Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 6

Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Jóns Kristmannssonar Seljalandsvegi 36, Ísafirði Kristín Jónsdóttir Guðm. Stefán Maríasson Helga Birna Jónsdóttir Gunnar Bjarni Ólafsson Bryndís Jónsdóttir Guðjón Már Þorsteinsson Margrét Brynja Jónsdóttir Þórdís Jónsdóttir Höskuldur Bragason Afabörn og langafabörn Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Hulda Jónsdóttir Jóhanns Rósinkrans Símonarsonar skipstjóra Björn Jóhannsson Kristín Á. Bjarnadóttir María Björk Jóhannsdóttir Benedikt Jónasson Guðmundur Friðrik Jóhannsson Dagný Rósa Pétursdóttir Sigríður Erla Jóhannsdóttir Stefán Þ. Tómasson afabörn og langafabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heimahjúkrunar á Ísafirði og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Ísafirði, fyrir hlýju og góða umönnun Helga Þórdís Gunnarsdóttir Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið umhverfisvottun frá vottunarsamtökunum EarthCheck og eru því Vestfirðir í heild sinni vottað svæði. Með vottunarkerf- inu er samfélögum veittur rammi til þess að mæla frammistöðu sína og vinna að stöðugum úr- bótum. „Fjórðungssamband Vestfirð- inga hefur fyrir hönd sveitarfélag- anna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitarfélögin umhverfis- vottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck sem er einu samtökin í heiminum sem votta sveitarfé- lög. Gögnum var skilað í desem- ber 2013 vegna ársins 2012 og hafa nú borist upplýsingar um að vottunin sé komin og fengu sveit- arfélögin á Vestfjörðum brons vottun en þau voru vel yfir við- miðunarlínu í nær öllum þáttum sem kannaðir voru,“ segir Lína Björg Tryggvadóttir verkefna- stjóri byggðaþróunardeildar hjá FV en hún vinnur nú að því að taka skýrsluna saman þannig að hægt sé að kynna helstu niður- stöður hennar fyrir sveitarfélög- unum og almenningi og er áætlað að því verki verði lokið fljótlega í janúar. Vottunarsamtökin EC3 Global eru áströlsk samtök sem sjá um vottun samfélaga og ferðaþjón- ustuaðila og geta veitt þeim um- hverfismerki. Samtökin hafa um- sjón með EarthCheck vottunar- kerfinu, sem byggir á hugmynda- fræði Dagskrár 21 um ábyrga stjórnun og sjálfbæra. Í upphafi gekk vottunarkerfið undir nafn- inu Green Globe en fyrri hluta árs 2010 varð breyting á og kerfið tók upp merki EarthCheck. Earth Check umhverfismerkið er notað á ferðaþjónustufyrirtæki og ferða- áfangastaði sem vilja stuðla að sjálfbærri þróun. Merkið nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa samtökin vottað aðila í yfir 50 þjóðlöndum í öllum heims- álfum. Vestfirðir með Earth Check umhverfisvottun Dásamlegt fólk saman- komið á yndislegum stað Ástralinn Julian Thomas Turn- er dvaldi í Súðavík sumarið 2012 þar sem hann sótti um sjálfboða- liðastarf hjá Melrakkasetri Ís- lands. Hann er blaðamaður, ljós- myndari, listamaður og grafískur hönnuður og kom hann fyrst til landsins vegna Airwaves hátíðar- innar, til að sjá hljómsveitina Sig- ur Rós og segist hann lengi hafa verið aðdáandi íslenskrar tónlist- ar. „Þegar ég heyrði fyrstu plötu Sigur Rósar, Takk ... þá varð ég gríðarlegur aðdáandi strax. Þetta var svo frábrugðið öllu öðru sem ég var að hlusta á. Frumleikinn og andrúmsloftið sem tónlistin þeirra skapar heillaði mig alveg. Svo kom næsta plata þeirra út, Heima, og þá áttaði ég mig á því að þetta er staðurinn sem mig langar til að vera á,“ segir hann. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég kom hversu lands- lagið hér er engu öðru líkt heim- inum. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi borga og ég hef búið í borgum í Ameríku , auk Sydney, Ástralíu og London þar sem ég bý núna. Ég elska landslag og á Íslandi er nóg af því. Eftir þessa heimsókn mína á Airwaves hóf ég að plana að koma aftur og þá í lengri tíma. Ég keypti Lonely Planet leiðsögubók um Ísland, landakort og leitaði á netinu og skipulagði hvaða staði mig lang- aði til að heimsækja. Efst á listan- um varð Melrakkasetrið. Þótt ég hafi ekki vitað neitt um heim- skautarefinn þá heillaðist ég þeim skilaboðum sem setrið stendur fyrir. Greinin í LP um setrið kveikti sem sagt áhuga minn og Ester Rut sagði mér seinna að hún hafi verið skrifuð þegar setrið var ekki einu sinni tilbúið, það var enn í byggingu,“ segir hann. Ester Rut segir hann hafa unnið ýmis störf á setrinu. Gefið yrð- lingunum og létt starfsmönnum lífið. „Svo fór hann með mér í Hornvík og vaktaði eina refafjöl- skyldu í viku, tók myndir o.fl. Í september og október passaði hann svo setrið, rebbana og húsið mitt,“ segir hún. Julian tók upp nokkuð af efni, bæði ljósmyndir og myndbandsupptökur, á meðan dvöl hans stóð á Íslandi og hefur hann nú sett það saman og birt á You Tube undir yfirskriftinni „Takk fyrir, Ísland.“ „Súðavík er frábær og Vest- firðir eru ótrúlegir. Ég var ekki alveg viss við hverju ég mætti búast þegar ég kem í setrið en um leið og ég kom var tekið hlýlega á móti mér og mér leið strax vel. Ég var kynntur fyrir öðrum sjálfboðaliðum strax og samræður bara einhvern veginn flæddu áreynslulaust. Setrið virð- ist draga að sér ótrúlega áhuga- verðan hóp af fólki. Allir svo opnir og geta haft gaman en jafn- framt slakað á. Allir hafa líka einhverjar sögur að segja. T.d. var bankareikningurinn minn frosinn þegar ég var þarna af því að einhver hafði reynt að stela af mér peningum, sem leiddi til þess að ég varð að vera þarna miklu lengur en ég ætlaði. En það voru svo margir sem voru tilbúnir að hjálpa mér og um mig var vel hugsað. Dásamlegt, dásamlegt fólk þarna samankomið á yndis- legum stað,“ segir hann. Þar sem að dvöl hans lengdist í annan endann gafst honum tæki- færi til að sjá norðurljós um haust- ið. „Það var algjörlega magnað og auðveldlega uppáhalds nátt- úruundrið sem ég hef orðið vitni að. Ég var svo heppin líka að ná góðum myndum af þeim. Það er ekkert sem kemst nálægt því að vaka langt fram á nætur til að ná þeim, biðin var vel þess virði. Á Íslandi er svo mikil fegurð, og ekki síður, fallegt fólk. Ég elska matinn og menninguna. Reykja- vík er líka frábært staður fyrir ferðamenn eins og mig, sem ferð- ast einir, ráfa um borgina dag eða nótt. Mig langaði ekki til að fara. Mig langaði bara til að vera. Ég er líka stöðugt að hugsa um hvenær næsta tækifæri gefst til að koma aftur. Ég eignaðist fjöl- skyldu þarna svo ég þarf að fara að kíkja í heimsókn,“ segir hann og bætir svo við: „Ég er ástfang- inn af Íslandi.“ – harpa@bb.is Julian Thomas Turner.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.