Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 8

Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 8
SKOÐUN STJÓRNMÁLAMANNS: Með jöfnuðinn að 3 leiðarljósi Velferð eldri borgara er eitt af því fyrsta sem nýir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar hljóta að hugsa um, burtséð frá því hvar þeir eru staddir í hinu flokkspólitíska litrófi. Aðstæður og kjör eldri borg- ara eru einn mikilvægasti þáttur tryggingamálanna. Sama má í raun segja um heilbrigðismálin - góð heilbrigðisþjónusta, sem rekin er á samfélagslegum grundvelli, er eitt veigamesta hagsmunamál alls al- mennings, ekki síst eldri borgara. Það er stefna mín að standa vörð um þá góðu heilbrigðisþjónustu sem við höfum getað boðið upp á hér á landi, á grundvelii þess að allir skuli jafnan eiga sama rétt á þjónustunni óháð efnahag eða bú- setu. í tryggingamálum er það stefna mín að miða allar aðgerðir fyrst og fremst við þá hópa sem lökust hafa kjörin. Þetta verðum við að gera vegna þess að við höfum ekki og munum aldrei hafa úr að spila svo miklum skatt- tekjum að við getum komið til móts við alla með sama hætti. Jöfnuðurinn í velferðarkerfinu snýst að mínum dómi ekki um að tryggja öllum sömu framlögin frá Tryggingastofn- un ríkisins, heldur að jafna kjörin milli þeirra sem minna hafa og þeirra sem komast vel af. Þegar skoðaðar eru opinberar samanburðartölur um ráðstöfunar- tekjur eldri borgara á Norðurlöndun- um kemur það þægilega á óvart að sjá að staða aldraðra á Islandi er í þessu tilliti með því besta sem þekkist. Þetta skýrist ekki af því að opinber stuðningur við eldri borgara sé svo mikill hér, heldur fyrst og fremst af mikilli atvinnuþátttöku og lágri skattheimtu eins og menn vita og viðurkenna. Ég er þeirrar skoðun- ar að þetta sé einn kosturinn við það vinnuumhverfi sem við höfum byggt upp á íslandi. Víða um lönd er sú krafa aldraðra ofarlega á baugi að sem flestir eigi þess kost að vinna svo lengi sem heilsan leyfir. Þessara aðstæðna njótum við á íslandi. Raunverulegar ráðstöfunartekjur eldri borgara ráðast þannig ekki ein- göngu af velferðarkerfinu og upp- hæð lífeyrisbóta, heldur af heildarað- stæðum hvers og eins. Á það hefur verið bent af fræðimönnum að út- gjöldin til velferðarkerfisins séu ekki endilega traustasta vísbending- in um raunverulega velferð eldri borgara. Þar verði að beita flóknari mælingum. Vandinn í velferðarkerfi okkar er kannski fyrst og fremst sá mismun- ur sem fram kemur á aðstæðum manna þegar skyggnst er undir yfir- borðið. Þetta kom einmitt fram í afar áhugaverðri ráðstefnu ASÍ þar sem fram kom í greinargerð sem lögð var fyrir, að munurinn innan hóps eldri borgara er mikill. I greinargerðinni var dregið fram að um 4000 einstak- lingar í hópi ellilífeyrisþega fá eng- ar greiðslur úr lífeyrissjóði svo dæmi sé tekið. Þarna er hópur sem huga þarf sérstaklega að þar sem þetta fólk ber skarðan hlut frá borði, og al- mennt má segja að þeir sem ekki hafa atvinnutekjur, þeir sem ekki njóta eignatekna og þeir sem ekki hafa unnið sér inn rúman rétt í líf- eyrissjóðum standi hvað verst ellilíf- eyrisþega. Þetta er hópurinn sem býr við lökust lífskjörin. Það eru möguleikar og aðstaða þessa hóps, sem mér finnst að við verðum að horfa til, þegar fjallað er um aðstæður og úr- ræði til að bæta stöðu aldraðra. Þetta er forgangshópurinn að mínum dómi og ég vonast til að geta átt um það samstarf við samtök eidri borgai'a að bæta aðstæður þessa hóps sem mest við getum á næstu misserum. Bind ég nokkrar vonir við að nefnd, sem nú er að skoða hina lengri framtíð í tryggingamálum, komi með tillögur eða hugmyndir þar sem jöfnuðurinn sé leiðarljósið. ))án- ‘^Kúsljánssotv, heilbrígðis- og tryggingamálaráðherra 8

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.