Iðnaðarmál - 01.05.1961, Síða 10
Ktfllmtafrfmilnðsla
Um miðjan ágústmánuð var opnuð
verksmiðja í Reykjavík til fram-
leiðslu á kolburstum (kolum) í raf-
vélar. Verksmiðjan, sem er eign sam-
eignarfélagsins Kórall sf., er til húsa
að Vesturgötu 55. Við stofnsetningu
verksmiðjunnar hefur Kórall sf. haft
náið samstarf við ensku kolbursta-
verksmiðjuna The Morgan Crucible
Company Ltd., sem hefur framleitt
kolbursta í tæp 60 ár og er einn þekkt-
asti framleiðandi á þessu sviði. Auk
þess sem Kórall sf. hefur fengið vél-
ar sínar frá áðurnefndri verksmiðju,
er efnið til kolburstagerðarinnar
einnig fengið þaðan. Hin enska verk-
smiðja hefur þjálfað starfsmann Kór-
als, en hún mun einnig hafa með
höndum gæðaeftirlit, og sérfræðing-
ar hennar munu veita aðstoð, þegar
þörf gerist, til að leysa úr sérstökum
vandamálum, s. s. óeðlilegu sliti á
burstum, straumvindum, hringum o.
s. frv. Hefur Kórall sf. söluumboð og
Borvélarnar, sem notaðar eru til að bora
burstana áður en þráðurinn er festur í þá.
Myndin sýnir tœkin, sem kolburstarnir eru prófaðir með, áður en þeir eru afgreiddir frá
verksmiðjunni. Lengst til vinstri er togprófunartceki, en í því er styrkleiki þráðarféstingar-
innar prófaður með allt að 43 kg. togi. 1 miðið er tœki til að mcela nákvœmni í slípingu
burstanna, en hámarksónákvœmni (tolerance) er 0,07 mm. 1 tcekinu lengst til hœgri er
mælt viðnámið í tengingu þráðarins við burstann, en spennufallið yfir þá tengingu má
aðeins vera nokkur m.V. við málstraum burstans.
framleiðsluleyfi frá hinni ensku verk-
smiðj u.
Þar sem skipulagsbundið viðhald á
enn langt í land í flestum atvinnu-
greinum hér á landi, verður eigend-
um hvers konar rafvéla að teljast
verulegur fengur að slíkri þjónustu
sem þessari. Til þess að þjónusta af
þessu tagi geti gengið örugglega og
fljótlega fyrir sig á að sjálfsögðu
ávallt að hafa margar efnisgerðir
fyrirliggjandi, en þjónustan verður
einnig að byggjast á því, að greiðlega
gangi að gera grein fyrir, á nákvæm-
an og réttan hátt, hvers sé þörf hverj u
sinni.
Hefur Kórall sf. ákveðið að koma
upp spjaldskrá yfir vélar viðskipta-
vina í þessu skyni, sem þess óska,
þannig að afgreiðsla pantana geti átt
sér stað með eins litlum töfum og
verða má. Eigendur hins nýja fyrir-
tækis eru Baldur Geirsson og Sveinn
Þórðarson. ^ ^
Myndin sýnir slipun á kolburstum.
38
IÐNAÐARMÁL