Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 50
Ráðstefnan „Sjálfboðið starf meðal
aldraðra" var haldin í Áskirkju í vor,
en í síðasta blaði var viðtal við heið-
ursgestinn, Lise Legarth ráðgjafa í
sjálfboðaliðastarfi í Danmörku. Pálína,
sem var fulltrúi FEB á ráðstefnunni, er
sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum
„með reynslu af því hvað hægt er að
gera á þessu sviði þegar vilji og
skipulag til samhjálpar er fyrir hendi,"
eins og hún segir. Erindi hennar vakti
mikla athygli og fer hér á eftir:
Margir sem fara á eftirlaun í dag eru
ennþá fullir af starfsorku, með góða
menntun og mikla reynslu. Þetta er
mannauður, sem er vanmetinn og van-
nýttur. Við eldri borgarar þurfum að
velta því fyrir okkur, hvemig við vilj-
um nýta krafta okkar síðustu árin, hvar
við fáum starfsvettvang fyrir áhuga
okkar og getu? Margir finna farveg
fyrir áhugamál sín og reynslu í FEB
og þar er ýmislegt á döfinni.
Ræktum kristið lífsviðhorf!
Félagið er í endalausri hagsmunabar-
áttu fyrir aldraða og stendur líka fyrir
idur w iiiins
man
ýmis konar afþreyingu fyrir þá sem
hafa heilsu og hug á að bera sig eftir
henni. Og það sem best er: Það þykir
ekkeit óeðlilegt lengur að við aldraðir
sækjum námskeið, förum í ferðalög,
syngjum og dönsum. Eldri borgarar
eru virkir á öllum mögulegu sviðum
og njóta lífsins. Ég er farin að halda að
efri árin séu að verða einn ánægjuleg-
asti hluti ævinnar. Fyrir marga. En ég
óttast að kannski þriðjungur eldri borg-
ara búi við heilsuleysi, einangrun og
einsemd. Og þeim er svo naumt
skammtaður lífeyrir að af honum er
hvorki hægt að lifa né deyja!
Þessu fólki eigum við að hjálpa.
Með þeirri hagsmunabaráttu sem FEB
stendur í, en líka með því að setja upp
sjálfboðaliðasveit eldri borgara, sem
eru svo lánsamir að hafa heilsu og
orku og geta miðlað þeim, sem verr
eru settir, af lífsgleði sinni og kröftum.
Það eru um 8000 meðlimir í félaginu
okkar. Þótt aðeins 1% þeirra vildu taka
þátt í sjálfboðaliðastaifi, væri það álit-
leg sveit og gæti komið mörgu góðu til
leiðar.
Við höfum tilhneigingu til að ýta frá
okkur vanda, ætlast til að hið opinbera
leysi hann og láta sem hann komi
okkur ekki við. En meðbræður okkar
koma okkur við. Við vitum það í sál-
inni - höfum drukkið í okkur kærleiks-
viðhorf kristninnar og virðingu fyrir
meðbræðmm okkar. Ennþá er til fólk
sem hefur þetta viðhorf og lifir sam-
kvæmt því. Þetta lífsviðhorf þurfum
við að rækta og skila því til næstu kyn-
slóðar, annars verður lífið ekki þess
virði að lifa því.
Þótt samfélagið gerði mörgum sinn-
um betur við hina verst settu í þjóðfé-
Einn eða fleiri gætu haft áhuga á skáld-
skap og myndað leshring með
sjálfboðaliðanum.
laginu en það gerir í dag, eru peningar
ekki nóg. Þeir eru nauðsynlegir, en þeir
einir gefa ekki lífinu innihald og ham-
ingju, ekki mannlega hlýju og vænt-
umþykju. Til þess þarf manneskju,
sem ekki stendur á sama um hvort ná-
unganum líður vel eða illa. Sem tekur
þátt í kjömm hans og sýnir það í verki.
Maður er manns gaman.
Rjúfum tilbreytingarleysið!
Ég veit ekki hvernig okkur, sem erum
fleyg og fær og getum veitt okkur
flest sem hugurinn girnist, gengi að
byrja hvern nýjan dag vonlítil um
nokkra tilbreytingu. Enginn myndi
hringja, enginn koma - nema kannski
heimilishjálpin einu sinni í viku, ef
hún þá kæmi. Það er svo erfítt að fá
fólk til starfa í umönnunargeiranum.
Er þá ekki hægt að skapa sér til-
breytingu með því að fara út, njóta veð-
urblíðunnar eða hitta annað fólk? Ekki
ef sjónin er svo léleg, að það er ekki ó-
hætt að fara út einn. Ekki ef fæturnir
hafa bilað svo að ekki er hægt að
treysta þeim og maður þorir ekki út án
stuðnings. Ekki ef efnahagurinn er svo
bágborinn að ekki er hægt að veita sér
þann munað að fara í leigubíl í heim-
sókn, á sýningu, tónleika eða annað
sem hugurinn stendur til. Ekki ef ein-
semdin er líka orðin svo mikil, að
þunglyndi og vonleysi ræna þeim litlu
kröftum sem fyrir hendi em og allt
vex manni í augum og veldur kvíða.
Bæði aðstæður og upplag geta orðið til
þess að fólk einangrist og missi sam-
band við umheiminn.
Þessu fólki getum við, sem emm svo
lánsöm að vera frísk, gefið svolítið af
tíma okkar og áhuga - rofið þar með til-
breytingarleysi daganna. Heimsókn,
þótt ekki sé nema einu sinni eða tvisvar
í viku, klukkutímastund, getur verið ó-
metanleg. Það er þó alltaf eitthvað að
hlakka til. Maður er inanns gaman!
50