Listin að lifa - 01.10.2001, Side 46
Trúlega þykir einhverjum ófróðlega spurt, þar sem þessir
litlu bréfmiðar, sem elztu menn muna vel allt frá æsku-
dögum sínum á fyrri öld og hafa verið notaðir á sendingar
sem greiðslumiðar til póststjórna fyrir flutning bréfa- og
böggla um lengri eða skemmri veg og vissulega enn þá
lengur — eða allt frá árinu 1840. Engu að síður finnst mér
rétt að staldra við þessa spurningu, áður en öllu lengra er
haldið að fjalla um frímerki og gildi þeirra hér í blaðinu.
Með breyttri tækni virðist markvisst
vera unnið að því meðal póststjórna -
íslenzk póstyfirvöld þar ekki undan-
skilin - að draga sem mest úr notkun
frímerkja á sendingar og taka upp
aðra greiðsluhætti í staðinn, svo sem
sérstaka leyfisstimpla til fyrirtækja og
stofnana, en þeir þekkjast allt frá fyrri
hluta síðustu aldar. Þeim hefur hins
vegar fjölgað mjög á liðnum áratug-
um, svo sem menn hafa örugglega
tekið eftir. Loks eru svo sérstakir
gúmstimplar, sem voru teknir upp
með einkavæðingu póstsins árið 1998
og eru einvörðungu notaðir á al-
mennan póst, ef ekki er sérstaklega
óskað eftir frímerkjum.
Því verður ekki heldur neitað að þessu
fylgir ákveðin hagræðing og viss ein-
földun við dreifingu pósts meðal lands-
manna. En eðli málsins samkvæmt
hlýtur það að hafa neikvæð áhrif á frí-
merkjasöfnun, sem hefur verið snar
þáttur í tómstundagamni ungra sem
gamalla hér á landi hátt á aðra öld og
eins um heim allan.
Þá má ekki gleyma því, að tölvan
og þá alveg sérstaklega innreið svo-
nefnds „internets“ í tölvuheiminn
reynist póstinum skeinuhætt og þá frí-
merkjunum um leið. Þeir, sem hafa
vald á þessu undratæki og eru alltaf að
flýta sér á öld hraðans, notfæra sér að
sjálfsögðu þessa skjótu og öruggu leið
í skiptum sínum við menn og fyrir-
tæki. í þeim skiptum þarf hvorki að
hugsa um frímerki né gúmstimpla. Öll
könnumst við við póstinn, enda hefur
hann komið við líf okkar flestra í einni
eða annarri mynd allt frá bamæsku.
Við sendum vinum og kunningjum
bréf og kort og fáum síðan bréf og
kveðjur til baka.
Svona leit fyrsta frímerki veraldar út, „I penny
black", með mynd af Viktoríu drottningu gefið
út í Bretlandi í maí 1840.
Fyrr á öldum voru það einkum svo-
nefndir fyrirmenn í þjóðfélögum, sem
iðkuðu þetta, enda fylgdi þessum send-
ingum margvísleg fyrirhöfn og kostn-
aður. Almúginn kom þar því sjaldnast
nærri. En þetta breyttist smám saman
og ekki sízt, þegar sérstakir „greiðslu-
miðar“ voru fundnir upp til þess að auð-
velda allan póstilutning milli manna.
Áður en þeir voru teknir í notkun, giltu
nokkuð flóknar og dýrar reglur um slík-
an flutning, en hér verður ekki farið ná-
kvæmlega út í þá sálma, heldur reynt
að halda sig á innlendum vettvangi eftir
nokkur almenn söguleg atriði um upp-
haf frímerkja.
Brezkur maður, Sir Rowland Hill,
átti drýgstan þátt í því að hrinda í fram-
kvæmd þeirri einföldu aðferð, sem okk-
ur finnst a. m. k. nú á dögum, að láta
Þetta er annað tveggja frímerkja sem gefið var
út á krýningardaginn 1911 með mynd af
Georgi V. Brezkur almenningur kvartaði yfir
útlendu yfirbragði konungs síns og hungruð-
um svip Ijónsins sem varð til þess að merkinu
var breytt.
útbúa sérstaka greiðslumiða með tiltek-
inni fjárupphæð til að líma á bréf og
aðrar póstsendingar, sem giltu sem
sönnun þess, að greitt hefði verið undir
póstflutninginn. Þetta gerðist í Engl-
andi, og voru þessir miðar fyrst settir í
umferð 6. maí 1840. Þangað er síðan
rakið upphaf þeirra miða, sem við
nefnum frímerki. Sem gamall orða-
bókarmaður hef ég gaman að geta
þess, að greiðslumiðar þessir fengu í
46