Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 10
Égbý
ennað
trosinu
- segir Guðmundur Daða-
son, 101 árs
Guðmundur fór í sína fyrstu utanlandsferð til Kaupmannahafnar í sumar - og fannst fróð-
legt að ganga um sagnaslóðir frægra Islendinga í Höfn.
í Holtsbúðinni býr háaldraður maður,
ótrúlega vel á sig kominn líkamlega
og andlega. Guðmundur Daðason er
101 árs, fer einn í gönguferðir daglega
og les mikið. Hann man vel byltingar-
kenndar framfarir eins og komu sím-
ans 1912, útvarpsins 1930, og talar um
frostaveturinn mikla og spönsku
veikina 1918, eins og það hafi verið í
gær. Guðmundur fór í sína fyrstu ut-
anlandsferð í sumar og fannst fróð-
legt að sjá sagnaslóðir frægra íslend-
inga í Kaupmannahöfn.
Guðmundi finnst gott að búa í Holts-
búð, segir aðbúnað, umhyggju og að-
hlynningu prýðilega.
Þeir sem rekja ættir sínar til Breiða-
fjarðar hafa löngum þótt sýna sterkan
kynstofn. Sultur svarf aldrei að Breið-
firðingum, þótt hungur hrjáði aðra
landsmenn. Svo gjöfull var sjórinn af
nýmeti og mikil fuglatekja í eyjunum.
TROS er það kallað sem
sjómenn máttu hirða sjálf-
ir af aflanum, en það var
allt annað en þorskur og
ýsa. Má þar nefna kola,
karfa, keilu, ufsa o.fl.
Guðmundur er gott dæmi um sterk-
an stofn, enda er langlífi ættareinkenni
hjá hans fólki. Móðir hans, María
Magðalena Andrésdóttir, lést 106 ára
og var þá elsta kona í íslandi sem vit-
að var um. „Mamma var alltaf heilsu-
hraust, þótt hún eignaðist 15 böm og
byggi í lekum baðstofum á Dröngum
og Narfeyri, ysta bæ á Skógarströnd.
Síðast bjó hún á Setbergi. Ég er fædd-
ur út af hraustri móður og hef lifað á
hollu fæði, silungi og trosi,“ segir Guð-
mundur.
„Harðfiskur og hertir þorskhausar
vom líka á matseðlinum. Á haustin var
búið til mikið af slátri og súrsað niður í
tunnur, og svo auðvitað allur mjólkur-
Guðmundur á góðviðrisdegi í sumar fram-
an við Holtsbúð / Klaustrið. Nágrannarnir
veita athygli þessum aldraða, spengilega
göngugarpi í sínum daglegu gönguferðum.
10