Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 27
DV Sviðsljós miðvikudagur 9. júlí 2008 27 Spjallþáttaprinsessan Ellen DeGeneres og unnusta hennar Portia de Rossi njóta nú lífsins á Ítalíu. Parið gerði sér lítið fyr- ir og leigði sér eitt stykki glæsiskútu. Portia og Ellen hafa ferðast mikið um Ítalíu und- anfarið og hefur Ellen meðal annars tekið upp sketsa fyrir spjallþátt sinn. Það ótrúlegasta er að sjá Ellen í sund- bol. Hún er þekkt fyrir að ganga alltaf í karlmannlegum klæðnaði. Hún sést aldrei í kjól, pilsi eða á hælum. Þar af leiðandi er undarlegt að sjá hana í sundbol. Ellen og Portia ætla að láta pússa sig saman bráðlega þar sem Kaliforníufylki er búið að lögleiða giftingar samkynhneigðra. Talið er að brúðkaupið verði eitt það glæsi- legasta fyrr og síðar en Ellen þekkir alla í skemmtanabransanum vestanhafs. EllEn í sundbol! EllEn DEGEnErEs og Portia DE rossi á ítalíu: Koss Ellen og Portia kyssast úti á rúmsjó. spjallþáttaprinsessan vinsældir Ellenar aukast með hverjum degi. Hún er á góðri leið með að verða hin nýja oprah. Ellen og Portia ætla að ganga í heilagt hjónaband á næstunni. ljúft líf Ellen og Portia slappa af á hraðbátnum sem fylgdi að sjálfsögðu með skútunni. Leikaraparið Drew Barrymore og Justin Long hafa ákveðið að enda tæplega eins árs samband sitt án lít- ils fyrirvara. Allt leit út fyrir að Drew hefði loksins fundið sinn eina rétta en allt kom fyrir ekki. Í marsút- gáfu Vogue lét Drew hafa eftir sér að hana verkjaði í kinnarnar, hún væri svo hamingjusöm. „Ég staðfesti sambandsslitin en vil ekk- ert segja meira um málið,“ sagði tals- maður parsins um málið. Justin og Drew eru engu að síður sögð vera góðir vinir þrátt fyrir sam- bandsslitin og að þau hafi ekki verið í illu. Þau léku nýverið saman í gamanmynd sem heit- ir He’s Just Not That Into You og er hún væntanleg í kvikmynda- hús í febrúar. Annars er nóg um að vera bæði hjá Drew og Justin en þau eru væntanleg í fjölmörg- um myndum á næstu tveimur árum. Hætt saman ástin Entist Ekki árið: Justin oG DrEw Eru góðir vinir þrátt fyrir sambandsslitin. Jada fílar búninginn Will Smith tók of- urhetjubúninginn sem hann klæddist í mynd- inni Hancock með sér heim og hefur viður- kennt það að honum finnist gaman að ganga í búningum heima fyrir og sýna sig fyrir eigin- konu sinni Jadu Pinkett- Smith. „Ég tók búning- inn með mér heim og ég og konan notum hann stundum heima fyrir. Það er frábært,“ segir leikarinn vinsæli og núna vitum við hvern- ig ástarleikarnir á því heimili ganga fyrir sig. búið hjá Kate og Jamie? Jamie Hince, gítarleikari The Kills, flutti út úr íbúð Kate Moss í London um helgina. Afbrýðisemi Moss kom erfiðleikunum af stað en hún hefur lengi haft áhyggjur af stelpu sem hefur oft sést hanga utan í Jamie. Kate hafði ætlað á tónleika með The Kills á laugardagskvöldið en fór í staðinn á söngleikinn High School Musical með vinkonum sínum sem drógu hana út á lífið til að hressa hana við. Jamie hefur látið hafa eftir sér að þau séu ekki endanlega hætt saman en hann ætli að gefa Kate tíma til að jafna sig áður en hann talar við hana aftur. Frægir og FallEgir Fjölga sér Falleg saman Enn er beðið eftir tvíburum angelinu og Brads. Matthew McConaughey og spúsa Hann hefur verið kosinn fallegasti maður heims og Camila er enginn eftirbátur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.