Iðnaðarmál - 01.05.1961, Page 6

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Page 6
Þátttakendur. Stjórnunarfélagið mun á næstunni gefa út erindi og annan fróðleik frá ráðstefnunni. Þeir, sem óska að eign- ast þingtíðindin, geta snúið sér til Stjórnunarfélags Islands, Pósthólf 155, Reykjavík. Fyrsta íslenzka ráðstefnan um STJORNUNARMAL Eins og kunnugt er, var í janúar s.l. stofnað í Reykjavík félag, sem helgaö er framkvæmdastjórnar- og hagræð- ingarmálum. Félaginu, sem ber nafn- ið Stjórnunarfélag íslands, er ætlað að vinna að framförum í hvers konar rekstri einstaklinga, félaga og hins opinbera og vinna að samvinnu þeirra, sem áhuga hafa á stjórnunar- málum. Vill félagið með því stuðla að bættum atvinnuháttum og aukinni framleiðni, sem telja verður eitt aðal- skilyrði bættra lífskjara. Markmiði sínu hyggst félagið m. a. ná með því að ræða þessi mál á fund- um sínum og ráðstefnum og efna til fræðandi fyrirlestra innlendra og er- lendra sérfræðinga. Fyrsta ráðstefna félagsins var hald- in að Bifröst í Borgarfirði dagana 31. ágúst til 2. september s.l., og voru þar samankomnir um 70 manns, m. a. frá mörgum stærstu fyrirtækjum, stofn- unum og atvinnusamtökum þjóðar- innar, til að ræða vandamál á sviði Dr. Harold Whitehead. framkvæmdastjórnar og hagræðing- ar. Dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, flutti erindi á ráðstefn- unni um menntunarmál í sambandi við stjórnun og hugsanlegt fyrir- komulag slíkrar menntunar hér á landi, og Englendingurinn Dr. Har- old Whitehead flutti fyrirlestur, sem fjallaði um ýmis framkvæmda- og skipulagsvandamál í rekstri fyrir- tækja, en þeir voru sérstakir gestir ráðstefnunnar. Onnur aðalerindi ráð- stefnunnar voru: Skipulagning fyrir- tækis, flutt af Guðmundi Einarssyni framkvæmdastjóra, tvö erindi um menntun og þjálfun á sviði stjórnun- ar og hagræðingar, eftir Guðlaug Þorvaldsson viðskiptafræðing og Sverri Júlíusson hagfræðing, og er- indi um reiknigrundvöll stjórnunar- aðgerða, flutt af Glúmi Björnssyni skrifstofustjóra. Þá voru flutt nokkur stutt erindi í erindaflokki, sem bar heitið „Hverju er einkum ábótavant í stjórnunarmálum hér á landi?“ Flytjendur voru þeir Adolf J. E. Pet- ersen, Árni Snævarr, Eggert Krist- jánsson, Einar Bjarnason, Erlendur Einarsson, Hannibal Valdimarsson, Jón H. Bergs, Steingrímur Hermanns- son og Sveinn B. Valfells. Ennfremur heimsóttu ráðstefnuna þeir Robert Major, forstjóri Norska Rannsóknar- ráðsins, sem talaði um rannsóknar- starfsemi og smáiðnað, og Dr. Gunn- ar Böðvarsson, sem ræddi um reikni- grundvöll til að gera sér grein fyrir veiðiþoli fiskstofna. Sex hópumræðuflokkar störfuðu á ráðstefnunni, þar sem þátttakendum gafst kostur á að ræða sérstök áhuga- mál. Umræðuefni hópanna var sem hér segir: 1. Skipulagsmál fyrirtækja. 2. Hagræðing og hagsýsla. 3. Fjár- málastjórn fyrirtækja. 4. Vitneskju- velta innan fyrirtækja, gagnaúr- vinnsla, kostnaðargreining. 5. Ákvæð- isvinna. 6. Nýting vinnuafls og fram- leiðslutækja, aukning framleiðni. Þá voru sýndar kvikmyndir um sjálf- virkni, starfsnám og markaðsmál. Sérstök bókasýning var á ráðstefn- unni, þar sem þátttakendum gafst kostur á að kynna sér bókmenntir um stjórnunar- og hagræðingarmál. Aðalundirbúning ráðstefnunnar annaðist stjórn Stjórnunarfélags ís- lands, en hana skipa: Jakob Gíslason formaður, sem jafnframt var forseti ráðstefnunnar, Gunnar J. Friðriks- son varaformaður, Sveinn Björnsson ritari, Gísli V. Einarsson gjaldkeri, og Eyjólfur Jónsson meðstjórnandi. Framkvæmdir annaðist Árni Þ. Árna- son, sem var framkvæmdastjóri ráð- stefnunnar, ásamt Glúmi Björnssyni, aðalritara ráðstefnunnar. Iðnaðarmálastofnun íslands, sem hefur haft náið samstarf við Stjórn- unarfélagið frá upphafi, veitti félag- inu ýmsan stuðning við undirbúning ráðstefnunnar, m. a. með milligöngu um útvegun hins erlenda fyrirlesara, sem kom hingað með stuðningi Fram- leiðniráðs Evrópu (EPA). Það var einróma álit þátttakenda, að ráðstefna þessi hefði verið hin fróðlegasta og gagnlegasta, og hefði hér að vissu leyti verið brotið blað í sögu stjórnunarmála á íslandi. í lok ráðstefnunnar voru helztu niðurstöður hennar dregnar saman í formi ályktana, þar sem vakin er at- hygli á nokkrum helztu atriðum ís- lenzkra stjórnunarvandamála nú á dögum, og bent er á nokkur verkefni, sem æskilegt er talið, að Stjórnunar- félagið taki til meðferðar á næstunni. 84 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.