Listin að lifa - 01.10.2001, Side 24
k
Reykjavík, 1. júní 2001
Það er stefna Landsbanka íslands að veita viðskiptavinum sínum á öllum aldri heildarQármálaþjónustu með áherslu á ráðgjöf í
ijármálum og góða þjónustu með þéttu útibúaneti um land allt. Landsbankinn vill gera sér betur grein fyrir ijárhagslegum
þörfum eldri borgara og af þeirri ástæðu stendur nú yfir skoðun á nýrri þjónustu fyrir þennan hóp okkar góðu viðskiptavina. Ef
skoðun þessi mun leiða til jákvæðar niðurstöðu mun þjónustan innihalda þætti sem sérstaklega verða sniðnir að þörfum fólks 60
ára og eldri.
Sú þjónusta sem Landsbankinn býður í dag og hentar vel eldri borgurum er Varðan, en Varðan býður upp á mjög víðtæka og
góða ijármálaþjónustu, enda fyrir löngu orðin ijölmennasta vildarþjónusta sem í boði er á markaðinum í dag. í Vörðunni er
lögð megináhersla á að gefa viðskiptavininum skýra mynd af fjármálum heimilisins ásamt því að leiðbeina og ráðleggja hverjum
og einum varðandi hans fjármál. Landsbankinn leggur mikla áherslu á þann þátt Vörðunnar sem snýr að ráðleggingum til
Vörðufélaga og ættu eldri borgarar ekki síður að geta nýtt sér þjónustu Vörðunnar en þeir sem yngri eru.
Við inngöngu er lögð áhersla á að meta fjárhagslega stöðu umsækjanda og tengja hana þeim þjónustuþáttum sem Varðan
býður. Sem dæmi um nokkra af þeim þjónustuþáttum sem Varðan býður eru eftirfarandi:
* VISA Gullkort
* Vörðu Gulldebetkort
* Tenging við Vildarklúbb Flugleiða - söfnun ferðapunkta.
* Lán allt að kr. 700.000 án ábyrgðarmanna
* Yfirdráttarheimild allt að kr. 550.000 án ábyrgðarmanna
* Útgjaldadreifing
Að auki býður Varðan fjölda annarra þjónustuþátta en hér eru aðeins nokkrir taldir upp.
Þar sem Varðan er sniðin að traustum og skilvísum viðskiptavinum bankans býður Landsbankinn Vörðufélögum sérstök kjör á
ýmissi þjónustu bankans og má þar nefna eftirfarandi:
* Aðeins þarf að greiða 0,5% stimpilgjald af lánum án ábyrgðarmanna í stað 1.5%
* Stighækkandi vextir á tékkareikningum
* Innistæða undir 250.000 nú 3,25% vextir
* Innistæða yfir 250.000 nú 8,25% vextir
* 1% lægri vextir á yfirdráttarheimild
Sparnaðarform til lengri og skemmri tíma
Sem dærni um sparnaðarform í Landsbanka íslands viljum við nefna eftirfarandi sparnaðarform:
Verðbréfaveltu, sem bundin er í 7 daga og ber stighækkandi vexti, nú allt að 10,80%.
Grunnur sem ber ákveðna vexti eftir binditíma, nú allt að 6,35 % umfram verðtryggingu.
Landsbankavíxlar, ávöxtun nú 11,10%—11,35% án lágmarksíjárhæðar. Binditími 1-4 mánuðir.
Peningabréf hafa verið að gefa góða ávöxtun að undanfornu - þau eru aðeins bundin í 3 daga. Hafa gefið 11,4%
ávöxtun sl. 3 mánuði miðað við 1. ágúst.
Reiðubréf sem bundin eru í 40 daga en laus án kostnaðar eftir það hafa verið að gefa 15,4% ávöxtun sl. þrjá mánuði
miðað við 1. ágúst.
Einnig býður Landsbankinn víðtækt úrval sparnaðarleiða í hluta- og verðbréfasjóðum, ijárvörslu og víðtæka verðbréfaþjónustu
ásamt öðrum innlánsformum sem löngu eru orðin þekkt, s.s. Kjörbók og Landsbók.
Landsbankinn vill kappkosta að eiga sem best samskipti við ykkar mikilvægu félagasamtök og félagsmenn þeirra í gegnum
okkar víðtæka og öfluga útibúanet um allt land. Við viljum því vinna að því í samstarfi við ykkur að bjóða félagsmönnum
ykkar ákveðinn tengilið í öllum 53 útibúum og afgreiðslustöðum Landsbankans. Ennfremur viljum við benda á þann möguleika
að við stöndum sameiginlega fyrir námskeiðum sem sérstaklega eru ætluð eldri borgurum, s.s. námskeið um starfslok, rafræn
bankaviðskipti og lífeyrismál.
Með bestu kveðju,
^Kú&tjÁiv c6jii6.numd&&an,
forstöðumaður markaðssviðs Landsbankans
J
24