Iðnaðarmál - 01.03.1957, Blaðsíða 19
STARFSREGLUR IMSÍ
Framh. af 42. bls.
3. gr.
Iðnaðarmálastofnun Islands skal vera Alþingi og ríkis-
stjórn til ráðuneytis í tæknilegum vandamálum, er iðnað
varða, afla upplýsinga um innlenda iðnaðarstarfsemi og
vera Hagstofu íslands til aðstoðar við samningu hag-
skýrslna.
Stofnunin skal enn fremur leitast við að efla samvinnu
framleiðenda, stofnana og félagssamtaka innanlands um
viðleitni til framfara í íslenzkum iðnaði og vörudreif-
ingu og hafa náið samstarf við þá aðila um slík mál.
_ 4. gr.
Iðnaðarmálastofnun íslands er heimilt að taka að sér
verkefni, í samræmi við ákvæði 2. gr. reglna þessara,
fyrir hvern þann aðila, sem til hennar leitar, enda komi
fullt gjald fyrir. Skulu slík mál vera trúnaðarmál milli
stofnunarinnar og þess, sem unnið er fyrir, og er stofn-
uninni óheimilt að skýra frá þeim nema með samþykki
aðila.
5. gr.
Iðnaðarmálastofnuninni er rétt að hafa samstarf við
Atvinnudeild Háskólans og aðrar opinberar rannsóknar-
stofnanir um tilraunir þær og rannsóknir, sem hún telur
nauðsynlegt að framkvæma.
6. gr.
Iðnaðarmálastofnunin skal hafa með höndum fram-
kvæmd í stöðlunarmálum (standards) iðnaðarins og
marka stefnu á því sviði, m. a. með:
1) Að skipuleggja alla stöðlunarstarfsemi og tryggja,
að hún byggist á jafnrétti og frjálsræði.
2) Að setja íslenzka staðla og beita sér fyrir útbreiðslu
þeirra og notkun.
3) Að vinna að samræmingu stöðlunar á Islandi og í
öðrum löndum, að svo miklu leyti sem slíkt er í samræmi
við íslenzka hagsmuni.
4) Að gæta hagsmuna Islands í norrænni og alþjóð-
legri samvinnu á sviði stöðlunar.
5) Við setningu staðla skal stofnunin hafa samráð við
þau samtök framleiðenda, dreifenda og neytenda, sem
hagsmuna hafa að gæta.
7. gr.
Stjórn Iðnaðarmálastofnunar íslands skipa sex menn.
Ráðherra skipar einn stjórnarmanna, án tilnefningar, og
skal hann vera formaður stjórnarinnar. Aðra stjórnar-
menn skipar ráðherra að fenginni tillögu eftirtalinna
samtaka:
Félags ísl. iðnrekenda
Iðnsveinaráðs A.S.I.
Landssambands iðnaðarmanna
Sambands ísl. samvinnufélaga
Verzlunarráðs Islands.
8. gr.
Stjórnin skal koma saman til fundar eigi sjaldnar en
hálfsmánaðarlega, en auk þess, þegar tveir eða fleiri
stjórnarmanna æskja þess.
Stjórnin ákveður, í samráði við ráðherra, að hvaða
verkefnum Iðnaðarmálastofnunin vinnur hverju sinni.
Skal stjórnin gefa ráðherra ársfjórðungslega skýrslu um
starfsemi stofnunarinnar.
9. gr.
Stjórn Iðnaðarmálastofnunarinnar ræður stofnuninni
framkvæmdastjóra, að fengnu samþykki ráðherra, er
ákveður laun hans.
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur stofnunar-
innar og sér um fjárreiður hennar. Hann gerir stjórn-
inni grein fyrir störfum stofnunarinnar milli funda,
undirbýr þau mál, er stjórnin á að fjalla um, og annast
um framkvæmdir á samþykktum hennar.
Framkvæmdastjóri skal gera tillögur til stjórnarinnar
um skipun sérstakra nefnda sérfræðinga eða fulltrúa
samtaka til þess að fjalla um ákveðin verkefni, svo sem
byggingamál, dreifingarmál o. s. frv.
10. gr.
Annað starfslið stofnunarinnar ræður framkvæmda-
stjóri, að fengnu samþykki stjórnar stofnunarinnar og
ráðherra, sem einnig ákveður laun þess, með hliðsjón
af launum starfsmanna sambærilegra ríkisstofnana, eins
og þau eru ákveðin í launalögum.
11. gr.
Stjórn stofnunarinnar skal árlega, innan þess tíma senr
ráðherra ákveður, gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og
senda hana ráðuneytinu, ásamt rökstuddri greinargerð.
Engar greiðslur má inna af hendi utan fjárhagsáætl-
unar, nema með heimild stjórnarinnar og að fengnu
samþykki ráðuneytisins. Reikningsár stofnunarinnar skal
vera almanaksárið.
Framangreindar starfsreglur gilda fyrst um sinn, þar
til öðruvísi verður ákveðið. Jafnframt eru úr gildi num-
in „Drög að starfsreglum fyrir Iðnaðarmálastofnun Is-
lands“ frá 15. júní 1955.
ISnaðarmálaráðuneytið, 29. maí 1957
Gylji Þ. Gíslason
(sign.)
/ Brynj. Ingóljsson
(sign.)
IÐNAÐARMAL
59