Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 12

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 12
íbúðarinnar er í efri brún á fullgerðu gólfi. Nefndin gerir ráð fyrir því, að gólfplötur samkvæmt mátkerfinu verði steyptar með yfirstalli í vegg að jafnri þykkt og gólfið, platan verði steypt af æskilegri þykkt og síðan komi undirstallur í vegg og nái niður að næstu mátlínu eða skipulagsmát- línu í hlöðnum húsum. Nefndin ákvað heildarhæð íbúða, mælt frá gólfi til gólfs, 280 cm, dyra- hæð 210 cm. Brjósthæðir glugga voru ákveðnar: 0 cm, 40 cm, 60 cm, 80 cm, 100 cm og 180 cm. Gluggahæðir voru ákveðnar: 60 cm, 120 cm, 140 cm, 160 cm, 180 cm og 220 cm. Samstæðar brjósthæðir og glugga- hæðir voru valdar þannig: O-f-220 cm, 40—)—180 cm, 60+160 cm, 80+ 140 cm, 80+160 cm, 100+120 cm, 100+140 cm, 180+60 cm. Tímaritið ISnaSarmál Útgáfu ritsins var hagað með svip- uðum hætti og áður. Það flytur að jafnaði greinar um innlendan og er- lendan iðnað, þætti um tæknilegar nýjungar, auk þess sem þar er greint frá starfsemi stofnunarinnar. Á það vinsældum að fagna bæði hér á landi og erlendis, en enskur útdráttur fylg- ir hverju hefti, sem sent er úr landi. Er það sent fjölmörgum stofnunum og aöilum erlendis, sem Iðnaðarmála- stofnunin á að jafnaði samskipti við, oft í skiptum fyrir önnur málgögn. Síðasti árgangur, sem var hinn sjö- undi í röðinni, var 120 bls. Áskriftar- gjaldið kr. 100,00 hefur haldizt óbreytt frá upphafi. Fyrir þá, sem halda vilja ritinu saman, hafa verið gerðar sérstakar möppur, og rúma þær ritiö allt fram til ársins 1965. Nokkur hefti ritsins eru nú á þrotum, og er búizt viÖ, að nýir áskrifendur geti aðeins fengið það frá upphafi til miðs árs 1961. Tæknibókasafn IMSÍ í byrjun ársins voru skráðar bæk- ur og rit 1973, en í árslok 2409. Fjölg- unin var því 437 bækur og rit. Á ár- inu var gerð viðbótar-bókaskrá yfir þær bækur, sem bætzt höfðu í safnið á tímabilinu apríl 1959 til september 1960. Þessari skrá, sem inniheldur 6 —7 hundruð titla, var dreift til nokk- uð á annað þúsund aðila, en auk þess fékk hver nýr meðlimur safnsins eitt eintak. í árslok voru meðlimir safns- ins orðnir tæplega 200 að tölu. Útlán á árinu námu á annað þúsund bókum og ritum. Notendur safnsins eru úr flestum stéttum, meðal annarra verk- fræðingar, iðnaðarmenn, iðnrekend- ur, verzlunarmenn o. fl. Fjölda gesta safnsins var leiðbeint af verkfræðing- um stofnunarinnar í sambandi við ákveðin vandamál, enda gegnir það mikilvægu hlutverki í tækniupplýs- ingaþjónustu stofnunarinnar. Leiðbeiningar eru einatt látnar í té um kaup og val tæknilegra bóka, m. a. til bókasafna úti á landi. Um áramótin var í undirbúningi að ráða fastan bókavörð, þannig að safnið yrði opið 32 klst. í viku. Tæknikvikmyndasafn Eins og undanfarin ár hafa ýmsir aðilar, m. a. iðnaðarmannafélög, iðn- skólar og fyrirtæki, notið fyrir- greiðslu um lán á kvikmyndum og sýningarvélum, sem eru í eigu stofn- unarinnar. Hafa myndir verið sendar um allt land, og hefur eftirspurn farið vaxandi. Nýtur stofnunin mjög náins samstarfs við kvikmyndadeild Fram- leiðniráðs Evrópu í París, sem lánar að jafnaði myndir til stofnunarinnar og hefur á hendi ýmiss konar fyrir- greiðslu um útvegun og kaup á mynd- um. Nokkrar myndir hafa bætzt við safnið á árinu, og eru nú í eigu þess um 100 myndir, þar af rúmlega þriðj- ungur með íslenzku tali, sem hefur verið segulhljóðritað á þær. Funda- og fyrirlestrasalur stofnunarinnar er einatt lánaður út til ýmiss konar fræðslustarfsemi. Onnur starfsemi Að ósk iðnaðarmálaráðherra gerði stofnunin tillögur í formi lagafrum- varpa í septemberbyrjun um: A — löggildingu bifreiðaverkstæða, B — verkstjóranámskeið, C — lög um Iðn- aðarmálastofnun íslands. Voru laga- frumvörp um þessi mál borin fram á síðasta Alþingi. Ýmis mál, sem lögð voru fyrir Al- þingi á árinu, voru send stofnuninni til umsagnar. Auk áðurgreindrar fræðslustarf- semi voru haldnir nokkrir fyrirlestrar á árinu á vegum stofnunarinnar (sjá Iðnaðarmál). Á síðari hluta ársins var unnið að undirbúningi félags um stjórnunar- mál, og var Iðnaðarmálastofnunin einn þeirra aðila, sem gengust fyrir stofnun þess um s.l. áramót. Á frkvstj. stofnunarinnar sæti í stjórn félagsins. Er greint frá stofnun félagsins og til- gangi þess í Iðnaðarmálum (sjá 1. hefti 1961). Dagana 27. og 28. júní var haldinn í Reykjavík 6. Norræni öryggiseftir- litsfundurinn, og mætti frkvstj. IMSI sem fulltrúi stofnunarinnar í boði Or- yggiseftirlits ríkisins. Ofangreindar upplýsingar um starf- semi Iðnaðarmálastofnunar íslands s.l. starfsár verða látnar nægja, en eins og bent var á í upphafi, geta þeir, sem óska eftir að fá skýrsluna í heild, snúið sér til stofnunarinnar í því skyni. S. B. Misskilin vinnurannsóknartœkni. 90 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.