Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Side 30
fimmtudagur 26. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Blaðamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson og Júlía Alexand- ersdóttir eignuðust lítinn dreng í gær. Móð- ur og barni heilsast vel en Júlía gekk nærri tvær vikur fram yfir tímann. Freyr og Júlía vinna bæði á Frétta- blaðinu og er þessi drengur svo sannarlega með fjölmiðlagen í blóðinu. n Klipping á gamanþáttaserí- unni Dagvaktinni virðist ganga vel þrátt fyrir að aðalklippari Ragnars Bragasonar, Sverr- ir Kristj- ánsson, hafi eignast dóttur á dögunum. Sverrir hef- ur unnið náið með Ragnari í gegn- um árin og hefur getið sér gott orð í bransanum. Hann er líka bróðir Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu. Hamingja umlykur systkinin þessa dagana. Sverrir orðinn pabbi og Ilmur ástfangin en í nýjasta tímariti Séð og heyrt má lesa allt um nýja kærastann. n Umdeilt myndband Sigur Rósar við lagið Gobbledigook vakti heldur betur athygli á dög- unum en í myndbandinu var mikið um bera bossa og nakið fólk hlaupandi um í náttúrunni. Eins og kunnugt er var mynd- bandið meðal annars bannað á YouTube-síðunni. Nú hefur hljómsveitin birt skemmtilegar myndir frá gerð myndbands- ins inni á Myspace-síðu sinni en þar má sjá leikara í mynd- bandinu hlýja sér í sloppum á milli þess sem þeir hoppa um naktir á trampólíni. Hver er maðurinn? „Sara í Íshestum í Hafnarfirði. Ég sé um hrossin þar.“ Hvað drífur þig áfram? „Hvað það er gaman að vera til.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Öll útivera er frábær.“ Hvernig tónlist hlustar þú á? „Bara á alls konar tónlist, fönk, djass, rokk og margt fleira.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Glaðlyndi og kátína.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst barn? „Ég ætlaði að verða dýralæknir.“ Hefur þú stundað hesta- mennsku lengi? „Já, mjög lengi.“ Hefur þú dottið af baki? „Já, mjög oft, hef meira að segja slasast.“ Hvað átt þú marga hesta? „Mér finnst ég eiga öll hrossin uppi í Íshestum, en ég á þau í rauninni ekki. Ég á samt tvo íslenska hunda.“ Hefur þú keppt á hestum? „Nei. Það kemur í ljós í framtíðinni hvort það verður einhvern tímann.“ Hvað er skemmtilegast við það að vinna á hestaleigu? „Það er svo margt. Að vera með hrossunum, hvað starfsfólkið er skemmtilegt, hvað það er góður mórall hjá okkur og svo að tala við útlendingana.“ Hvernig var að fara á hesti í vinnuna? „Það var æðisleg tilfinning, rosalega skemmtilegt. Ég kom hress og kát í vinnuna, laus við allt bensín.“ Hefur þú járnað hesta? „Nei, ekki beint, en ég hjálpa til við járningar.“ Uppáhaldsstaður á Íslandi? „Heima hjá pabba á Kríunesi.“ Hvað er fram undan? „Það er svo margt. Halda áfram í hestunum og skrifa meira, ég skrifa ævintýrabækur.“ Hver er draumurinn? „Að ferðast út um allan heiminn. Það væri toppurinn að prófa hross í sem flestum löndum. Ég fór á bak í Mongólíu og Kína, það var mjög sérstakt. Þeir eru með allt öðruvísi hnakka sem eru úr tré, svo eru þeir líka með heimatilbúin beisli.“ MAÐUR DAGSINS Skrifar og mótmæl- ir háu benSínverði Sigurveig Sara Björnsdóttir mótmælir háu bensínverði með því að fara ríðandi til og frá vinnu. uppátækið hefur vakið þó nokkra athygli en hún er starfsmaður íshesta í Hafnarfirði. Sigur- veig Sara hefur mikinn áhuga á útiveru og skrifar ævintýrabækur í frístundum. BókStAfleGA „Auður heimsins safnast til þess land- svæðis sem aldin- garðurinn var í upphafi. Þetta held ég að sé guðleg ábending til allra um að gæta sín og gera sig klára.“ n gunnar Þorsteinsson, forstöðumað- ur Krossins, um þær miklu bensín- hækkanir sem landsmenn verða áþreifanlega varir við. – dV „Það er ekki eins og maður geti æft sig. Hvað á ég að gera? Stinga hausnum ofan í baðkar og setja hátalara ofan í? Ég held ekki.“ n andri freyr Viðarsson, útvarpsmað- ur með meiru, en hann er einn þeirra sem troða upp á tónleikum sem fara fram á kafi í vatni á Hróarskeldu í næstu viku. - Vísir. „Þeir sögðust ekki geta samþykkt ljósrit af vegabréfinu hennar því myndin væri allt of svört. En hvernig er það, vildu þeir fá hvíta mynd af svartri konu?“ n jón Halldórsson giftist konu frá Haítí um síðustu áramót. illa hefur gengið að fá konuna til landsins og jón er ósáttur við viðmót útlend- ingastofnunar í máli sínu. - dV „Myndin blekkir svolít- ið. Við mynduð- um mann á nákvæm- lega sama stað og skeyttum saman mynd- um. Svo það sést að þetta er ekkert óvenjulega stór skepna á myndinni.“ n Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á Sauðárkróki, um myndina sem ferðamenn tóku af meintu bjarndýri við Bjarnafell á Skaga. - mbl. „Þetta er allt í lagi, ég er búin að fá að borða núna.“ n jónína Benediktsdóttir gleymdi andabringum í flugvél þegar hún lenti á íslandi eftir detox- föstu í Póllandi. Þegar hún fór og leitaði þeirra voru bringurnar komnar í vörslu tollgæslunnar og neyddist jónína til að greiða sekt vegna „innflutningsins“. - Vísir „Búningurinn og atrið- ið er algjört leyndarmál. Það tekur okkur næstum því hálft ár að spá í þema og hugmyndir og útvega efni til að sauma búninga og gera at- riðið flott.“ n guðbergur garðarsson, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, um gay Pride- atriðið þeirra Pacasar í ár. – Séð og heyrt Útgáfutónleikar Kira Kira í kvöld: Raftónlist og rabarbari í Iðnó „Þetta verður mjög hlýtt og gott, vinalegt en þó hressandi. Það er svo mikill gáski í fólkinu sem spilar með mér í kvöld að það getur ekki ann- að en smitað út frá sér,“ segir Krist- ín Björk Kristjánsdóttir sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Kira Kira. Í dag kemur út platan Our Map to the Monster Olympics og í kvöld verða útgáfutónleikar í Iðnó sem hefjast klukkan 22.00. Húsið verður opnað klukkan níu því á undan tón- leikunum verður boðið upp á rabar- barasnafs. „Snafsinn er heimatilbú- inn, eins og tónlistin, ég hvet alla til að koma og skála fyrir tónleikana,“ segir Kristín sem lofar huggulegheit- um. Í ágúst heldur Kira Kira tónleika á tónlistarhátíðum í Noregi og Sví- þjóð. Í október er svo komið að tón- leikahaldi í Kína og Japan. Á nýju plötunni leikur fjöldi hljóðfæraleik- ara sem saman skapa þéttan hljóm rafhljóða í bland við myndrænar lagasmíðar. Þar má greina klukku- spil, spiladósir, lúðra, hljómborð, trommur og fleiri hljóðfæri. Our Map to the Monster Olymp- ics er önnur plata Kira Kira því árið 2006 kom út platan Skotta. Kristín er á samningi við útgáfufyrirtækið After Hours sem gefur plötuna út í Japan en fyrirtækið hefur líka gefið út efni eftir Benna Hemm Hemm og múm: „Japanir eru sjúkir í þetta dót, þeir eru virkilega hrifnir af tón- listinni,“ segir Kristín en hún hefur komið fram sem Kira Kira frá árinu 1999 þegar rafspunahljómsveitin Big Band Brútal sem hún spilaði með hætti störfum. Kristín Björk er tónlistarkonan Kira Kira. dV mynd Ásgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.