Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 41
sem svo að ekki þýddi að sitja ein
heima og horfa út um gluggann. Guðni
og Guðrún hittust þetta kvöld - á
dansleik í Þorlákshöfn.
„Ég hélt ballið," segir Guðni, „og
Böðvar kom frá Selfossi með fulla
rútu. Reyndar var eina sem ég gerði að
gefa gestunum kaffi og kleinur og fá
harmonikkuleikara. Ég var búinn að
sjá Guðrúnu áður úti á Spáni með
manninum sínum. Hún er glæsileg
kona og dansar alveg ljómandi vel.
Rómantíkin blómstraði þetta kvöld,
hún er söm við sig, hvort sem maður er
ungur eða gamall.“
Guðni býr áfram einn í einbýlishús-
inu sínu í Þorlákshöfn og Guðrún í
íbúð sinni á Selfossi. „Okkur fínnst
þetta frjálslegra svona. Við fáum þá
ekki leiða á hvort öðru - og alltaf sama
rómantíkin þegar við erum saman. Við
hittumst 2-3svar í viku, alltaf um
helgar og dönsum mikið. Förum tölu-
vert á böll í Glæsibæ, á Selfossi og
austur um allar sveitir. Dansinn er svo
geysilega góð hreyfing.“
Guðni og Guðrún eru búin að ferðast
ótrúlega mikið saman - verið frjáls
eins og fuglinn - eins og Guðni segir.
Gæsavatnaleið, Vestfírðir og Austfirðir
og ekkert verið að flýta sér. „Við erum
alltaf fjögur saman, Böðvar Stefánsson
og Aðalheiður Helgadóttir eru góðir
vinir. Við íslendingar þurfum ekki að
kvarta, landið er svo fallegt og gjöfult.
Innanlandsferðir gefa mér fullt eins
mikið og ferðalög erlendis,“ segir
Guðni, en Ítalía, Spánn, Malasía,
Tæland, Dubai, Kúba, Vietnam og
Kanaríeyjar hafa verið á ferðalistanum
hjá þeim Guðrúnu.
„Fátæktin var mest áberandi í
Vietnam, en ríkidæmið hjá olíufurst-
unum í Dubai alveg yfírgengilegt.“
Ferðalögin hafa gengið vel, nema ferð-
in til Kanaríeyja. Þar fékk Guðni eitr-
un í ristilinn og fárveikist. „Ég var
settur í 5 daga gjörgæslu og lá í hálfan
mánuð á spítala. Þá var gott að eiga
góðan ferðafélaga, mikið hugsaði hún
Guðrún vel um mig. Heimkoman var
líka erfið, Hekla að gjósa og blindbyl-
ur. Við sátum föst í Þrengslunum alla
nóttina, bæði blaut og köld, þegar við
komumst loks í húsaskjól í Reykjavík.
Það reyndi mikið á mann að koma
heim úr 28 stiga hita í þessi ósköp.“
Guðni lætur svona erfiðleika ekki á
sig fá. Frelsið til ferðalaga er honum
svo mikils virði. Hann er mjög meðvit-
aður um að þjálfa líkamann og varð-
veita heilsuna eins og kostur er.
„Við Helga ferðuðumst líka þegar
við áttum frí, en á þeim árum var ekk-
ert nema vinna og sumarfríin alltof
stutt, þrjár vikur upp í mánuð. Á
þremur vikum gerði maður lítið annað
en dytta að húsinu og fara í reiðtúra.
Hér var öflugt hestamannafélag, sem
ég var formaður fyrir í 6 ár. Þá voru
um 130 manns í félaginu, nú aðeins 40
manns. Ég átti mest 3 hesta, en missti
þann síðasta fyrir 12 árum.“
Guðni vann til sjós og lands á fyrri
árum og var lengi vélstjóri. Loka-
punktur á starfsferlinum var akstur hjá
Olíufélaginu Esso í 18 ár. Guðni tók
þátt í uppbyggingu Þorlákshafnar, seg-
ir mannlífið hafa gjörbreyst á hálfri öld
og ekki endilega til batnaðar. „Fyrst
var fólk hér eins og ein fjölskylda. All-
ir komnir til að hjálpa þegar fólk var að
byggja sér hús. Menn voru svo sam-
hentir og báru hag þorpsins fyrir
brjósti. Kannski var söngæfíng í mötu-
neytinu og einhver sagði: „Nú þarf að
hreinsa þorpið!" Allir fóru út.
Nú segja menn: „Helvítis hreppur-
inn getur gert þettal" Þetta er orðið
gjörbreytt líf og hugsunarhátturinn
eftir því. Áður fóru allir af stað, þegar
stungið var upp á dansleik. Nú potast
hver í sínu horni. Sjónvarpið hefur
eyðilagt mannlífið og spillt kunningja-
hópnum. Svo er þetta „video“ og alls
konar umrót í kringum það.“
Guðni segir mikið gert fyrir eldra
fólk á Þorlákshöfn, góð sundlaug og
líkamsræktarstöð. „Ég lærði ekki að
synda fyrr en ég var kominn á sjötugs-
aldur og fór á sundnámskeið fyrir
eldra fólk. Nú fer ég í sund á hverjum
einasta degi og þjálfa mig í tækjasaln-
um. Jafnaldrar mínir nota þetta alls
ekki nógu rnikið."
Skilaboð Guðna til jafnaldranna
eru: Þjálfið líkamann! Ekki sitja
og bíða eftir einhverju sem aldrei
kemur. Notið tímann til að ferðast!
Ef þið eruð einmana, leitið þá eftir
félagsskap. Góður vinur og ferða-
félagi gefur óendanlega mikið.
Frá leikfélag-
inu Snúði og
Snældu
Hin árlegu upplestrar- og framsagnarnámskeið félagsins hefj-
ast 27. september n.k. Verða þau með svipuðu sniði og áður.
Leiðbeinandi verður Bjarni Ingvarsson.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í námskeiðunum eru beðnir
um að hafa samband við skrifstofu FEB í síma 588 2111 varð-
andi innritun.
Þar sem þörf er á fleiri félögum til starfa hjá Snúði og
Snældu bjóðum við nýjum félögum að koma til liðs við okkur
bæði til þess að taka þátt í leiksýningum og til að sinna öðr-
um störfum í sambandi við leikstarfsemi. Allir félagar í FEB
eru velkomnir.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við skrif-
stofu FEB.
Stjórn leikfélags Snúðs og Snældu
41