Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 5
r---------------------------------
Ársskýrsla IMSÍ ................ 82
Reikningalykill fyrir íslenzkt
atvinnulíf.................... 83
Fyrsta íslenzka ráðstefnan um
stjórnunarmál................. 84
Þilplötuframleiðsla ............ 87
Kolburstaframleiðsla............ 88
Enn um sjálfvirkni ............. 91
Samkeppni milli málma og
plastefna .................... 92
Fjárveitingar til atvinnumála .. 97
Nytsamar nýjungar............ 98
Forsíða: Frá fyrsta vinnurannsókna-
námskeiði IMSI. Tímamælingar
við rennismíði. Ljósm.: Gunnar
Rúnar.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjóm:
Sveinn Bjömsson (ábyrgðarm.),
Þórir Einarsson.
Utgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 160. Sími 19833—4.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF
V_________________________J
Iðnaðarmal
8. ÁRG. 1961 • 5. HEFTI
Reikningalykill
fyrir islenzkt atvinnulif
Á öðrum stað í þessu hefti er greint frá ráðstefnu Stjómunarfélags íslands
(SFI), sem haldin var síðsumars í ár. IÐNAÐARMÁL vilja leyfa sér að
vekja sérstaka athygli lesenda á ályktunum ráðstefnunnar, þar sem vakið er
máls á ýmsum aðkallandi þörfum og verkefnum, sem sinna þarf í náinni fram-
tíð til aukinnar tækni og framfara í rekstri íslenzkra fyrirtækja.
Ekki er ætlunin að rekja hér efnislega ályktanir ráðstefnunnar, heldur að
drepa lítillega á eitt af þeim málum, sem ráðstefnan fól SFÍ að taka til með-
ferðar, og eflaust á eftir að hafa mikil áhrif á reikningshald og skýrslugerð,
ef vel tekst til við lausn þess. Er hér átt við það verkefni að koma upp sam-
rœmdum reikningalykli (Konto-plan) fyrir íslenzkt atvinnulíf. í ályktun þess-
air segir svo:
„SFÍ beiti sér fyrir stöðlun í gagnasöfnun og gagnaúrvinnslu hjá
íslenzkum fyrirtækjum og stofnunum með því m. a. að stuðla að
því að koma upp einum samræmdum reikningalykli (Konto-plan)
fyrir íslenzkt atvinnulíf hliðstætt því, sem gert hefur verið víða er-
lendis. Á grundvelli þessa lykils yrðu síðan settir upp reikninga-
lyklar fyrir einstakar atvinnugreinar, þar sem tekið væri tillit til sér-
stakra þarfa þeirra. Með þessu móti væri kerfisbundið unnið að
öflun mikilvægra upplýsinga um fyrirtæki inn á við, og þegar sam-
ræmdir lyklar væru komnir almennt í notkun, yrðu unnar úr sam-
ræmdu reikningshaldi máttölur fyrir einstakar atvinnugreinar. Mát-
tölur þessar myndu veita stjórnendum mikilvæga vitneskju, sem
stuðlað gæti að aukinni framleiðni.“
í sjálfu sér er litlu við að bæta því flestum mun vera ljóst, hver tilgangur-
inn er. Yfirleitt hefur reikningshald í islenzkum fyrirtækjum ekki verið svo
úr garði gert, að stjórnendum fyrirtækja væri sú stoð í því, sem vera þyrfti
og þaðan af síður, að það gerði kleift að bera saman rekstur fyrirtækja innan
einstakra atvinnugreina eins og nú þykir orðið sjálfsagt víða erlendis. Þá
hefur einnig verið bagalegt fyrir þjóðarbúið sjálft hversu ófullkomnar upp-
lýsingar hafa fengizt frá einstökum atvinnugreinum og gildir það ekki sízt um
iðnað landsmanna.
Það verkefni, sem hér um ræðir, er vissulega umfangsmikið og tímafrekt,
en fullyrða má, að nema því aðeins, að því verði gerð viðunandi skil, er vart
við því að búast, að sú þekking fáist af atvinnulífi landsmanna, sem á að
vera undirstaða stjórnunaraðgerða, bæði innan einstakra fyrirtækja, atvinnu-
greina og reyndar þjóðarbúsins í heild.
S. B.
IÐNAÐARMÁL
83