Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 2
miðvikudagur 9. júlí 20082 Fréttir DV Bensínverð lækkar Stóru bensínstöðvarnar lækkuðu allar verð á eldsneyti í gær. Skeljungur og Olís lækk- uðu verð á bensínlítranum um 2,50 krónur en dísillítr- anum um 1,50 krónur. Kostar bensínlítrinn nú 174,90 krón- ur í sjálfsafgreiðslu en dísil- lítrinn 192,30 krónur. Lækkun N1 var öllu minni, eða 1,50 króna á bensínlítrann og ein króna á dísillítrann. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað og krónan styrkst undanfarna daga og voru því margir orðnir langeygir eftir bensínlækkunum hér á landi. Lækkar hægar en það hækkaði „Við erum í þeirri stöðu, líkt og allir aðrir sem reka heimili eða fyrirtæki, að vaxtakostn- aður hefur margfaldast,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri N1. Hann segir því líklegt að bensínið muni lækka hægar en það hækkaði. „Þetta tekur alls staðar í. Það er sama hvort maður er heima hjá sér með gíróseðil eða hér í fyrirtækinu, hér eru bara stærri tölur,“ segir Magnús. Magnús hefur einnig áhyggj- ur af spennu milli Bandaríkja- manna og Írana þessa dagana, því óheillaspor stigin þar geta haft mjög neikvæð áhrif á bens- ínverð hér á landi. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ber Sæma rokk vel söguna: Oft er gott sem gamlir kveða „Hann er vel gerður karlinn og kann á þessu tökin. Ef menn kunna réttu handtökin er hægt að taka nið- ur mjög öfluga menn.“ Þetta segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um gamlan starfsfélaga, Sæmund Pálsson, betur þekktan sem Sæma rokk. Eins og DV sagði frá í gær gerði Sæmi sér lítið fyrir um helgina og yf- irbugaði trítilóðan hnífamann sem hafði ráðist inn á heimili hans. Sæ- mundur verður 72 ára í lok mánaðar- ins en maðurinn sem hann yfirbugaði var árið 2000 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás og árás á lögreglumenn. Sæmundur, sem vann lengi sem lögreglumaður, sagði að ekki hefði komið annað til greina enda hefði maðurinn verið í annarlegu ástandi. Sæmundur vann lengi sem lögreglu- maður og var meðal annars und- ir stjórn Geirs Jóns á Seltjarnarnesi. „Hann var alltaf til fyrirmyndar og kunni vel til verka. Hann var mjög öflugur og í góðu formi. Hann talaði menn til í ýmsum aðstæðum og það þekktu hann allir,“ segir Geir Jón sem er í sumarfríi í Vestmannaeyjum. Hann hlær þegar hann er spurð- ur hvort til greina komi að ráða Sæma til sérverkefna á vegum lögreglunn- ar. „Hann myndi örugglega nýtast í ákveðnum kringumstæðum. Það er oft gott að hafa reynslumikla menn til taks við ýmsar aðstæður,“ segir Geir en bendir þó á að af því verði líklega ekki þar sem Sæmi er kominn á aldur. „Oft er gott sem gamlir kveða,“ bætir Geir Jón við að lokum. baldur@dv.is Sæmundur Pálsson Yfirbugaði vopnaðan glæpamann. Geir Jón Þórisson Segir Sæma hafa verið fyrirmyndarlögregluþjón. Tveir teknir fyrir lyfjaakstur Tveir menn voru teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Akranesi hafði af- skipti af þeim og var fyrri maðurinn stöðvaður klukkan hálf átta og sá seinni hálf tvö. Báðir mennirnir voru send- ir í blóðprufu og svo skýrslutökur. Beðið er nú niðurstaðna blóðrannsókna og eru mennirnir frjálsir ferða sinna þangað til. Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar í Grindavík er sprunginn. Jóna Kristín Þorvalds- dóttir, forseti bæjarstjórnar og odd- viti Samfylkingarinnar í Grindavík, lýsti því yfir í gær við Sjálfstæðisfé- lagið í Grindavík að hún hygðist slíta meirihlutasamstarfinu. Jóna Kristín og aðrir samfylkingarmenn í Grinda- vík hófu nýjar meirihlutaviðræður við bæjarfulltrúa Framsóknarflokks- ins í gærkvöldi. Kjörnir bæjarfulltrúar í Grinda- vík eru sjö talsins. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur hafa allir tvo bæjarfulltrúa og Frjáls- lyndi flokkurinn einn. Landakaup orsök slitanna Jóna Kristín segir að mjög hafi skort á upplýsingaflæði og samráð á milli flokkanna í veigamiklum mál- um á þessu kjörtímabili. „Allt frá þessum landakaupum í byrjun kjör- tímabilsins hafa verið að koma upp stór og smá mál sem lýsa ákveðnum vinnubrögðum. Það er komið nóg að okkar mati og við höfum reynt til þrautar að halda þessu meirihluta- samstarfi áfram,“ segir hún Jóna Kristín vísar þar til deilumáls sem kom upp í upphafi kjörtíma- bilsins þegar Bláa lónið keypti stórt landsvæði í landi Járngerðarstaða og Hópstorfu af landeigendafélaginu þar sem Grindavíkurbær var meðal eigenda. Það mál var meðhöndlað án vitundar bæjarstjórnarmanna í Grindavík. Oddviti sjálfstæðismanna hafi vitað um stöðu mála, en aðr- ir bæjarfulltrúar hafi ekki vitað um það fyrr en undir lokin. Bláa lónið seldi svo Hitaveitu Suðurnesja ný- lega umrætt landsvæði, en Hitaveit- an er stærsti hluthafinn í Bláa lón- inu. „Upphafið er landakaupamálið í byrjun kjörtímabilsins og það sem nú fyllir mælinn er mál af sama meiði þar sem gengið er framhjá sveitarfé- laginu. Eitt skipti er nóg, annað er of mikið,“ segir Jóna Kristín. Furðulegt að frétta um málið í DV Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, varð undrandi þegar blaðamaður leit- aði viðbragða hjá honum við því að meirihlutinn væri sprunginn. „Ég er bara mjög hissa og þú ert þá að segja mér fréttir,“ segir hann. Sigmar seg- ir að hann hygðist sjálfur reyna að ræða við framsóknarmenn í Grinda- vík. „Að sjálfsögðu reyni ég að mynda nýjan meirihluta með Framsóknar- flokknum. Það svarar hins vegar eng- inn í símann hjá þeim.“ Hann vísar því að samskiptaleysi hafi verið í meirihlutanum á bug og segir: „Það að ég skuli fá það staðfest af blaðamanni að það hafi orðið slit á meirihlutasamstarfi, finnst mér ansi slakt. Ég vísa þessum samskiptaörð- ugleikum af okkar hálfu þannig til föðurhúsanna.“ Sigmar segir jafnframt að það sé ekki á hans könnu að tilkynna bæj- arstjórn um innbyrðisviðskipti fyrir- tækja sem eiga sér stað í Grindavík. „Það er langeðlilegast að þeir aðilar sem eiga með viðskiptin tilkynni þau til annarra hluthafa í landareign- inni.“ VaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „að sjálfsögðu reyni ég að mynda nýjan meiri- hluta með Framsóknar- flokknum. Það svarar hins vegar enginn í sím- ann hjá þeim.“ SAMFYLKINGIN SpArKAr SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Oddviti Samfylkingar sleit meirihlutasamstarfinu í gær. Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Grindavík er sprung- inn. Samfylkingin fundaði í gærkvöldi með framsóknarmönnum um myndun nýs meirihluta. Sigmar Eðvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, frétti af meirihlutaslit- unum í samtali við blaðamann DV og undraðist mjög. „Eitt skipti er nóg, annað er of mikið,“ segir oddviti Samfylkingar um trúnaðarbrest. Grindavík Samfylking ræddi nýtt meirihluta- samstarf við Framsóknar- flokkinn í gærkvöldi. Kviknaði í bíl þriggja presta Þrír pólskir prestar og tveir samferðamenn þeirra lentu í hættu þegar ökumaður bíls þeirra sofnaði undir stýri um fjögurleytið í gær. Skipti þá engu að bíllinn lenti utan veg- ar nálægt bænum Sveinsdal í Vatnsdal. Mennirnir kom- ust þó að mestu ómeiddir frá veltunni og hugðust sækja far- angur sinn í bílinn en urðu frá að hverfa þegar eldur kvikn- aði í bílnum. Að sögn lögreglumanns á vakt virðist sem steinn hafi skollið á vélinni og það ásamt hitanum varð til þess að eld- urinn blossaði upp. Mennirnir fimm voru allir sendir á Heilbrigðisstofnun- ina á Blönduósi til skoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.