Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 11

Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 11
maturinn. Einnig má líka segja að öll vinna í þá daga hafi verið ígildi íþrótta - sem herti líkamann. Oft var legið við í eyjum, þá fórum við í sjóinn og fengum okkur sundsprett. Maður þurfti að róa og lyfta heyböggum af bátum úr eyjunum. Og það þurfti að slá, binda og axla hey- sátur. Við stunduðum líka glímu, en hana lærðum við af glímubók Helga Hjörvar. Sú bók var góð og skýr eins og allt sem hann skrifaði. Ekki má gleyma smalamennskunni. I henni fólst víðavangshlaup, sprett- hlaup og þolhlaup. Maður vai'ð að keppa við æmar svo að þær slyppu ekki, þegar komist var fyrir fyrsta hópinn fór annar af stað!“ Það skyldi nú ekki vera að gamla búskaparlagið hafi verið hollara en nú- tímavinnubrögð. „Slæmt hve margir þurfa að sitja við vinnu innandyra,“ segir Guðmundur, „en það vill nú til að margir stunda leikfimi og íþróttir." Ós á Skógarströnd Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum að Osi á Skógarströnd, en fór svo að búa þar sjálfur. Hann lifnar all- ur við þegar jörðina hans, Ós, ber á góma. „Þar er fallegt. Helgafell og Stykk- ishólmur blasa vestanvert við Álfta- fjörð og Snæfellsnesfjallgarður að sunnan með Hesti og Skyrtunnu. Sú þjóðsaga fylgir þeim fjöllum að tröll- kona ein hafi haft í seli í Hnappadaln- um, en búið út undir Jökli. Hún var á heimleið með góða veiði úr Hlíðarvatni, þegar hana dagaði uppi í Kerlinga- rskarði. Þá varð allt að steini, kerling, hestur og skyrtunna. Margir hafa séð kerlingu í skarðinu - þetta hefur verið myndarkona í dragt. Silungakippan í bakpokanum á herðurn hennar sést líka vel. Rétt vest- an við Hest hefur Skyrtunna snarast af. Eitt sinn voru Sigurður bróðir minn og Ágúst Pétursson, báðir fyrrverandi bændur á Skógarströnd, að koma í haustréttir til okkar með rútunni. Þegar í skarðið kom, þar sem útsýni opnast yfir Breiðafjörð, stoppaði bíl- stjórinn og sagði við þá: „Nú fer ég ekki lengra fyrr en þið eruð búnir að gera sína vísuna hvor!“ Útsýnið höfðaði til Ágústar sem kvað þessa vísu: Sævi barðar birtast þær, B re i ð afj ar ð areyjar n ar, þegar harðar hetjurnar horfa úr skarði kerlingar. Sigurður bróðir minn helgaði kerl- ingu sína vísu: Von er að ég sé orðin köld öllum vinum rúin. Hérna stend ég öld af öld, einstæðingur lúinn. Nú eru 11 ár síðan ég missti konuna mína, Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur. Börnin okkar urðu 5 og eru öll á lífi. Við hjónin hættum búskap 1968, en vorum öll sumur á Ósi á meðan hún lifði, alltaf með svolítinn búskap - um 20 ær og heyjuðum fyrir þær. Sonur minn, sem býr á Stykkishólmi, er með álíka margar kindur. Bleikjuveiði er góð á Ósi, en Set- Guðmundur á þrítugsaldri í einni fyrstu ferð sinni til Reykjavíkur. Þá þótti til- heyra að koma við á Ijósmyndastofu og Guðmundur heimsótti Olaf Oddsson Ijósmyndara. bergsá og Stóra-Langadalsá koma saman nokkru fyrir ofan bæinn og heitir Ósá til sjávar. Á Ósi er öllu vel haldið við og tvö sumarhús á jörðinni. Ekki veitir af plássinu fyrir 56 afkom- endur mína sem fjölmenna þarna um hverja helgi.“ Heimsækirðu oft æskuslóðimar og vettvang ævistarfsins? „Svona tvisvar á ári. Eg ræktaði garð við húsið mitt og nýt þess að vera þar og horfa í kringum mig. Kartöflu- garð átti ég líka. Nú er Skógarströndin næstum komin í eyði, aðeins búið á Narfeyri og Emmubergi. Eg tel ekki einbúahokur á tveimur jörðum til bú- skapar. Sex eyjabýli eru líka í eyði. Arið 1920 bjuggu 270 manns í hreppnum, þar af 70 manns í eyjun- um. Eyjabúar notuðu lengi vel árabáta, „skektur“, en um 1940 fóru að koma Tekið á gullbrúðkaupsdegi foreldra Guð- mundar sem situr fremstur í aftari röð ská- hallt fyrir ofan föður sinn, Daða Daniels- son. Móðir hans, María Magðalena Andrés- dóttir, situr lengst til hægri fremst á mynd- inni. 11

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.