Iðnaðarmál - 01.03.1957, Blaðsíða 14

Iðnaðarmál - 01.03.1957, Blaðsíða 14
NYTSAMAR MÝJUMGAR 2 Hillugrindur o. fl. Iðnaðarfyrirtæki, sem nota mikið af smáhlutum (t. d. boltum og skíf- um), eiga oft við það vandamál að stríða, hvernig geyma skuli og fara með slíka hluti. Þá er og mikilvægt, að auðvelt sé að ná til hlutanna. Þennan vanda má leysa með því að velja rétt geymsluhólf undir hlutina og staðsetja þau vel og skynsamlega. Hér verður gerð nokkur grein fyrir helztu nýjungum á þessu sviði. Fjölskiptar hillugrindur. Grindumar eru settar í langar raðir í geymslusal fyrirtækisins, og á þeim má geyma mikið af smáhlutum, sem starfsmenn geta auðveldlega náð til. Hillugrind- ur eru venjulega þannig úr garði gerðar, að hillurnar má flytja til eft- ir því, hversu stór hilluhólfin eiga að vera. Fyrir mjög smágerða hluti (t. d. bolta, skrúfur, skífur o. þ. h.) eru notaðar grindur með mörgum litlum stálskúffum. Að sjálfsögðu ætti að merkja hverja grind greinilega, svo að nýir starfsmenn fyrirtækisins géti auð- veldlega fundið þá hluti, sem þeir eiga að sækja hverju sinni, enda er þá einnig miklu greiðara að fylgjast nákvæmlega með birgðum fyrirtæk- isins. Grindurnar eru misjafnlega langar, eftir því sem hvert fvrirtæki óskar. Fyrir sumum gerðum af þessurn grindum eru rennihurðir, sem halda hlutunum hreinum, en tefja að vísu nokkuð fyrir, þegar verið er að sækja hlutina. Sérstakar gerðir hillugrinda eru notaðar á vinnustaðnum sjálfum. A 1. mynd sést ein gerð, sem er sér- 54 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.