Listin að lifa - 01.10.2001, Page 26

Listin að lifa - 01.10.2001, Page 26
Kristín sat í forstofu Holtsbúðar, umvafin íslensku fánalitunum, í rauðri peysu og hvítri blússu og var að hekla blátt sjal. HOLTSBÚÐ í GARÐABÆ: Bænin lifir þar enn Hún sat í forstofu Holtsbúðar, umvaf- in íslensku fánalitunum, í rauðri peysu og hvítri blússu og var að hekla blátt sjal. Falleg 81 árs gömul kona sem á erfitt með að hreyfa sig og að- eins farin að heyra illa. „Já, ég eldist ágætlega nema fæturnir. Fólkið mitt vildi ekki vita af mér einni, ég get ekki reist mig upp ef ég hrasa. Ég vona alltaf að verði skipt um hnjál- ið, þá liði mér betur.“ Þórey Kristín Guðmundsdóttir heit- ir hún, en kölluð Kristín. „Mamma vildi kalla mig Kristínu, það var móð- urnafnið hennar.“ Kristín situr við að prjóna og hekla fyrir barnabömin. Hún eignaðist tvö böm, en missti fyrri eiginmann sinn 28 ára gömul og vai'ð að selja húsið sitt í Garðabæ. „Þá keypti ég íbúð á Hjarðar- haga, lærði hraðritun og véhitun og vann á lögfræðiskrifstofu í mörg ár. Mér vegnaði svo vel að bömin mín gátu menntað sig sem er mér mikils virði, en ég gat aldrei lokið minni menntun. Sonur minn, Sveinn Haukur Björnsson, er viðskiptafræðingur og forstjóri fyrirtækis sem pabbi rak. Dóttir mín, Anna Margrét Björnsdóttir kennari, dó úr brjóstakrabbameini frá eiginmanni og 6 ára syni. Það var mik- ið áfall. Hún var mér svo nátengd - og allt gekk svo vel hjá henni. Ég var um fertugt þegar ég gifti mig aftur og keypti hús í Garðabæn- um. Seinni eiginmaður minn dó líka úr krabbameini frá mér. Við tókum dreng í fóstur, vorum beðin fyrir hann í stutt- an tíma, en foreldrar hans voru að skilja, flytja búferlum og gátu aldrei tekið hann til sín aftur. Þegar hann var 5 ára kom eldri frænka hans sem sagð- ist skyldu taka hann, ef ég væri í vandræðum. En ég var ekki í vandræð- um og barnavemdamefnd sagði að 5 ára bam yrði aldrei tekið frá okkur, svo að við ættleiddum hann. Hugi Runólfur Ingibjartsson er annar sonur minn. Börnin mín hafa gefið mér mest í lífinu, hafa verið mitt líf og yndi. Ég gat gefið þeim menntun þótt ég fengi hana ekki sjálf, og barnabörnin mín eru öll vel menntað fólk. Sárast var að missa dóttur sína, en lífið er skóli, mikill skóli, við erum alltaf að læra. Ég hef lært að vera góðviljuð, taka hlutina ekki nærri mér þótt eitt og annað sé sagt. Ég bið fyrir bömunum mínum, bið bænir á kvöldin, en mín trú er hógvær. Ofsatrú hef ég kynnst, svo óþægilegri að jaðraði við trúleysi, hana frábið ég mér. Ætli sé ekki líf eftir dauðann, hef svo oft fengið þá tilfinningu að þau séu í sambandi við mig, einkum þegar ég stóð í stórræðum." Kristín er í tveggja manna herbergi og segist heppin með sambýliskonu. „Okkur hefur fallið vel saman, en ekki er hún félagsvera, orðin eins og barn, segir bara já og nei. Auðvitað saknar maður heimilis síns að sumu leyti, en hér er gott að vera, maður fær allt sem maður þarf. Góðan mat. Hlýtt viðmót. Holtsbúð er heimili. Maður finnur það svo vel. Þetta er ekki það stórt sem er ósköp gott. Fólk verður samrýmdara og meiri félagsskapur. Guð er í alheiminum. Það er líf eftir þetta líf,“ segir Kristín með sannfær- ingarkrafti. Bænin hefur ekki yfirgefið þetta hús, þótt St. Jósepssystur séu fluttar þaðan. 26

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.