Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Síða 12
miðvikudagur 9. júlí 200812 Neytendur DV 40 PRÓSENT AFSLÁTTUR RÍKJANDI Nú eru útsölurnar í fullum gangi og eflaust hafa margir farið að skoða hvað er í boði. DV kannaði útsöl- urnar í Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi. Alls staðar var mikinn af- slátt að fá, en sums staðar var gefinn afsláttur af öllum vörum búðarinnar á meðan annars staðar var ekki af- sláttur af nýjustu vörunum. Algeng- ast er að búðirnar séu með 40 pró- sent afslátt. Allir með útsölur Þegar skoðaðar eru reglur Neyt- endastofu um útsölur kemur fram að þegar vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur á lækkaða verðið að vera venjulegt verð og ekki má kalla söluna útsölu lengur. Útsalan í Kringlunni byrjaði 26. júní og verður hún til 10. ágúst. Undir lok útsölunnar verður útsölu- markaður. Í Smáralindinni er útsal- an líka í fullum gangi og verður hún fram til fyrstu helgarinnar í ágúst en þar verður líka markaður undir lok útsölunnar. Á Laugaveginum er út- sala en þar er misjafnt hvenær búð- irnar eru með útsölur, þar er frekar farið eftir því hvernig salan verður og útsölunum hagað eftir því. Verð á eftir að lækka meira Allt starfsfólkið sem DV ræddi við greindi frá því að afslátturinn ætti eftir að aukast þegar lengra liði á út- sölurnar. Í rauninni verða verslanir að lækka verðið meira á útsöluvör- um eftir sex vikur ef fara á eftir regl- um Neytendastofu. Útsalan var helst á fatnaði en ekki í öðrum búðum eins og gleraugnaverslunum, bóka- búðinni Eymundsson og skartgripa- verslunum. Góð útsala var í Hans Petersen og Farsímalagernum.is þar sem Lomografi-myndavélar voru á góðu verði. Þær hafa verið mjög vinsælar en þær eru endurgerðar eins og þær voru áður. Starfsmað- ur greindi DV frá því að mest hefði verið að gera í byrjun mánaðarins í Kringlunni. Þá streymdu skóla- krakkar í Kringluna og eyddu hluta af fyrstu sumarlaununum sínum á útsölunum. Sale eða útsala? Í Cosmo voru miðar úti um alla búð sem auglýstu 50 til 70 prósent afslátt. Þegar verslunarstýran var spurð á hverju 70 prósent afslátt- ur væri svaraði hún að hann væri á nokkrum beltum. Þetta eru vill- andi upplýsingar fyrir neytand- ann. Á Laugaveginum er markaður þar sem föt eru seld á mjög mik- ið lækkuðu verði frá Vero moda, Jack and Jones og Exit. Markaður- inn byrjaði í maí og verður áfram í sumar. Athygli vakti að á mjög mörgum stöðum eru merki sem segja „Sale“ en ekki útsala. Ástæðan fyrir því er sú að búðirnar fá þessi merki send að utan sem þær svo nota. Auglýsingar um afslátt á útsölum geta gefið ranga mynd af þeim kjörum sem bjóðast. Algengast er þó að verslanir gefi 40 prósent afslátt en flestar eiga eftir að lækka verðið enn meira. DV kannaði hvaða kjör bjóðast á útsölum í helstu verslunarkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Neytendur áStrún friðbjörnSdóttir blaðamaður skrifar astrun@dv.is AcceSSorize 30–50 prósent afsláttur af völdum vörum. Kringlan: HerrAgArðurinn allt í búðinni með 30 prósent afslætti. SteinAr WAAge 40 prósent af völdum skóm. 30 prósent af völdum Ecco-vörum. SHAre 10 prósent afsláttur af nýjum vörum afsláttur af öllu upp að 50 prósentum. HAnS PeterSen og fArSímAlAgerinn.iS lomografi-myndavélar á útsölu coSmo 40-70 prósent afsláttur af öllu (þó aðeins 70 prósent afsláttur af beltum) toPSHoP 40–70 prósent afsláttur af völdum vörum. comPAnyS 40 prósent afsláttur af öllum vörum. cASA 20 prósent afsláttur af öllu í búðinni. 50 prósent afsláttur af völdum vörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.