Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 12

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 12
Málverk af æskuheimili Guðmundar, torfbænum á Ósi, hangir ofan við rúmið hans í Holts- búðinni. vélar í skekturnar. Svo höfðu þeir skip til að flytja hey og mó sem þeir þurftu að sækja í land.“ Guðmundur situr á rúmgaflinum og kveður eina og eina vísu til áherslu í frásögn sinni. Breið- firðingavísur Ólínu móðursystur hans eru honum nærtækastar. Breiða- fyrst í firðinum fjekk ég vist á bátunum hjá aflaþyrstum, þrekmiklum þrauta og lista formönnum. Happalúkum hraðvirkum þeir hækkuðu dúk á bátunum, Ijétu fjúka í ferhendum og fram hjá strjúka holskeflum. „Ein af þessum eyjum er Brokey sem er talin stærsta eyja í Breiðafirði. Brokeyjarfeðgar, Vigfús Hjaltalín og synir hans, Jón og Vilhjálmur, voru góðir bátasmiðir og smíðuðu stóra báta til flutninga á mó, hey, hestum og fé. Þessir bátar tóku 100 heysátur og þeir höfðu vélbáta til að slefa þeim í land. Undir Ós liggja tvær eyjar. Eg heyjaði þar á þriðja hundrað heysátur sem Brokeyjarfeðgar fluttu fyrir mig. Síminn í fyrsta sæti Líklega verð ég að telja símann mesta framfarasporiðsegir maðurinn sem upplifði líka komu útvarps og bíls í sveitina. „Eg man vel þegar síminn var lagður í kringum 1912, hvað hann olli geysilegum breytingum, sparaði mikla vinnu og gaf mikið öryggi. Það var mikið framfaraspor að geta rekið erindi sín í símanum í stað þess að þurfa að fara langar leiðir, og ekki komin nokkur brú á árnar. Líka mikið öryggi fyrir heimilið að geta kallað eftir lækni í símanum. Raunar var ekki mikið um veikindi hjá okkur. A árunum, sem berklaveik- in geisaði, man ég ekki eftir neinum berklasjúklingi í sveitinni. Aðalsímstöðin var á prestssetrinu Breiðabólsstað, en símstöð var einnig á Narfeyri, hreppurinn var svo langur, 40 kílómetrar.“ A þessum árum kom pósturinn einu sinni í mánuði með blöðin og fréttir á bæina, svo að síminn hefur valdið gjör- byltingu á lífsháttum fólksins. Sjálfrennandi vatn inn í bæinn: „Mikið framfaraspor var líka að fá sjálfrennandi vatn inn í bæinn. Hvílík- ur munur! Óþrifnaður fylgdi því að bera klakaðar vatnsfötur inn í eldhús. Veturinn 1920 er mér afar minnistæður, þá var ég 19 ára - og svo rnikil ótíð og byljir og mikil fannkoma, að við urðum að byggja snjóhús yfir vatnsbólið sem var niðri í laut. Allan veturinn vorum við að hækka snjóhúsið og lengja eftir því sem snjórinn hlóðst meira upp. Á sumardaginn fyrsta voru 13 snjótröpp- ur niður að vatnsbólinu - leifar af vetr- arfönninni!" Spánska veikin og frostaveturinn 1918: „Hreppurinn okkar var mjög einangraður,“ segir Guðmundur. „Við sluppum því við spönsku veikina 1918. Óhætt er að tala um hrun á fólki, einkum í Reykjavík. Þá lést séra Lárus Halldórsson prestur hjá okkur, Jón Trausti skáld og fleiri þekktir menn. Þeir sem voru á fótum að hjálpa hinum sjúku, komu stundum að öllum dánum í húsinu, nema kannski einu barni. Þá var líka mikið Kötlugos. Og þetta var frægur frostavetur. Húsin í Reykjavík voru svo illa einangruð að inni var margra stiga frost svo að fraus í nætur- gögnum. Torfbærinn var betur einangraður og ekki eins kaldur. Það voru engar hörmungar nálægt mér, en maður heyrði sögurnar frá Reykjavík.“ Málverk af æskuheimili Guðmund- ar, torfbænum á Ósi, hangir fyrir ofan rúmið hans í Holtsbúðinni. „Bróður- dóttir mín var í sveit hjá okkur með litla myndavél, þess vegna var til mynd af bænum. Engin mynd er til af öðrum bæjum í sveitinni. Á níræðisaf- mælinu mínu kom hún síðan með þetta málverk sem hún hafði látið mála eftir myndinni - gjöf sem mér þykir afar vænt um. Útvarp - brýr og bílljós Eg man alltaf þegar þulurinn sagði: „Utvarp Reykjavík, góðan daginn!“ Fólk hópaðist á fyrstu bæina þar sem útvarp var, en fljótlega fóru allir að fá sér þetta undratæki. Utvarpið var mikil heimilisskemmtun, þegar það kom 1930. Mikil fróðleikur fylgdi í vandaðri dagskrá, fróðir og skemmti- legir menn fluttu erindi, vönduð tónlist og færir hljómlistarmenn. Sunnudags- messan í útvarpinu setti hátíðablæ yfir heimilið, allir hlustuðu. Og prestur í Reykjavík var með þátt fyrir bömin“. Brýr yfír árnar: „Allar ár í sveit- inni voru óbrúaðar og mikil breyting þegar byrjað var að brúa 1944, en á þeim árum var ég oddviti. Vegamála- stjóri ráðstafaði því fé sem Alþingi veitti til vega- og brúargerða, og ætlaði ég að sækja um að brú yrði gerð á Set- bergsá. Þá vildi svo vel til að skrif- stofustjóri vegamálastjóra kom að Ósi. Hann vildi að Svelgsá, farartálminn til Stykkishólms, yrði brúuð fyrst. Ég samþykkti það til að eiga vísan stuðn- ing hans. Svo var Svelgsá brúuð að mig minnir 1945, Setbergsá 1946, og svo hinar árnar í sveitinni á næstu árum.“ Bíllinn kom í kjölfarið: „Ég man ekki að mér fyndist merkilegt að sjá fyrsta bílinn," segir Guðmundur. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.