Listin að lifa - 01.10.2001, Side 13

Listin að lifa - 01.10.2001, Side 13
„Það er fallegt á Ósi“, segir Guðmundur sem lætur málverk af jörðinni vera í beinni sjónlínu við rúmið sitt. „Merkilegra var að sjá geislana frá bfl- ljósunum. Ljósin lýstu svo langt og komu alveg inn til okkar. Ég man líka vel eftir viðbrögðum hestanna sem ruku út í loftið í fælni við bíllinn. Nei, ég hef aldrei átt bfl. Ég get sagt eins og maðurinn sem varð 100 ára sama ár og ég, þegar hann var spurður hvað myndi valda því að hann yrði svo gamall? „Ég lærði aldrei á bfl!“ Lífsgildi og eftirsjá Þegar ég var ungur maður fréttist að maður hefði verið skotinn í Reykjavík. Um slíkt voðaverk hafði ég ekki heyrt áður hér á landi. Nú eru slíkar fréttir algengar - lítil virðing fyrir lífí ann- arra, glæpir og stuldir daglegt brauð. Mér sýnist erfítt að spoma gegn þessu. Arangur er lítill. Þróunin sýnist stefna í öfuga átt - lengra og lengra. Lífsgildin hafa fallið samhliða bættum lífsháttum. Mikil breyting er líka á nýtingu landkosta. Nú gefa eyjamar í Breiða- firði engar tekjur nema til örfárra. Eftirsjá? Jú, mér finnst mikil eftir- sjá í kvöldvökunum. Breiðfirðinga-vís- urnar hennar Ólínu minna vel á kvöld- vökurnar.“ Guðmundur situr þráðbeinn á rúmstokknum, rær fram í gráðið og kveður þessa vísu: Vetrar löngu vökurnar vóru öngum þungbærar, við Ijóðasöng og sögurnar söfnuðust föngin unaðar. Ein þegar vatt og önnur spann iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Hann teygir sig síðan í bókaskápinn og dregur fram fagra bók í rauðu skinnbandi, Ljóðmæli Ólínu og Her- dísar, móðursystra sinna. Litla ljóðabókin reynist mikill dýr- gripur, geymir þulur og ljóð sem vekja upp liðinn tíma þegar amma sat með mig í fanginu og fór með gamla hús- ganga og þulur. Guðmundur er svo elskulegur að lána mér bókina sem ég meðhöndla sem dýrgrip. Örugglega geta margir lesendur kveðið gömlu þulurnar áfram: * Renni, renni rekkjan mín, renni í hugarheima; um dularfullu djúpin þín í dag jeg ætla að sveima... * „Syngi, syngi svanir mínir“ sá, sem allri gleði týnir, enga huggun öðrum sýnir... * „Gekk ég upp á hólinn, horfði jeg o’ní dalinn" ánum sat þar aleinn hjá ungur kindasmalinn... í eftirmála á bókarkápu segir: Herdís og Ólína Andrésdætur, tvíbura- systur og skáldkonur, voru fæddar í Flatey á Breiðafirði 13. júní 1858. Sig- urður Nordal segir um þær systur: „Þær voru aðalskonur í fátækt sinni, hafnar yfir allt lítilmótlegt og auvirði- legt í hugsun og breytni, vammlausar, drenglyndar, hjartahreinar og hjarta- góðar.“ Já, Guðmundur hefur lifað miklar breytingar, enda orðinn aldargamall. „Ekki má gleyma að minnast á barátt- una fyrir sjálfstæði sem vannst á þess- ari öld,“ segir hann. „Sjálfstæðinu náð- um við í þremur áföngum: Fengum innlendan ráðherra 1904; fullveldið 1918; viðurkennt sjálfstæði, lýðveldis- stofnun og forseta 1944. Ég fylgdist vel með sjálfstæðisbaráttunni í blöðun- um. Landhelgismálið er annað. Með mik- illi baráttu fengum við íslendingar landhelgina færða úr 3 mílum um aldamótin 1900 - í 200 mílur. Full- veldið og landhelgin teljast stærstu sigrar fyrir þjóðina, en síminn stærsta verklega framkvæmdin.“ Biðlisti eftir rými á öldrunar- og hjúkrunar- deildum Samkvæmt árskýrslu Félagsþjónustunnar í Reykjavík 31. desember 2000 Þörf: 58 Brýn þörf 36 Mjög brýn þörf 346 Samtals: 440 13

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.