Listin að lifa - 01.10.2001, Síða 44
Fyrir hvern
slær hjartað?
Fróðlegt var að sitja fyrirlestur danska iðjuþjálfans Ullu
Brite Gregersen - skynja lífskraftinn sem geislar út frá
konunni - sem henni hefur tekist að færa yfir til skjól-
stæðinga sinna.
Konan, sem birtist gestum í fyrir-
lestrasal Landspítalans í Kópavogi 2.
júlí síðastliðinn, er gott sýnishorn um
vel þjálfaðan líkama og huga. Ulla
Brite Cregersen er grönn og gráhærð,
full af lífsorku, brún af útiveru og
geislandi af hreysti. í 26 ár hefur þessi
lífsglaði „gangsetjari" dælt nýjum
lífskrafti og lífsvilja í eldra fólk svo
hundruðum skiptir. Sagt er að hún
hafi sparað bæjarfélaginu í Viborg
milljónir, þar sem svo margir skjól-
stæðingar hennar hafa komist hjá því
að þurfa vistrými á hjúkrunarheimili.
Ulla Brite byggir á virkni í iðjuþjálfun
- og leggur mikla áherslu á að hlúa að
sálrænum og félagslegum þörfum
skjólstæðinga sinna. Aukin lífsgæði og
vellíðan fylgja í kjölfarið. Danski iðju-
þjálfinn hlaut heiðursverðlaun úr Ernst
Carlsen-sjóðnum árið 1986, sú fyrsta
utan læknastéttar sem hlýtur þau, en
sjóðurinn var fyrst og fremst stofnaður
til að styrkja lækna og vísindamenn.
Verðlaunin fékk hún fyrir það fyrir-
byggjandi starf sem hún hefur unnið
og hefur m.a. haft þau áhrif að lyfja-
notkun eldri borgara minnkaði og fólk
gat búið lengur heima.
Sá sem gerir eitthvað áhuga-
vert verður áhugaverður
í móttökuathöfn, þegar heiðursverð-
laununum var fagnað, sagði 78 ára
kona úr Viborg-hópnum: „Maður getur
ekki sagt að Ulla Brite sé læknir, en í
mínum huga er hún einn sá allrabesti.
Auðvitað lifum við ekki eilíflega, en
við deyjum háöldruð, frískleg og lífs-
glöð og hverfum fljótt. Ulla Brita á
heiðurinn af því að ég þori að taka til
máls. Það lærði ég eftir sjötíu ára af-
mælisdaginn.“
Viborg-hreyfingin á sér marga á-
hangendur úti um alla Danmörku og
víða erlendis. „Ég hef ekki komið
skriðunni af stað, eldra fólkið á heiður-
inn af því,“ segir Ulla Brite. „Aðalat-
riðið er ekki að gera eitthvað fyrir eldra
fólkið, miklu frekar að það geri eitthvað
fyrir hvort annað og hnýti ný vináttu-
bönd.“
Fyrirlestur Ullu var ógleymanlegur.
Hún bókstaflega dansaði um gólfíð og
sýndi leikræna tilburði þegar hún vildi
leggja áherslu á eitthvað.
Að lifa lífinu heill og út í
ystu æsar er það sem gildir
„Líkaminn gefur vísbendingu um sál-
ræna líðan, hvort hugarfarið er bjart
eða dimmt. Við sjáum, hvort mann-
eskjan læðist áfram og biður afsökunar
á sjálfri sér, eða hvort hún segir með
látbragði sínu - hér kem ég!“ Og Ulla
Brita sýnir okkur muninn á líkams-
stellingum. Lífsleiða konan dregst yfir
gólfið, hokin og niðurlút. Sú sem geisl-
ar af lífsgleði gengur teinrétt og bros-
andi á móti okkur.
Ulla Brite nefndi fyrirlestur sinn
„Fyrir hvern slær hjartað?“ og sagði frá
Ulla Brite með hjartasvuntuna góðu
sem minnir á, að hjartað á alltaf að slá
fyrir einhvern.
gamla manninum sem hafði búið svo
lengi einn, að hann var næstum búin að
gleyma að tala. „Lífið á að vera stöðug
veisla (samvera) þar sem hjartað slær
fyrir aðra,“ segir Ulla Brite. „Samver-
an uppfyllir félagslegar þarfir. Maður-
inn á að vera hluti af hópnum til
dauðadags.“
Einn er aleinn, tveir eru saman -
en þrír mynda hóp.
Ulla Brite hefur ferðast um Evrópu
með skjólstæðinga sína til að kynna
starfið. „Utan Danmerkur er aldrei
hægt að gera það sama, aðeins gefa
hugmyndir. Önnur menning og aðrar
þjóðir gera aðra hluti,“ segir hún.
„í okkar námshópum velja þátttak-
endur sjálfir viðfangsefnin. Ég hjálpa
þeim aðeins til að öðlast trú á sjálfa sig.
Hvemig? Jú, með því að fá þá til að
gefa öðrum hlutdeild í sinni þekkingu
og sýna í hverju þeir eru bestir, hvort
sem það er teikning, lestur eða leikræn
tjáning.“
44