Listin að lifa - 01.10.2001, Page 14
Innjlpjuið
og pjað
- vegna sparnaðar á heilbrigðissviði
Ágústa Sigurðardóttir er grönn og glæsileg kona sem virðist vel á sig
komin líkamlega. Hún á fallegt heimili í Espigerði og bíl fyrir utan hús-
dyrnar. Ágústa er aðeins 71 árs og ætti að eiga möguleika á að njóta lífs-
ins og stórrar fjölskyldu, þótt hún hafi verið ekkja í 15 ár. Börnin eru 5,
barnabörnin 13. En sjúkleiki hrjáir Ágústu, sem ætti að vera auðvelt að
ráða bót á. íslendingar hafa löngum státað sig af góðu heilbrigðiskerfi -
en er það eins fullkomið og af er látið? Saga Ágústu er ekki einsdæmi.
Ágústa er nýbúin að kaupa sér þennan hæg-
indastól til að eiga auðveldara með að standa
upp.
„Fyrir tíu árum síðan var skipt um
mjaðmarlið í mér. Þá var ég orðin alveg
ósjálfbjarga, svo að þetta var mikil
frelsun og ég var komin í fulla vinnu
eftir tvo mánuði. Að vísu lenti ég í
bílslysi sem flýtti fyrir aðgerðinni, en
óbærilegar kvalir fylgja þessu, synd að
fólk skuli ekki fá sjúkraþjónustu strax.
I vetur fór ég aftur að finna fyrir
sársauka og vissi varla hvor mjöðmin
var verri. Síðar kom í ljós að farið var
að losna í þeirri viðgerðu - naglinn ku
vera laus! Og það er alveg skelfilega
sárt. Ég finn til við minnstu hreyfingu
og hef lifað á sterkum verkjalyfjum
síðan í vor.
Læknirinn minn, Ríkarður Sigfús-
son, sagði: „Ég veit bara ekki neitt. Það
er allt lokað.“ Með öðmm orðum, ég
þyrfti ekki að láta mig dreyma um
minni biðtíma en eitt ár. Ekki um neina
úrlausn að ræða. Mér fannst eins og ég
hefði lent í stormsveip. Ríkarður
kvaddi mig með þeim orðum, að ég
væri komin á forgangslista með öllum
hinum. Hann sagði ltka, að nú væru að-
eins 26 rúm fyrir bæklunaraðgerðir sem
hefðu verið 70 fyrir 9 árum.
Þá reyndi ég að hringja í heilbrigð-
isráðuneytið. Ráðherrann var í útlönd-
um, en stúlka svaraði og sagði að það
væri opið á Borgarspítalanum, en ein-
göngu fyrir bráðamóttökur og slys -
ekkert fyrir fólk á biðlistum.
Nú eru komnir þrír mánuðir sem
ég hef verið innilokuð, en læknirinn
sagði mér að þetta myndi versna því
meira sem ég gengi - og ég keyri ekki
á meðan ég er á svona sterkum verkja-
lyfjum. Þegar ég er verst nota ég
göngugrind til að staulast um íbúðina.
Segja má að það sé guðsþakkarvert
að geta tekið eitthvað til að lina kvalirn-
ar, en svona sterk lyf draga kraft úr
manni. Ég hef varla dug til að gera
nokkum hlut. Áður stundaði ég félags-
starfið í Hæðargarði, málaði myndir og
á gler og postulín. Ég var svo bjartsýn
og hélt að ég yrði góð með haustinu, en
nú er veturinn framundan og engin
lausn í sjónmáli.
Orð utanríkisráðherra um daginn
slógu mig. Hann sagði eitthvað á þá
leið að við þyrftum að taka þátt í al-
þjóðlegu hjálparstarfi - það væru lág-
marksmannréttindi að komast á spít-
ala. Ég var svo illa innrætt að mér
fannst að hann þyrfti að líta sér nær.
Nýlega kom fram í fréttum, að um
1000 manns væru á biðlista eftir bækl-
unaraðgerðum. Það gerir mitt mál ekkert
betra að vita af svona mörgum þján-
ingarsystrum og -bræðrum. Ríkarður
minntist á að ekkert heyrðist frá þessum
sjúklingum. Engin samtök væru meðal
okkar, eins og Hjartavernd, Gigtarfé-
lagið og Félag nýmasjúkra.
Ég fór að skoða bókina „Réttur
þinn“ og mikið rétt, á bæklunarsjúka
var ekkert minnst. Ég veit ekki, hvort
Gigtarfélagið gæti aðstoðað, en gigtin er
orsökin og sjálfsagt erfðir. Ég man
aldrei eftir föðurömmu minni öðmvísi
en að staulast um með tvo stafi - þá var
engin kunnátta til hjálpar. Faðir minn
og allir bræður hans vom gigtveikir og
fengu svona liði. Pabbi var orðinn mjög
slæmur þegar Snorri Hallgrímsson
læknir kom, en hann vildi ekkert gera.
Pabbi fór þá til Noregs og var skorinn
upp þar - þá var þetta að byrja. Syst-
kini mín tvö em líka búin að fá gervilið í
hægri mjöðm. Ég skil ekki af hverju
fólk vill ekki leggja sitt af mörkum til
íslenskrar erfðagreiningar. Ég er tilbúin,
ef það gæti hjáipað einhverjum í næstu
framtíð,“ segir Ágústa.
Listin að lifa þakkar Ágústu fyrír að segja
sjúkrasögu sína. Vonandi á frásögn hennar
eftir að hreyfa við einhverjum sem málið
varðar. Talað er um að von sé á stœrri bœkl-
unardeild á gamla Borgarspítalanum, en
enginn veit hvenœr. Gott vœri að fá fréttir af
því.
14