Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is
Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson,
Sigurjón J. Sigurðsson.
Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.is
Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili
á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Valdníðsla
Spurning vikunnar
Hyggst þú flytja á milli landshluta á næstu mánuðum?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 539
Já sögðu 87 eða 16%
Nei sögðu 404 eða 75%
Óvíst sögðu 48 eða 9%
Góður gangur var í landvinnslu
Hraðfrystihússins - Gunnvarar á
síðasta ári. Að sögn Kristjáns G.
Jóakimssonar, vinnslustjóra HG,
féll vinnsla sárasjaldan niður vegna
hráefnisskorts. Kristján segir það
byggja á traustri hráefnisöflun
skipa fyrirtækisins. HG gerir út
tvo ísfisktogara, Pál Pálsson og
Stefni og öfluðu þeir samanlagt
rúm átta þúsund tonn á síðasta
ári. HG er með vinnslur í Hnífsdal
og Súðavík og jókst móttekinn
afli um 7% milli ára og er það í
samræmi við aukinn þorskkvóta.
Áður hefur komið fram að þrátt
fyrir aukinn afla á síðasta ári dróst
aflaverðmæti skipanna saman frá
2012. Eru það svipaðar fréttir og
berast frá öðrum fyrirtækjum í
bolfiskvinnslu. Kristján segir að
markaðsaðstæður hafi verið
krefjandi 2012 og sífellt þurfi að
laga framleiðslumynstur að breyt-
ingum á mörkuðum. „Með góðu
og samhentu starfsfólki teljum
við að tiltölulega vel hafi tekist til
á síðasta ári og því gerður daga-
munur með að bjóða upp á bakk-
esli með kaffinu sl. föstudag.“
Mikill afli en krefjandi markaðir
Bygging fjölbýlishúss við Sindra-
götu á Ísafirði er í biðstöðu að
sögn Guðmundar Tryggva Ás-
bergs-sonar athafnamanns. Hann
segir að Þroskahjálp hafi lýst yfir
áhuga á að kaupa íbúðir í húsinu
fyrir fatlaða en segir þau mál
vera í ferli hjá Þroskahjálp og op-
inberum aðilum. „Byggingin er í
frosti eins og stendur.
Hryggjarstykkið í framkvæmd-
inni átti að vera að selja sex íbúðir
til opinberra aðila en ég er lítið
inni í ferlinu að svo stöddu og
kem ekki nálægt samningavið-
ræðum þeirra.“ Hann segist hafa
orðið var við mikinn áhuga á
íbúðunum en segir nauðsynlegt
að selja nokkrar íbúðir fyrirfram
eigi fjármögnun að takast.
Guðmudur fékk á síðasta ári
úthlutað lóð að Sindragötu 4b á
Ísafirði sem stendur gegnt hús-
næði 3X Technology, á milli sölu-
turnsins Krílisins og gamla hús-
næði Mjólkursamlags Ísfirðinga.
– smari@bb.is
Bygging fjölbýlishúss í frosti
Finnbogi Sveinbjörnsson, for-
maður Verkalýðsfélags Vestfirð-
inga, beindi í nóvember á síðasta
ári þeim tilmælum til sveitar-
stjórnarmanna á Vestfjörðum að
halda aftur af gjaldskrárhækk-
unum sveitarfélaganna. Í pisti á
vefsíðu VerkVest kemur fram að
samkvæmt upplýsingum frá íbúa
á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísafirði,
hafi fæðisgjald fyrir aldraða
hækkað úr kr. 23.635.- í október
2012 í kr. 28.080.- frá 1. janúar
síðastliðinn, eða um 15,8%. Slíkt
skýtur mjög skökku við þar sem
heimsmarkaðsverð á hrávöru
lækkaði mjög mikið á síðari hluta
árs 2013 ásamt nokkurri styrk-
ingu krónunnar. Hvort það eru
birgjar sem halda vöruverði
áfram alltof háu skal ósagt látið.
Einnig vildi sami einstaklingur
upplýsa að gjald fyrir þrif hafi
hækkað úr réttum 11.000 krónum
í desember 2013 upp í kr.13.733
frá 1. janúar 2014 sem er um
20% hækkun. Ekki hefðu laun
starfsfólks við þrif hækkað né
væri verið að þrífa meira en fyrir
hækkun.“ Í pistlinum kemur fram
að mörg sveitarfélög á Vestfjörð-
um hafi orðið við tilmælum for-
mannsins og haldið aftur af
hækkunum sumra gjaldskrárliða
til almennings. En á sama tíma
hafa önnur sveitarfélög boðað al-
mennar gjaldskrárhækkanir frá
2,5% til 5% um síðustu áramót.
VerkVest gerði stutta könnun á
því hvernig gjaldskrár til almenn-
ings hjá sveitarfélögum á Vest-
fjörðum breyttust um áramót.
„Hjá Ísafjarðarbæ var fallið frá
4% hækkun á félags- og fræðslu-
mál og var þar horft sérstaklega
til máltíða í grunn- og leikskól-
um. Hjá Súðavíkurhreppi hækk-
uðu skólamáltíðir og gjald í auka-
dagvistun um 5%. Hjá Stranda-
byggð og Reykhólahreppi hækk-
uðu allir gjaldskrárliðir sem nem-
ur vísitöluhækkun eða um 3,7%.
Hjá Kaldrananeshreppi fengust
þær upplýsingar að hitaveita og
sorpgjöld hefðu hækkað um 5%
en leikskólamáltíðir myndu ekki
hækka. Í Vesturbyggð var til-
kynnt að leikskólagjöld, matar-
gjald á leikskóla og skólamáltíðir
myndu hælkka um 2,5%. Gjald-
skrá í tónlistarskóla var lækkuð
ásamt því að sveitarfélagið myndi
áfram veita rílegan afslátt af gjald-
skrám til barnafjölskyldna í
sveitarfélaginu. Bolungavíkur-
kaupstaður samþykkti að falla
frá fyrirhugaðri 3% gjaldkrár-
hækkun til almennings og hjá
Tálknafjarðarhreppi fengust þær
upplýsingar að ekki væru fyrir-
hugaðar hækkanir á gjaldskrám
til almennings.“ – harpa@bb.is
Fæðisgjald á Hlíf
hækkaði um 15,8%
Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði.
Embættismannavaldið í Reykjavík sýndi klærnar og lokaði starfsstöð
Fiskistofu á Ísafirði fyrirvaralaust. Kjaftshögg, sem kom á óvart þrátt fyrir
að sýnilega hafði dregið í loftið. Hrokinn sem Vestfirðingum er sýndur
opinberast enn betur í viðbrögðum fiskistofustjórans, ummælum um að
ótímabært sé að tala um lokun starfsstöðvarinnar, þótt stöðin verði mann-
laus! Þeim fjölgar greinilega ört teygjanlegu hugtökunum!
Dr. Þorleifur Ágústsson, deildarstjóri starfsstöðvarinnar, sem halda
mun til starfa í Stavanger í Noregi, segir þetta enn eitt höggið fyrir lands-
byggðina og sýni að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum til að byggja upp
öflugar stofnanir á landsbyggðinni. Eigi þær að virka þurfi þær að þróast
og stækka sem sjálfstæðar einingar, sem hafi önnur og meiri verkefni en að
taka við skipunum að sunnan, en slíkar stofnanir séu auðveld bráð fyrir
embættismenn og pólitíkusa að leggja niður. (Þegar ólundin í garð lands-
byggðarinnar nær tökum á þeim.) Ákvörðun fiskistofustjóra sætir undrun.
Ekki síst í ljósi þess að í maí í fyrra fékk stöðin á Ísafirði nýtt hlutverk; tveir
sérfræðingar í fiskeldi ráðnir og ætlunin að þar færi fram öll fiskeldis-
starfssemi Fiskistofu. Þessi áform virðast nú fokin út í veður og vind.
Í ályktun um þetta mál hvetur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar ríkisstjórn
og Alþingi til að standa vörð um starfsstöðvar og störf sem stjórnvöld hafa
þegar ákveðið að byggja skuli upp á Vestfjörðum. Síðan segir.: ,,Einhverra
hluta vegna virðist fjara undan slíkum starfsstöðvum þegar frá líður, jafn-
vel óháð vilja stjórnvalda.“ Það var og, jafnvel óháð vilja stjórnvalda!
Hverra er þá valdið og viljinn! Undirsáta stjórnmálamanna og ráðherra?
,,Lokun starfsstöðvarinnar var alfarið mín ákvörðun og ráðherra kom þar
hvergi nærri.“ Sá sem svo digurbarkalega mælir er sjálfur fiskistofustjórinn.
Ráðherranum kom málið ekkert við, eða hvað? Hvers er rétturinn til að
halda um stjórnvölinn?
Þriðjungur strandlengju Íslands tilheyrir Vestfjörðum, þar sem megnið
af sjókvíaeldi mun verða samkvæmt lögum. Þrátt fyrir þessa staðreynd á
að hola fiskeldiseftirlitinu niður hjá Matvælastofnun á Selfossi!!! (Þetta
hlýtur að vera prentvilla! Sjókvíaeldið á Vestfjörðum, eftirlitið á Selfossi!?
Forseti Alþingi kveðst ekki hafa áhyggjur af málinu, þar sem það sé
hugur og vilji sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að starfsstöð Fiskistofu
Íslands á Ísafirði verði áfram starfrækt. Ekki skal efast um vilja og góða trú
forsetans og þingmannsins. Þau hræða hins vegar mörg fyrri tíða sporin,
þar sem vilji þingmanna reyndist duga skammt, er á reyndi. Hvað ráð-
herranum viðvíkur skal hins vegar spurt: Hverju sætir að einn af undirsátum
hans skuli óátalið komast upp með vinnubrögð, sem rústa ákvörðunum
fyrri tíma stjórnvalda um mikilvæga atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum?
Hversu lengi kemst kokkurinn upp með að taka völdin af karlinum í
brúnni?
s.h.