Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 7
Umræðuhópur: Fjármálastjórn jyrirtœkis. Frá vinstri: Sveinn B. Valfells, Guðm. Guðmundsson, Jan Garung, Hilmar Kristjánsson, Erlendur Einarsson, Guðjón Teitsson, Eggert Kristjánsson, Örn O. Johnson, Georg Lúðvíksson. Umræðuhópur: Vitneskjuveltan innan jyrirlœkis, o. jl. Frá vinstri: Bjarni P. Jónsson, Gísli V. Einarsson, Otto A. Michelsen, Jón H. Bergs, Jakob Guðjohnsen, Valdimar Hergeirsson, Glúmur Björns- son, Gunnlaugur Björnsson, Guðmundur Erlendsson. Fara ályktanir ráðstefnunnar hér á eftir: ÁLYKTANIR Ráðstefna Stjórnunarfélags íslands, haldin að Bifröst 31. ágúst—2. sept- ember 1961, ályktar: 1) Að eitt helzta skilyrði efnahags- legra framfara og bættra lífskjara sé aukin framleiðni atvinnulífsins og því sé óhj ákvæmilegt, að hvert fyrirtæki, atvinnugrein og þjóðarbúið í heild geri sér með framleiðnimælingum að staðaldri grein fyrir nýtingarhlutfall- inu milli hinna einstöku framleiðslu- þátta (s. s. vinnuafls, hráefna og fjár- magns) og tilsvarandi verðmætis eða magns framleiðslunnar. Telur ráð- stefnan, að með slíkum mælingum megi fá mælikvarða, sem skort hefur, til að meta og móta ráðstafanir ein- stakra fyrirtækja og þjóðarbúsins til bætts rekstrar og betri afkomu. 2) Að brýn nauðsyn sé að koma á vinnurannsóknum í atvinnulífi lands- ins til þess að endurbæta vinnuað- ferðir og auka framleiðni með það fyrir augum að bæta í senn afkomu launþega og fyrirtækja. 3) Að auðsætt sé, að íslenzka þjóð- in þurfi nú þegar á að halda fjöl- mennu starfsliði, er vinni að hvers konar vinnuhagræðingu og almennri hagsýslu og sé sérstaklega þjálfað til þeirra starfa. 4) Að nauðsynlegt sé, að öll stór atvinnufyrirtæki landsins og mörg hinna smærri hafi fastráðna menn við hagræðingarstörf í sinni þjónustu. Jafnframt sé þörf hagræðingarráðu- nauta, er allir geti leitað til. 5) Að mikilvægt sé, að samtök vinnuveitenda og launþega geri með sér samkomulag um framkvæmd vinnurannsókna með það fyrir augum að efla skilning á gagnsemi þeirra og koma í veg fyrir andúð gegn vinnu- rannsóknum og tortryggni í garð þeirra, sem framkvæma þær. 6) Að launakerfum, sem verðlauna aukin afköst, sé ekki nægur gaumur gefinn hér á landi. Það kerfi, sem mest er notað nú — fast kaup á tíma- einingu — hvetur ekki til bættrar nýt- ingar atvinnutækja og aukinna vinnu- afkasta að sama skapi og ákvæðis- vinnukerfi. Til þess að ákvæðisvinna nái tilætluðum árangri, verður að gæta þess, að hún sé rétt undirbúin, að starfsemin sé skipulögð með tilliti til hennar og hagnaðinum, sem af henni verður, sé réttlátlega skipt milli þeirra aðila, sem hlut eiga að máli. Séu þessi skilyrði uppfyllt, má af á- kvæðisvinnu vænta aukinnar fram- leiðni og velmegunar. 7) Að æskilegt sé, að unnið verði að því að kom á samstarfsnefndum launþega og vinnuveitenda í stærstu fyrirtækjum landsmanna, þar sem fulltrúar þessara aðila ræði reglu- lega sameiginleg velferðar- og hags- muna mál, s. s. ráðstafanir til aukn- ingar framleiðni, vinnuskilyrði, ör- yggismál o. s. frv. Um leið og ráð- stefnan skírskotar til jákvæðrar reynslu, sem fengin er í nágranna- löndum vorum í þessum efnum, bein- ir hún þeim tilmælum til SFÍ, að fé- lagið stuðli fyrir sitt leyti að því með upplýsingastarfsemi og öðrum hætti í samráði við heildarsamtök launþega og vinnuveitenda, að samstarfsnefnd- ir komist á í íslenzku atvinnulífi. 8) Að brýn nauðsyn sé á því, að tekin sé upp í íslenzkum sérskólum, þar sem það á við, bæði framhalds- skólum og æðri menntastofnunum, kennsla í hagræðingu og stjórnun. 9) Að nauðsynlegt sé að hefja nú Umræðuhópur: Skipulagsmál jyrirtœkja. Frá vinstri: Steingrímur Jónsson, Kári Þórðarson, Axel Kaaber, Arni G. Kristjánsson, Ás- geir Einarsson, Guðmundur Einarsson, Sigurður Halldórsson, Her- mann Þorsteinsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Gunnlaugur Briem. Umræðuhópur: Hagrœðing. Frá vinstri: Jakob Gíslason form. SFÍ, Þorv. J. Júlíusson, Sveinn Guðmundsson, Svavar Guðmundsson, Sverrir Júlíusson, Einar Bjarnason, Hjálmar Blöndal, Jakob Hár- vei, Kristján Magnússon, Þorg. K. Þorgeirsson, Helgi Þórðarson.

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.