Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 48

Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 48
Fræðsluhornið Ágætu lesendur. Gleðilegt sumar og þökk fyrir samstarfið við Fræðsluhornið sl. 10 ár. Það hefur verið góður og gefandi tími Kryddjurtir, ræktun, notkun og geymsla: Margir tína kryddjurtir úti í náttúrunni. Má þar nefna hvönn og skessujurt. Algengara er að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum, á svölum eða í garðinum. Kryddjurtir eru kunnar frá alda öðli bæði til heilsubótar og til matargerðar. Það eru jurtir eða jurtahlutar sem auka bragð, ilm, næringargildi og geymsluþol fæðunnar. Einnig verður hún litríkari og lystugri. Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómavali, veitir okkur fúslega eftirfarandi upplýsingar um ræktun kryddjurta: Gott er að sá í góða sáðmold, hún er laus við alla sjúkdóma og er ekki of áburðarmikil fyrir litlu fræin. Notið potta sem henta t.d. í eldhúsglugga. Sáðmoldin er sett í pottana. Fyllið ekki alveg upp að brún, vökvið vel og síðan er fræjunum sáldrað yfír moldina, gæta skal að sá ekki of þétt, um 20 fræ í 11 cm pott. í fræpokunum eru um 500 til 1.000 fræ, geyma skal fræpokana á milli ára inni í ísskáp. Endingartími á pokunum er oftast 3 ár. Síðan er sett dálítil mold eða fínn vikur yfir fræin, alls ekki of mikið, um 1 -2 sinnum þykkt fræsins. Að lokum spreyjað (úðað með vatni yfir moldina/fína vikurinn). Plastfilma er sett yfír pottinn og honum komið fyrir á björtum og hlýjum stað, hiti við spírun ætti að vera 18-23°C. Gott er að láta pottinn standa á bakka eða undirskál svo ekki leki niður. Spírunin tekur 7-14 daga, það þarf að halda raka með því að spreyja undirplastið 3svar í viku, kannski oftar. Þó ekki þannig að moldin verði vatnsósa en samt að rakinn haldist jafn. Strax eftir spírun (þegar sést í litlu greyin upp úr moldinni, 3-4 blöð) þarf að fjarlægja plastið en hafa jurtimar áfram í góðri birtu en ekki sól. Hiti í uppvexti ætti að vera 10-18°C (lækka í ofnum eða opna glugga). Ef plöntumar verða of teygðar þá er ekki nóg birta eða of heitt á þeim. Ef sáð hefur verið of þétt, þarf að kippa einhverjum af þeim varlega í burtu. Munið að vökva þegar þess þarf. Ef kryddið á t.d. að fara út í samplöntun í ker eða gróður út í garð, þá er nauðsynlegt að herða plöntumar. Það er gert með því að flytja þær á svalari stað áður en þeim er plantað út í sumarið. Svalur staður er t.d. bílskúr (með glugga), gróðurhús, vermireitur eða bara að setja þær út á daginn og inn á nóttunni í um hálfan mánuð. Svo í byrjun maí eða um miðjan maí er óhætt að setja kryddjurtimar beint út. Muna svo að gefa áburð og vökva. Það er hægt að kaupa forræktaðar kryddplöntur t.d. í Blómavali á vorin. Þá er snjallt að planta saman í stærri potta eða svalaker nokkmm kryddjurtum og hafa hærri plöntumar aftast en þær sem eru lægri fremst. Vatnsgel er gel sem sett er í moldina við ræturnar. Það kemur í veg fyrir ofþomun en það verður samt að vökva. Nokkrar hærri kryddplöntur eru rosmarin, salvia, graslaukur, steinselja, sítrónumelissa, koriander, fennel og dill. Nokkrar lægri kryddplöntur eru estragon, origano, timjam (blóðberg) og savory (sarjurt). Piparmynta er flott ein og sér og ætti ekki að vera 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.