Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 53

Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 53
Hugsjónir -baratta Ávarp flutt 1. maí 2001 Ég minnist þess, þegar ég sem unglingur stóð niðri í miðbæ Akureyrar og horfði á fyrsta maí kröfugöngu - fólk berandi rauða fána og kröfuspjöld. Þá hélt ég að þetta væru kommún- istar. Kommúnistar voru jú Rússar, og í mínum huga skrítið fólk. Seinna gerði ég mér grein fyrir að þetta var baráttuað- ferð alþýðunnar, fólks sem vann hörðum höndum myrkranna á milli - oftast við bág kjör. Fyrsti maí var sá dagur sem verkafólk hafði til að vekja athygli á baráttu fyrir bættum kjörum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var og miklar breytingar hafa séð dagsins ljós. Ýmsir hópar í þjóðfélaginu hafa nýtt sér samstöðukraftinn til að ná fram kröfum sínum. Eldri borgarar vildu einnig sýna samstöðu og sameinast um sín hags- nrunamál. Jón Björnsson, þáverandi félagsmálastjóri Akureyr- ar, var hvatamaður þess að boðað var til stofnfundar Félags eldri borgara í Sjallanum 3. október 1982. Húsfyllir vai' og talið að yfir 500 manns hafi setið fundinn. Fundarstjóri var Bragi Sigur- jónsson og meðal gesta voru forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson. Forsetinn sagði m.a. í ávarpi sínu að flestir væru aldir þannig upp að þeir bæru mikla virðingu fyrir ellinni, aldrei væri of mikið gert fyrir aldrað fólk og allt ætti að gera til að ellin yrði sem gleðiríkust. Biskupinn tók einnig til máls og sagði m.a. að stofnun þessa félags væri einn markverðasti afrakstur þeiiTar hugsjónar sem Ár aldraðra hefði vakið hjá okkur, þetta væri rnikið og merkilegt hagsmunamál sem snerti allan landslýð. Gestur Olafsson, sem var einn af stofnendum félagsins, sagði að þeir vildu bæta aðstöðu aldraðra og vera með í ráðum í þeirra málefnum. Þetta var hugsjón þeirra ágætu manna sem stóðu að stofnun Félags eldri borgara á Akureyri, og var fyrsti formaður þess Jón G. Sólnes. Kveðjuorð og heillaóskir bárust á fundinn frá menntamálaráðherra og heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, einnig flutti forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Valgerður Bjama- dóttir, kveðjur frá bæjarstjóm og afhenti félaginu 20.000 krón- ur að gjöf. Nú hafa verið stofnuð félög í öllum landshlutum, og upp úr því Fandssamband eldri borgara sem var stofnað á Akureyri 9. júní 1989. Fyrsti formaður þess var Aðalsteinn Óskarsson sem var lengi formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Markmið Fandssambands eldri borgara er að vinna að hags- munamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjóm og öðmm sem hafa með málefni aldraðra að gera fyrir landið í heild. Fomiaður Landssambandsins er Benedikt Davíðsson og hefur hann verið óþreytandi málsvari okkar í öllum þeim stofnunum sem hafa með málefni aldraðra að gera og í góðu samstarfi við Alþýðusamband Islands. Meðal helstu baráttumála okkar í dag eru trygginga- og stofnanamál. Á Akureyri vom á síðasta ári um 2000 ellilífeyrisþegar, þ.e. 67 ára og eldri. Á umdæmissvæði heilsugæslustöðvarinnar em 218 stofnanarými, sem öll eru fullsetin og í mars sl. voru 83 á biðlista. Þar að auki er fjöldi manns sem vill gjarnan fá pláss á stofnun. I dag njóta 487 lífeyrisþegar heimaþjónustu, en það em þeir sem vilja og geta verið heima með þessari aðstoð. Ellilífeyrisþegi fær nú frá Tryggingastofnun um 72 þúsund krónur, það er grunnlífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Af þessari upphæð borgar viðkomandi útsvar og skatt og í mörgum tilfellum býr hann ekki í eigin hús- næði og þarf þar af leiðandi að borga húsaleigu. Hafi fólk aftur á móti lífeyrissjóðsgreiðslur til viðbótar því sem það fær frá Trygg- ingastofnun skerðist tekjutryggingin og fellur jafnvel alveg niður, jafnframt því sem menn þurfa að borga 38,76% skatt af lífeyris- sjóðsgreiðslunum. Við viljum að tekjumörkin verði hækkuð og af lífeyrissjóðs- greiðslunum verði greiddur 10% skattur eins og af öðmm fjár- magnstekjum, því að þetta eru jú að mestum hluta fjár- magnstekjur. Fari fólk, sem ekki hefur lífeyrissjóðsgreiðslur, á stofnun fær það aðeins 18.424 krónur til að ráðstöfunar á mán- uði. Þeir sem eru andlega heilir hafa þarfir og langanir eins og annað fólk, vilja líta vel út og geta keypt gjafir handa ömmu- og afabörnunum. Þá sjá allir að þessi upphæð hrekkur skammt. Nú, þeir sem hafa lífeyrissjóðsgreiðslur auk lífeyris maka, fá aldrei meira en 32.500 krónur til ráðstöfunar. Allt umfram það tekur stofnunin til sín, nema um hátekjumenn sé að ræða. Við viljum fá leiðréttingu á þessu. Forsætisráðherra sagði á ráðstefnu ASÍ 20. mars sl. að í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjómarinnar yrði stefnt að því að endurskoða al- mannatryggingakerfið svo og samspil þess við skattakerfið og líf- eyrissjóðakerfið. Hann sagði einnig að með væntanlegri breytingu á tryggingakerfinu yrði fyrst og fremst tekið skref í þá átt að hækka lágmarkstekjur í almannatryggingakerfinu. Við skulum muna þessi orð þegar kemur að næstu kosningum. ^innfioqadátÁM/, formaður FEB ú Akureyri 53

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.