Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.02.2015, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 20.02.2015, Qupperneq 22
B ergþóra er 15 ára en flestir halda að hún sé svona 12 ára og það fer svakalega í taug-arnar á henni,“ segir Guðrún Kristín Sigurðardóttir, móðir Berg- þóru Sigurðardóttur, en dóttir hennar er annað tveggja barna á Íslandi sem greinst hafa með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Klippel-Feil heil- kenni. Sjúkdómurinn leggst á um eitt af hverjum 45.000 börnum en er sjaldnast arfgengur. Einkennandi fyrir sjúkdóminn er að hálsinn er stuttur þar sem tveir eða fleiri hryggjarliðir eru samvaxnir og geta áhrifin á tauga- kerfið verið margvísleg. Vissum strax að eitthvað mikið væri að Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum þar sem Bergþóra sækir skóla með jafnöldrum sínum. Henni líður þó best heima við, annaðhvort ein að dunda sér með Monster-High dúkkurnar sínar, eða þá að leika við Símon, bróð- ur sinn, sem er hennar besti vinur. Sjúkdómurinn gerir það að verkum að það hægir á líkamlegum þroska hennar en auk þess er Bergþóra með ódæmigerða einhverfu sem gerir það að verkum að hún er ekki mikið fyrir félagsskap. „Þegar Bergþóra var þriggja mán- aða vissum við að eitthvað mikið væri að. Ég fór að nefna þetta við lækna en þeir afskrifuðu áhyggjur mínar sem móðursýki. Við fengum samt tíma í sjúkraþjálfun og var sagt að gera æfingar heima. En hún styrktist ekkert heldur varð öll miklu rýrari hægra megin. Hún heyrði illa hægra megin, fékk ekki hár hægra megin, skreið mjög seint og byrjaði ekki að tala. Við vissum að þetta væri alls ekki eðlilegt,“ segir Guðrún og Sigurður Þór, faðir Bergþóru, tekur undir með henni. „Óþægilegast var að skilja ekki neitt og vita ekkert hvað olli þessu,“ segir hann. Vorum eins og í lausu lofti Þegar Bergþóra var tveggja ára gömul var hún greind með Torticollis, sjúk- dóm sem leggst á hálsvöðva og veldur því að höfuðið hallar. Hún gekkst því undir aðgerð þar sem vöðvafestingarn- ar í hálsinum voru losaðar. Aðgerðin hafði ekki tilætluð áhrif og var hún því send í aðra aðgerð þegar hún var þriggja ára, sem hafði enn engin áhrif. „Þegar hún var rúmlega þriggja ára var hún enn mjög óskýr í tali og engin skildi hana nema bróðir hennar. Við fórum að fara reglulega til Reykjavíkur í þjálfun og talkennslu því hér er í Eyjum er lítil þjónusta fyrir börn með sérþarfir og hvað þá sjaldgæfa sjúk- dóma, sem við vissum auðvitað ekkert um á þessum tíma.“ Læknaheimsóknir til Reykjavíkur urðu sífellt tíðari og óvissan óx í takt við þær. „Óvissan var algjör og okkur leið eins og í lausu lofti. Við vissum ekkert hvað væri að hrjá dóttur okkar sem var mjög smávaxin og sífellt mátt- lausari. Hún var ekki nema 20 kíló þegar hún var tíu ára og var hún orðin það veik að hún þurfti að styðjast við göngugrind til að komast ferða sinna. Hún var með mikla hryggskekkju og var farin að missa máttinn í útlimum. Það var alveg greinilegt að eitthvað miklu meira en Torticollis var að hrjá hana,“ segir Guðrún. Langþráð greining staðfest Það var svo í lok október 2010 sem það kom loksins í ljós, við myndatöku í Reykjavík, að eitthvað mikið var að efstu hryggjarliðunum en þá höfðu þeir aldrei fyrr verið myndaðir. „Það var Ingvar Hákon Ólafsson, heila-og taugalæknir, sem var þá nýkominn úr námi erlendis frá, sem grunaði að hún gæti verið með Klippel- File og lét mynda efstu liðina,“ segir Lifum fyrir einn dag í einu Bergþóra Sigurðardóttir er annað tveggja barna á landinu sem greinst hafa með Klippel-File sjúkdóminn en leiðin að greiningu sjúkdómsins var löng þrautaganga. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum þaðan sem Sigurður, faðir Bergþóru, sækir sjó en það hefur ekki auðveldað þeim lífið frekar en öðrum fjölskyldum langveikra barna sem búa á landsbyggðinni. Sigurður segir sjómennskuna grín í samanburði við þann ólgusjó sem langveik börn og fjölskyldur þeirra þurfa að upplifa. Þau þakka þó fyrir reynsluna og dást að styrk dóttur þeirra sem virðist taka því sem lífið ber af aðdáunarverðu æðruleysi. Guðrún Kristín Sigurðardóttir og Sigurður Þór Símonarson með börnunum sínum, Jóni Berg, Bergþóru og Símoni Þór, í stofunni heima. Sigurður segir systkinin vera nákvæmlega eins og systkini eiga að vera. „Rífast eins og hundur og köttur og svo þess á milli eru þau rosalega góð við hvert annað.“ Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Sigurður. Grunurinn var staðfestur þegar Bergþóra gekkst undir skurðaðgerð í Bandaríkjunum í mars 2011. „Við vorum send út til Iowa þar sem mesti sérfræð- ingur heims í heila- og taugaskurðlækn- ingum starfar. Í aðgerðinni, sem tók átta tíma, kom í ljós að efstu hryggjarliðirnir sátu á heilastofninum og að ef hún hefði farið síðar í aðgerð, þá hefði hún lamast upp að hálsi. Það var mikið sjokk að heyra það,“ segir Guðrún. Eftir aðgerðina tók við endurhæfing og innan mánaðar var Bergþóra farin að ganga án stuðnings göngugrindar. „Áður fór maður alltaf með kvíða og áhyggjur til Reykjavíkur þar sem sérfræðingarnir reyndu að komast til botns í einhverju en núna förum við til Reykjavíkur í eftirlit með sjúkdómi sem við vitum hvað heitir. Þó það sé erfitt að horfast í augu við það að barnið manns sé með svo sjaldgæfan sjúkdóm þá var ótrúlegur léttir að fá loks greininguna,“ segir Sigurður. „Og léttirinn fólst líka í því að vita að maður hefði ekki verið móðursjúkur í mörg ár,“ bætir Guðrún við. Leita sér upplýsinga á netinu Rúmlega ári eftir aðgerðina í Iowa kom í ljós að blöðrur voru aftur farnar að myndast á mænunni og því var ákveðið að Bergþóra færi í aðra aðgerð, sem yrði núna framkvæmd í fyrsta sinn á Íslandi en það Ingvar Hákon Ólafsson, tauga-og heilaskurðlæknir, sem framkvæmdi hana. Nú eru þrjú ár liðin frá seinni aðgerðinni og ekki er hægt að vita með vissu hvernig sjúkdómurinn muni þróast. „Læknarnir hér eru duglegir að upplýsa okkur en það er svo erfitt að vita nákvæmlega hvernig Framhald á næstu opnu Óvissan var algjör og okkur leið eins og í lausu lofti. Við vissum ekkert hvað væri að hrjá dóttur okkar sem var mjög smá- vaxin og sífellt máttlausari. Hún var ekki nema 20 kíló þegar hún var tíu ára 22 viðtal Helgin 20.-22. febrúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.