Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Side 21
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is AðAlnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftArsími: 512 7080, AuglýsingAr: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar. Það er ekki í þeirra verkahring að ákveða hvaða trú börn aðhyllast. Sælast í sálir barna Leiðari Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki,“ segir á einum stað í Markúsarguðspjalli Biblíunnar. Og í sjálfu sér er engin ástæða til að amast við því. Öllu verra er þó hvernig starfsmenn Þjóðkirkjunnar ganga nú víða fram gagn- vart börnum. Prestar hafa hin síðari ár sótt mjög í að mæta í leikskóla og grunnskóla til að boða börnum guðs orð. Á stöðum sem ættu að vera lausir við pólitíska og trúarlega innrætingu vaða þeir nú uppi, gangandi jafn vel þvert gegn vilja foreldra sem hafa annaðhvort valið að ala börn sín upp í annarri trú en þeirri sem Þjóðkirkjan boðar eða engri trú. Í öðrum tilfell- um hafa skólar farið með börnin í kirkju með svipuðum hætti. Eins og DV hefur fjallað um í þessari viku hafa prestar staðið fyrir reglulegum bænastundum í sumum grunnskólum; þar hafa prestar stýrt trúariðkun innan skólanna og á skólatíma. Arnold Björnsson lýsti því líka hvernig prestar hefðu kennt syni hans að biðja í leikskóla og skóla, og það þó bæði Arnold og kona hans séu trúlaus og hafi ekki haft í hyggju að innræta syni sínum trú, hvorki kristna né aðra. Við höfum ótal dæmi þess að skóli og kirkja brjóti gegn ákvæð- um mannréttindasáttmála Evrópu sem kveð- ur á um að menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir foreldra. Samt er það svo að þegar fólk stendur upp og and- mælir þessum brotum er það útmálað sem skrýtið fólk eða öfgamenn. Og einhverra hluta vegna skilja menn það ekki að for- eldrar vilji eitthvað hafa um trúarlegt upp- eldi barna sinna að segja. „Það eru margir sem líta á okkur sem rosalega áróðursmenn, stórhættulega gaura sem hafa eitthvað illt fyrir börnum,“ sagði séra Valgeir Ástráðsson. Valgeir er ágætur maður, hann fermdi mig meira að segja. En samt verður hann, aðrir kirkjunnar menn og það skólafólk sem stendur fyrir trú- arlegum uppákomum í skólum að gera sér grein fyrir einu. Það er ekki í þeirra verkahring að ákveða hvaða trú börn aðhyllast. Það er ekki í þeirra verkahring að taka fram fyrir hendurnar á trúlausum foreldrum og kenna börnum þeirra að biðja til guðs kristinna manna. Eða að láta börn fólks sem aðhyllist önnur trúarbrögð biðja til ókunnugs guðs. Því þótt það eigi að hleypa börnum til Jesú, ef þau eða foreldrar þeirra vilja, er ekki þar með sagt að það eigi að hleypa trúboðum að þeim hvar og hvenær sem þeir ná til barnanna. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um þau tilmæli Geirs H. Haarde til fólks að spara bensín? „er endalaust hægt að láta okkur spara? mér finnst þetta vera algjör firra að halda að það sé endalaust hægt að spara.“ Jónína Sigmundsdóttir, 40 ára starfsmaður Háskóla Íslands „ekki neitt, það er dýrt að lifa í dag, þó að ég keyri ekki bíl finnst mér að það eigi að lækka bensínverðið.“ Björgvin Kristmarsson, 45 ára starfsmaður Reykjavíkurborgar „mér finnst það bara heimskulegt, þeir eiga að spara bensín eins og við.“ Guðrún Árnadóttir, 56 ára eftirlaunaþegi „Hann ætti að fara á undan með góðu fordæmi.“ Jóna Sigrún Hjartardóttir, 40 ára hjúkrunarfræðingur sanDkorn n Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur við- urkennt að hafa látið takmarka aðgang fjöl- miðla að vettvangi ísbjarnar- drápsins hins síðara. Tilgangur Þórunnar var að koma í veg fyrir að ljósmyndir yrðu teknar sem gætu skaðað ímynd lands- ins. Blaðamannafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem ritskoðun ráðherrans er hörmuð. Ritskoðunartilburðir Þórunnar minna á ríkisstjórn George W. Bush, sem bannaði myndatökur af kistum látinna hermanna til að koma í veg fyrir að vígamóður þjóðarinn- ar minnkaði. n Fréttaveitan Dow Jones hef- ur eftir Geir H. Haarde forsæt- isráðherra að Íslend- ingar gætu jafnvel tekið upp Banda- ríkjadal frekar en evru. Geir segist þó helst vilja halda í krónuna, því það sé sveigjanlegra að hafa eigin gjaldmiðil. Það þekkir almenningur á Íslandi. Verð- lag hérlendis hefur sveigst og teygst og bólgnað. Eigin gjald- miðli fylgir 14% verðbólga, meðan verðbólga í Evrópu- sambandinu er 5% og þykir há. n Vertíð er í reiðhjólaverslun- um í kjölfar hækkandi bensín- verðs og er talað um góðæri í þeim geira. Fleiri græða á tá og fingri á kreppunni. Þannig hef- ur Gunnar Hansson leikari selt vespur villt og galið. Að auki virðist Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hafa notað kreppuna sem útskýr- ingu á yfirvofandi heimsenda. Ljóst er að sífellt fleiri ákalla æðri mátt við að skoða stöð- una á bankareikningnum. n Jónas Kristjánsson er heldur óhress með fréttaflutning DV af þátttöku Sigga Hall á Rammy´s- hátíðinni sem hald- in verður í Washington um helgina. Hann segir blaðamann sendisvein spunans fyrir að hafa eftir Sigga að hátíðin sé eins konar óskarsverðlaunahátíð mat- reiðslumeistara. Jónas fullyrðir að hátíðin sé allsendis óþekkt í Washington og því til stuðnings bendir hann á að ekki hafi ver- ið minnst á hana í Washington Post. Ef Jónas hefði hins vegar lesið sér betur til hefði hann fljótt komist að raun um að Washingt- on Post er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar. DV Umræða fimmtudAgur 26. júní 2008 21 Fallvaltleiki Þjóðernissinnaðir og stjórnlynd- ir menn innan Sjálfstæðisflokksins vilja halda krónunni vegna þess að þeir eru forsjárhyggjumenn og telja að fikt með krónuna jafngildi sveigj- anlegri hagstjórn. Þeir vilja eiga þess kost að lækka kaup almennings með gengisfellingum. Þeim væri nær að kanna hvort ekki sé samband á milli járnagans sem fylgir aðild að stóru myntsvæði og bættrar samkeppnis- hæfni fyrirtækja eins og raunin hef- ur orðið á til dæmis í Finnlandi. Með aðild að stóru myntsvæði hefði ís- lenskur almenningur enga ástæðu til þess að ætla að bankarnir fiktuðu með gengi krónunnar sjálfum sér til hagsbóta en á kostnað almennings. Vel á minnst. Finnar gengu í Evr- ópusambandið 1. janúar árið 1995. Árinu áður höfðu 57 prósent finnsk- ra kjósenda greitt atkvæði með aðild- inni í leiðbeinandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Árið 1999 öðluðust Finnar að- ild að sameiginlegu myntsvæði ESB og eru enn eina Norðurlandaþjóðin sem hefur tekið upp evru. Finnar gengu í Evrópusamband- ið í lok verstu efnahagslægðar sem þeir höfðu upplifað. Í fyrstu töldu menn að kreppuna í Finnlandi hefði að mestu mátt rekja til þess að Sovét- ríkin liðuðust í sundur og mikilvæg- ir markaðir eyðilögðust. Nú viður- kenna sérfróðir að kreppuna hafi að verulegu leyti mátt rekja til óstjórnar í efnahags- og peningamálum. Dýfan mikla Íslendingar mega nú reyna á eig- in skinni einhverja hörðustu dýfu efnahagslífsins sem um getur með tilheyrandi verðbólgu og kaupmátt- arrýrnun. Margir reyna að benda hagfræðingnum á forsætisráðherra- stóli að bróðurpartur vandans sé heimatilbúinn og afleiðing alvar- legra mistaka við stjórn peninga- mála. Við þessu bregst hann með því að lofa krónuna meðal fjárfesta á fundi í London. Kostir krónunnar séu meiri en ókostirnir. Einn þessara kosta á víst að vera sá að með fljótandi íslenskri krónu sé hagkerfið fljótara að leiðrétta sig og síður komi til fjöldauppsagna og atvinnuleysis. Á það hefur hins vegar verið bent að fljótandi króna ásamt svimandi háum stýrivöxtum hafi komið okkur í vandann. Og ekki er að sjá að 40 prósenta gengisfelling krónunnar frá áramótum verði til þess að draga úr fjöldauppsögnum og atvinnuleysi. 25. mars árið 1992, meðan Finn- ar reyndu að fóta sig í kreppunni, skrifaði Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, eftirfarandi í Morgunblaðið: „Full ástæða er fyr- ir okkur Íslendinga að fylgjast náið með því, hvernig Finnar hafa staðið að því að móta stefnu sína og taka ákvarðanir um þátttöku í EB (ESB). Þótt aðstæður okkar og Finna séu ekki hinar sömu, er margt líkt með hagsmunum þjóðanna, þegar litið er til Evrópusamstarfsins.“ Einnig segir í lok greinar Björns dómsmálaráðherra: „Vaxtarbroddur- inn er hins vegar í Evrópusamband- inu og samvinnan innan EB (ESB) á eftir að hafa mótandi áhrif á þró- un norræns samstarfs. Að þessum breytingum og afleiðingum þeirra þurfum við Íslendingar að huga ekki síður en aðrir.“ Sá Björn Bjarnason, sem þetta skrifaði, er nú í hópi afturhaldsafl- anna sem vilja skjóta öllum ákvörð- unum um Evrópumálin á frest þrátt fyrir yfirlýsingar um vegvísa til Evr- ópusambandsins og niðurstöðu skýrslu sem nefnd undir hans for- sæti skilaði í fyrra um Evrópumálin. Þar gekk ekki hnífurinn á milli þjóð- ernisaflanna í sameiginlegu séráliti Sjálfstæðisflokksins og VG. Í besta heimi ... Undir þessu situr Samfylkingin í meðbyr skoðanakannana sem virð- ast sýna að flokkurinn hirði fylgi af áðurgreindum flokkum, líklegast fyr- ir afstöðu sína til Evrópumálanna. Undir þessu situr Samfylkingin sem Davíð Oddsson kallaði „tiltölu- lega léttvægt dótturfélag auðhrings“ í setningarræðu landsfundar Sjálf- stæðisflokksins 2005. Reyndar gum- aði Davíð, maðurinn sem bar ríka ábyrgð á efnahagsstjórn og nú pen- ingamálastjórn þjóðarinnar, af af- rekum sínum í þessari sömu ræðu: „Á alþjóðavettvangi nýtur Ísland nú hæstu einkunnar þegar metið er lánstraust ríkja. Við erum þar í flokki með Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hvers vegna skyldi þetta vera? Skýr- ingin er einföld. Íslenskt efnahagslíf þykir öflugt og traust ...“ Já, vel á minnst: Davíð var nýbú- inn að skipa sig seðlabankastjóra þegar hann lét þessi orð falla. JóHann HauKSSon útvarpsmaður skrifar „Þeir vilja eiga þess kost að lækka kaup al- mennings með gengisfellingum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.