Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 29
 DV Fólkið miðvikudagur 9. júlí 2008 29 GullfalleG Eric Brevig, leikstjóri kvikmyndarinnar Jo- urney to the Center of the Earth, hrósar íslensku leikkonunni Anítu Briem hástöfum í nýlegu við- tali við vefsíðuna Comingsoon.net. „Það var frábært að finna hana. Ég talaði við fullt af leikkonum, sem er það besta við þetta starf. Leikkonan þurfti að vera íslensk og með hreim. Ég var áhyggjufullur yfir að ég þyrfti að eyða miklum tíma með talþjálfara ef ég hefði val- ið bandaríska leikkonu,“ útskýrir Brevig. „Þegar Aníta kom til mín vissi ég að vandamálið væri afgreitt. Hún las fyrir mig handritið nokkrum sinnum. Hún er frábær leikkona, lærð í London. Hún er ótrúlega nett, gullfalleg, tekur sig vel út fyrir framan myndavélina og best af öllu, hún og Brendan Fraser passa vel saman,“ segir leikstjór- inn enn fremur. Leikstjórinn hætti ekki þar „Það að hún er ekki þekkt er það besta við Anítu. Þig langar að trúa henni og mér finnst hún hafa svo mikið for- skot á aðrar þekktari leikkonur þar sem hún hef- ur mestmegnis unnið á Íslandi. Hún er ferskt andlit í þessum bransa. Það þurfti mikla sann- færingu af minni hálfu að fá að ráða hana í hlut- verkið, en það tókst á endanum,“ segir Bevig. „Á hverri einustu prufusýningu talaði fólk um hvað það elskaði hana. Þegar það var spurt „Hver var uppáhaldskarakterinn þinn?“ svöruðu allar stelpurnar „Hannah“. Strákarnir svöruðu líka all- ir á sama hátt.“ hanna@dv.is AnítA Briem: 730-klíkan á netið Sjónvarpsstjarnan Helgi Seljan opnaði síðu á Facebook nýlega sem tileinkuð er Reyðarfirði. Helgi Seljan, eins og flestir vita, er ættaður að austan og þykir gjarnan stoltur af uppruna sín- um. Síðan heitir Reyðarfjörð- ur AKA Búðareyri 730 og hefur Helgi verið duglegur að sanka að sér vinum, en þeir eru orðnir þrjátíu og fjórir talsins í dag. Á síðunni má meðal annars finna Baldur Beck íþróttablaðamann og Einar Ágúst Víðisson söngv- ara. Andri Freyr Viðarsson út- varpsmaður er þó hvergi sjáan- legur á síðunni. Kappinn virðist ekki vera komin með Facebook – annars væri hann örugglega þarna fremstur meðal jafningja.. Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku upp lag saman í fyrsta skipti í 12 ár: náttúra frá nýdanskri kayne hrósar íslend- inGi Það vita allir að Kayne West finnst mjög skemmtilegt að blogga. Kayne er eins og versti Íslendingur þegar kemur að blogginu hans. Hann tuð- ar og kvartar yfir öllu. Kayne má þó eiga eitt. Hann er smekkmaður og hefur gaman af fallegum hlutum. Á blogginu tekur hann fram sérstak- an áhuga á Gísla Ara Hafsteinssyni, hárgreiðslumanni og förðunar- meistara. Það er greinilegt að Gísli Ari mun fá mikla athygli á næstunni þar sem blogg Kaynes West er víða lesið og ótrúlega vinsælt. Eric Bevig, leikstjóri myndarinnar Journey to the Center of the Earth, fer fögrum orðum um íslensku leikkonuna. oG uppáhald allra Hljómsveitin Nýdönsk tók upp nýtt lag í vikunni en það kallast Náttúra. Þar syngja þeir Daníel Ágúst og Björn Jörundur saman en þetta er í fyrsta skipti í ein 12 ár sem þeir taka upp lag saman. Það er Björn Jörundur sem semur lag- ið sem er komið í fulla spilun en það fjallar um náttúru mannsins og nauðsyn þess að virkja hana við sem flestar aðstæður. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyr- ir aðdáendur sveitarinnar sem höfðu eflaust flestir verið löngu búnir að gefa það upp á bát- inn að félagarnir myndu taka upp nýtt lag aftur. Daníel Ágúst gekk hins vegar aftur til liðs við sveitina í tilefni af 20 ára starfs- afmæli hennar og hafa fimm- menningarnir verið önnum kafnir undanfarið við að semja efni á væntanlega plötu. Upp- tökur á henni hefjast í septemb- er þótt lagið Náttúra sé forskot á sæluna. Hljómsveitin verður á ferðinni um verslunarmannahelgina en þá mun hún spila á Einni með öllu á Akureyri, Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum og loks á Neista- flugi í Neskaupstað. asgeir@dv.is Fullkomin í hlutverkið Eric Brevig, leikstjóri myndarinnar, segir karakter anítu hafa ver ið uppáhald allra í myndinni. Aníta Briem leikstjóri myndarinnar journey to the Center of the Earth féll kylliflatur fyrir hæfileikum og fegurð anítu Briem. Björn Jörundur Samdi lagið Náttúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.