Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.02.2015, Síða 46

Fréttatíminn - 20.02.2015, Síða 46
46 matur & vín Helgin 20.-22. febrúar 2015 Reykjavik BaR Summit Flottustu barir í heimi heimsækja Ísland Reykjavik Bar Summit verður haldið í fyrsta sinn dagana 23.-26. febrúar næstkomandi og verður hér eftir árlegur viðburður. Fimmtán barir frá Bandaríkjunum og Evrópu hafa boðað komu sína hingað til lands og munu tveir barþjónar frá hverjum stað keppa sín í milli. Ási á Slippbarnum og hans fólk sér um skipulagningu viðburðarins. Fréttatíminn kynnti sér hvaða barir senda fulltrúa hingað. Í síðustu viku sögðum við frá sjö börum og hér kíkjum við á seinni helminginn.  attaboy Nýlegur staður í New York sem er erfitt er að finna þar sem hann er ekki merktur að utan. Þarna var áður hinn goðsagnakenndi bar, Milk and Honey. Á Attaboy er enginn kokteil-seðill en í stað þess gera barþjónar drykk eftir óskum hvers og eins gests. Barþjónar: Daniel Josef Greenbaum og Brandon Robert Bramhall. www.timeout.com/ newyork/bars/attaboy  Dutch kills Vinsæll staður í Queens í New York þar sem gæði og þjónusta er alltaf í hæsta gæða- flokki. Á Dutch Kills er notaður handskorinn ís í alla drykki. Barþjónar: Jan Warren og Richard Boccato. www.dutchkillsbar.com  Gilt Einn af fyrstu kokteilstöðunum í Kaupmannahöfn og hefur verið leiðandi alla tíð. Gilt-fólk skapar norræna hefð með því að nota norræn hráefni í kokteila og sleppa því að nota til dæmis sítrus. Barþjónar: Peter- Emil Nordlund og Peter Altenburg. www.gilt.dk  the Gilroy Nýlegur kokteilbar á Upper East Side á Manhattan. Gilroy er opinn alla daga vikunnar til fjögur á nóttunni og hægt er að fá mat og flotta drykki til lokunar. Barþjónar: Jon Kraus og Eric Holloway. www.thegilroynyc.com  victory Margir af frægustu kokteilum heims koma frá New Orleans sem stundum er nefnd kokteilborg. Victory er einn af flottari stöð- unum þar um slóðir. Barþjónar: Danielle Gray og Hayden Win- kler. www.victorynola.com  Cane and table Annar bar í New Orleans. Þessi leggur áherslu á amerískar drykkjuhefðir og romm. Eigendur eru sama fólk og stofnaði Cure og Bellocq sem eru meðal þekktustu staða New Orleans. Barþjónar: Nick Detrich og Kirk Estopinal. www.caneandtable- nola.com  Raus Einn flottasti barinn í Þrándheimi í Noregi. Á Raus er lögð mikil áhersla á gæði í öllu hráefni. Trondheim Barþjónar: Jörgen Dons og Erik Andresen. www.enrausbar.no  Linje tio Einn allra flott- asti kokteilbarinn í Skandinavíu. Þeir sem eiga leið um Stokk- hólm ættu að kíkja við. Barinn er nefndur eftir gamalli lest sem gekk um borgina á árunum 1922 til 1967. Barþjónar: Ludvig Grenmo og Jimmie Hulth. www.linjetio.com www.odalsostar.is TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.