikið skertur hlutur hjóna og sambúðar-
fólks, þar sem makinn er aðeins metinn á 40%. í okkar
huga er þetta gróf lítillækkun sem þarf að breyta hið
snarasta.
Stjómmálamenn! Ef þið viljið að mark sé tekið á yfir-
lýsingum ykkar þess efnis að aldraðir eigi að fá að vera
sem lengst í íbúðum sínum, þeim og þjóðfélaginu til
hagsbóta - fyrir alla muni bætið ráð ykkar og hættið að líta
á okkur til trafala öfugu megin á efnahagsreikningi, farið
að líta á okkur sem fólk.
sAmi/^íiujnfátþi&aiv
Njóttu þess að búa á fallegum stað
mitt á milli Laugardals og miðbæjar Reykjavikur
IAV
í öllum íbúóum er dyrasími tengdur myndavél í
anddyri og gert er ráð fyrir að hægt sé að tengja
Ijósleiðara inn i hverja íbúð. Sameign og lóðir
verða fuLlfrágengnar með snjóbræðslu í stétt
framan við húsió. Hverfió verður kLárað um mitt
ár2002.
Hafðu samband við söludeild ÍAV í síma 530 4200
Mánatún 2, 4 og 6 eru gLæsileg 7 hæóa fjöLbýlis-
hús meó Lyftu. Húsin eru hönnuó með þaó fyrir
augum að alLt viðhaLd verói í lágmarki. Húsin eru
einangruó aó utan, kLædd með áli og bárustáLi og
gLuggar eru áLkLæddir. Þá er sérstök áhersLa Lögð á
góða hljóðeinangrun í húsunum. TiL söLu eru
nokkrar 2ja og rúmgóöar 3ja herbergja íbúðir.
í ölLum íbúðunum er þvottahús og geymsla auk
geymsLu í kjaLlara.
Dæmi um 2ja herbergja íbúð