Bæjarins besta - 23.01.2014, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 19
Lausn á síðustu krossgátu
Sudoku þrautir
Þjónustuauglýsingar
Fyrsta barn ársins 2014 á Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða á
Ísafirði kom í heiminn mánudag-
inn 6. janúar. Um var að ræða
dreng sem vó 4210 grömm við
fæðingu, eða rúmar tæpar 17
merkur og mældist 56 sentimetr-
ar.
Foreldrar nýársbarnsins heita
Ástrún Þórðardóttir og Erling Þór
Kristjánsson. Að sögn Sigrúnar
Rósu Vilhjálmsdóttur ljósmóður
heilsast móður og barni vel. Bæj-
arins besta óskar þessum nýju
foreldrum til hamingju með erf-
ingjann.
Nýársbarn
komið í heiminn
Tangagatan á Ísafirði verður
hellulögð í sumar frá Skipagötu
að Þvergötu og einnig Þvergata
frá Tangagötu að Smiðjugötu.
Meðal annarra framkvæmda á
fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar
má nefna framkvæmdir á skóla-
lóðum grunnskóla Ísafjarðar og
Suðureyrar. Heitir pottar verða
settir upp við sundlaug Flateyrar
og framkvæmt verður í Svarta
pakkhúsinu á Flateyri og Salt-
húsinu á Þingeyri.
Á fjárhagsáætlun er einnig gert
ráð fyrir kostnaði við hönnunar-
vinnu á framkvæmdum næsta árs,
til dæmist við gatnaframkvæmdir
á Hlíðarvegi og á Flateyri. Á
dagskrá eru einnig hafnarfram-
kvæmdir á Suðureyri en þær
verða gerðar í samvinnu við Sigl-
ingastofnun.
Hellulögn gömlu gatnanna á
Ísafirði hófst síðasta sumar er
Smiðjugata var hellulögð og
þykir gatan nú mikil bæjarprýði.
Tangagata hellu-
lögð að hluta til
Bókanir skemmtiferðaskipta
til Ísafjarðar ganga mjög vel en
48 skip hafa nú þegar boðað
komu sína í sumar. Á síðasta ári
komu 37 skip til Ísafjarðar og
fjölgaði þeim um fimm frá árinu
á undan og því er óhætt að segja
að mikill og stöðugur vöxtur sé í
skipakomum.
Guðmundur M. Kristjánsson,
hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir
að enn geti skip bæst við en einnig
hafi það gerst skip séu afbókuð
með skömmum fyrirvara, þetta
sé því tæplega endanleg tala. Þá
eru forbókanir fyrir árið 2015
hafnar og segir Guðmundur þær
líta vel út miðað við árstíma.
Stefnir í met-
fjölda skipa