Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 19

Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 19
Ú R RITGERÐASAMKEPPNI Á ÁRI ALDRAÐRA: Haustljóð úr garði Hughrif haustsins hvíla yfir þessu málverki eftir Guðlaugu Ingibjörgu. Farfuglarnir láta vængina bera sig burt til hlýrri stranda, sefgrasið búið að glata græna litnum - og bleikur kvöldhiminn sýnir sígandi sól. Barnabarn mitt dvaldi hjá mér sumarlangt, lítil stelpa sem var svo hrædd við orma og pöddur. Ég fór að sýna henni lífríkið í garðinum mínum, fegurð köngulóar- vefsins, vinnusemi ánamaðksins, litskrúð blómanna. Hún fór að skoða þetta allt og varð svo hrifin. Eitt sinn sá hún járnsmið skríða inn í húsið og spurði: „Á ég að drepa þetta, amma?" Ég svaraði: „Nei, elskan. Þú átt aldrei að drepa neitt sem lifir. Bara fara með það út í náttúruna aftur." Litlu stúlkunni, sem varð svo mikill náttúruunnandi, tileinka ég eftirfarandi hugleiðingu. Ég sat í garðinum mínum á góðviðrisdegi í haust. Vindurinn bærði krónur tijánna og haustlaufin féllu eitt og eitt á jörðina. Allt í einu fannst mér vindurinn vera að hvísla og ég fór að hlusta betur. Allt var fullt af lífí í garðinum. Vindurinn hvíslaði: Hvar er litla, fallega stelpan sem var hér í sumar? Hún var svo skemmtileg. Já, hvar er hún? spurðu blómin, hún var eiginlega eins og svolítill álfur og hún var svo góð við okkur og gaf okkur að drekka, þegar við vomm þyrst. Við söknum hennar, sögðu grasið og smárinn. Hún hljóp svo léttilega og steig berum fótum svo létt á okkur að við vorum enga stunda að rétta okkur upp aftur. Lítill ánamaðkur gægðist upp úr moldinni og sagði: Já, þetta var góð stelpa, hún tók mig og skoðaði mig en sleit mig ekki í sundur eins og sumir krakkar gera, hún lét mig bara í moldina aftur. Og nú ætla ég að sofa í mold- inni til næsta vors og þegar ég vakna verður kannski þessi skemmtilega stelpa komin aftur, og hann smeygði sér niður í moldina. Lítið fiðrildi tyllti sér á blað. Það hafði orðið svolítið seint fyrir. Ég var einmitt að hugsa um þessa litlu stelpu, sagði fiðrildið, hún hugsar svo fallega. Við ætlum öll að sofa í vetur, sögðu blómin, og í vor ætlum við að vera ennþá fallegri en í sumar, til að gleðja þessa litlu stelpu ef hún kemur aftur í garðinn. Og vindurinn hvíslaði í laufínu og kliður fór um garð- inn og allir sögðu: Við söknum hennar öll. Haustlaufin féllu eitt og eitt á jörðina og þöktu að lok- um allan garðinn eins og hlý og mjúk ábreiða í gullnum, grænum og brúnum litum. ^éjuálaug/ ‘dnyi&fwif SueinsdáttU/ frá Egilsslöðum Listilega vel skrifað leikrit um mannleg samskipti, ást, missi og möguleika manneskjunnar á að þroskast Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Elva Ósk Ólafsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Arnar Jónsson, Þóra Friðriksdóttir og Bjarni Haukur Þórsson Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Munið afsláttinn fyrir eldri borgara WÓÐLFJKHÚSIÐ - Leikhúsið þitt ilji Emmu 19

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.