Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2008, Blaðsíða 16
miðvikudagur 9. júlí 200816 Golf DV Þrumur og eldingar tefja evrópumót „Það voru þrumur og eldingar hér í morgun og alveg til hádegis, því var ekki byrjað á mótinu í dag. Deginum var aflýst en eftir fyrsta daginn verður raðað í riðla,“ sagði Arnar Már Ólafs- son, þjálfari piltalandsliðsins. Í gær hófst Evrópumót unglinga á aldrinum fjórtán til átján ára og stendur til laugardags. Evrópumót piltalandsliðsins fer fram á elsta golf- velli í Slóveníu en hann var opnaður árið 1937. Hann var síðan endurbyggð- ur árið 1972 af Donald Harridine. Fyrirkomulag mótsins er eins og í Evrópukeppni karla. Fyrst eru leiknir tveir átján holu hringir og niðurstaða höggleiksins ræðst af því hvaða riðli er spilað í. Í íslenska piltalandsliðinu eru þeir Andri Már Óskarsson GHR, Andri Þór Björnsson GR, Axel Bóasson GK, Haraldur Franklín Magnús GR, Pétur Freyr Pétursson GR og Rúnar Arnórs- son GK. Liðsstjóri strákalandsliðsins er Ragnar Ólafsson og þjálfari liðsins er Arnar Már Ólafsson. Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á golfvellinum Murcuar Links sem er norðan við Aberdeen í Skot- landi. Klúbburinn var stofnaður árið 1909. Fyrirkomulag mótsins er það sama og í öðrum liðakeppnum Evr- ópumótanna, það eru tveir hringir höggleikur og síðan raðað í riðla eftir skori. Nítján þjóðir taka þátt í keppn- inni að þessu sinni. Keppendur ís- lenska stúlknalandsliðsins eru þær Eygló Mirra Óskarsdóttir GO, Ingunn Gunnarsdóttir GKG, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Signý Arnórsdótt- ir GK. Liðsstjóri stúlknalandsliðsins er Steinunn Eggertsdóttir. „Við sendum út tvö landslið, bæði pilta- og stúlknalið,“ segir Stefán Garð- arsson, markaðsmaður Golfsambands Íslands. „Þetta er landsliðskeppni en ekki einstaklingskeppni. Það þurfa all- ir að standa saman þegar um lands- liðið er að ræða. Það er allt annað að keppa sem einstaklingur en lið.“ berglindb@dv.is Evrópumót unglinga í golfi hófst í gær og stendur til laugardags. Tvö íslensk lið keppa á Evrópumótunum. Piltalandsliðið keppir í Bled í Slóveníu og stúlknalandsliðið í Skotlandi. unglingarnir eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Golfarar í Flórída njóta þeirra miklu fríðinda að geta leigt sér lengsta golfbíl í heimi í gegnum heima- síðuna golfcartlimo.com. Það er Peter Nee sem á golflimmóinn svokallaða en Guinness World Rec- ords staðfesti bílinn sem þann lengsta af sinni gerð, 5,81 metri á lengd. Golflimminn er ekkert slor því hann inniheldur vínrekka, DVD-spilara, hleðslutæki fyrir GSM og far- tölvu, klakavél, kampavínsfötu, öflugt hljóðkerfi og skilrúm vilji farþegar frá frið frá bílstjóranum. Þrátt fyrir allt þetta komast bara tveir golfpokar á eðal- vagninn. Vagninn hefur verið notaður við ýmsa aðra við- burði en þá sem tengjast golfi en hann er mikið leigð- ur út fyrir brúðkaup, skrúðgöngur og samkvæmi þó svo að hann sé alltaf vinsælastur á golfvöllunum. Þá hefur bíllinn einnig verið notaður í sjónvarpi og ber þar helst að nefna MTV Music Awards. Því miður er bara til einn í heiminum en það er vonandi að einhver athafnamaður hér á landi fjár- festi í slíkum grip til þess að lífga upp á golfmótin. asgeir@dv.is Samkvæmt heimsmetabók Guinness er lengsti golfbíll í heimi í Flórída: 6 metra langur golfbíll Eygló Mirra óskarsdóttir Hún spilar með golfklúbbnum Oddi. Það breytir litlu fyrir golfara hvort sé spilað á sléttu eða í blómum. ólafía Þórunn kristinsdóttir Hún spilar með golfklúbbi reykjavíkur. Hér sýnir hún flotta sveiflu. Haraldur franklín Magnús Hann spilar með golfklúbbi reykjavíkur. mikla einbeitingu þarf til að spila golf og hér sést hvað Haraldur vandar sig mikið. andri Þór Björnsson Hann spilar með golfklúbbi reykjavík- ur. Hér sýnir hann flotta sveiflu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.