Iðnaðarmál - 01.03.1957, Blaðsíða 13
sem sláturafurðir o. fl., kornvörur,
sælgæti og fleiri matvörur, ennfrem-
ur hreinlætisvörur, þvottaefni, sápur,
málningarvörur, innlendan fatnað af
mörgum tegundum, skófatnað o. fl.
Þá er sérstakt herbergi, þar sem
kassamótin fyrir vélarnar eru búin
til, en þau þarf að smíða sérstaklega
fyrir sérhverja gerð og stærð kassa.
Mótin, sem skera lögun kassans og
gera fellingar í pappann, þar sem á
að brjóta hann, eru búin til úr tré-
plötum (sérstökum krossviði, 18 mm
þykkum), sem í eru sagaðar raufar
fyrir stálþynnur, sem eru lagðar í
raufarnar. Þar, sem skera á pappann,
eru stálþynnurnar með hvassri egg,
en fellingajárn þar, sem mynda skal
fellingu til að beygja hann. Púðar úr
gúmmí eru við járnin á mótunum.
Eru þeir til að losa mótið við papp-
ann, þegar skorið er, þar sem hann
hefur tilhneigingu til að festast við
eggjárnið.
Starfsmaður með sérkunnáttu í
smíði móta hefur nóg að gera við
smíði þeirra. Er mikill fjöldi móta
fyrir hinar ýmsu kassastærðir og teg-
undir geymdur í sérstökum hillum í
mótaherberginu, en sörnu mótin má
nota aftur og aftur.
Sögunarvél, gerð fyrir mótasmíði,
og beygingartæki fyrir mótajárnið
eru þarna.
Mótin eru mismunandi stór að
flatarmáli, og eru þau sett í vélarnar,
þegar hefja skal framleiðslu ein-
hverrar kassa- eða öskjutegundar.
Sem dæmi um öskjuframleiðslu
skal hér lýst framleiðslu á öskju fvr-
ir frysta síld til útflutnings. Hráefnið
í slíka öskju er pappi, sem kemur í
!/2 smálestar rúllum. Er hún sett á
burðarás fyrir enda vélasamstæðu,
sem sker og mótar kassann eins og
hann á að brjótast. Þegar því er lok-
ið, gengur öskjublaðið inn undir
prentvalsa (með fjórum hausuml,
sem eru þannig, að unnt er að prenta
með þeim fjóra liti í einu. Hámarks-
hraði valsanna getur komizt upp í
6000 umferðir á klukkustund, en að
sjálfsögðu er hraðinn mjög háður
því, hversu mikið á að prenta á
öskjublaðið. í þessu tilfelli er um
einn lit að ræða, og geta valsarnir
því náð sem næst hámarkshraða. Ut
úr vélinni kemur öskjublaðið í þeirri
stærð og lögun, sem askjan á að
vera, og með viðeigandi áprentun.
Fer blaðið nú á færiband, sem flytur
það í annan enda vinnslusalar, þar
sem vöxunar- og límingarvélar eru.
a. Vöxun. Til þess að varan geym-
ist betur í öskjunum, eru þær vax-
bornar í sérstakri vöxunarvél. Vöxun
á sér þannig stað, að blöðin fara á
rnilli heitra valsa, sem rennandi vax
leikur um. Úr völsunum fara blöðin
eftir færibandi með miklum hraða í
gegnum ker með köldu vatni. Við
það harðnar vaxið, áður en það get-
ur gengið inn í pappann, og myndast
þunn vaxhúð utan á pappann. Að lok-
inni vöxun eru blöðin flutt að véla-
samstæðu, sem brýtur öskjurnar og
límir saman hornin.
h. Líming. Vélasamstæða þessi er
um 25 metrar að lengd og myndar
90° horn. Við hana starfa 4 menn
við mótun og eftirlit með vélinni, og
þeir laka á móti hinum tilbúnu öskj-
um, þegar þær hafa farið í gegnum
samstæðuna. Verk vélarinnar er sem
hér segir: Oskjublaðið, sem er slétt
og óbrotið, þegar það kemur að vél-
inni, er lagt á færiband, sem flytur
það inn í vélina. Til hliðar við færi-
bandið eru þvingur, sem brjóta horn-
in, sem eiga að límast saman þannig,
að þau liggja brotin upp á við. Til
þess að hornin geti límzt, þarf að
bræða vaxið af þeim. Fara þau því
yfir heita plötu, sem bræðir vaxið af.
Er öskjublaðið nú komið í horn vél-
arinnar og breytir um stefnu og fer
fyrst undir límvalsa, sem bera lím á
hornin. Þegar límið er komið á, held-
ur öskjublaðið áfram að ásunum,
sem leggur það saman í þær stell-
ingar, sem það á að límast í. I þess-
um stellingum fer askjan undir um
tveggja metra belti, sem þrýstir horn-
unum saman og hjálpar til við lím-
inguna. Kemur askjan þannig saman-
brotin út úr vélinni, og þarf þá ekki
annað en að brjóta hana upp, og er
hún þá tilbúin til notkunar. Öskjurnar
eru síðan búntaðar og settar í stóra
bylgjupappakassa, 250 stk. í hvern.
Eins og aðrar vélar fyrirtækisins
er vél þessi mjög hraðgeng og al-
gjörlega sjálfvirk.
Eftirspurn er mikil eftir umbúðum
utan um alls konar vörur, og hefur
verksmiðjan nóg verkefni.
Hinar afkastamiklu vélar hafa þeg-
ar sprengt húsrýmið utan af sér, og
þyrfti nauðsynlega að stækka verk-
smiðjuna.
Eins og sagt var í upphafi, er ald-
arfjórðungur liðinn, síðan Kassa-
gerðin hóf starfsemi sína, og vilja
Iðnaðarmál nota tækifærið til að
þakka fyrirtækinu giftudrjúgt starf
og óska því áframhaldandi grósku og
velgengni.
Pappaöskjuframleiðla.
Askjan brotin saman.
IÐNAÐARMÁL
oá