Iðnaðarmál - 01.05.1961, Qupperneq 15

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Qupperneq 15
und smálestir, sem efnaiðnaðurinn notaði til að vinna úr, höfðu að vísu engin áhrif á notkun málma. Af hin- um 180 þúsund smálestum, sem plast- vöruiðnfyrirtækin notuðu, má gera ráð fyrir, að um 72 þúsund smálestir (40%) hafi komið í stað málma. Hinn hefðbundni iðnaður notaði árið 1959 um 240 þúsund smálestir af plastefnum, og það er enginn vafi á, að meirihluti þess magns keppir við málmana. Gerum ráð fyrir, að skipti- stuðullinn (plast í skiptum fyrir málma) sé tveir þriðju — en með hliðsjón af hinni miklu plastnotkun rafmagnsiðnaðarins mun sú tala vera fremur of lág en of há — þá koma 160 þúsund smálestir af plastefnum til viðbótar, er leysa málmana af hólmi. Þannig má ætla, að árið 1959 hafi um 230 þúsund smálestir af plastefn- um — eða næstum 30% — háð sam- keppni við málmana í Vestur-Þýzka- landi. Þar sem eðlisþyngd plastefn- anna er talsvert mikið lægri en málma (meðal-jafngildisfaktor er venjulega talinn 3), samsvara 230 smálestir plastefna um 700 þúsund smálestum af völtuðu stáli. Árið 1959 voru fram- leiddar 16.9 millj. smálesta af full- gerðum vörum úr völtuðu stáli í Vest- ur-Þýzkalandi. Plastefni, notuð í stað málma, jafngildi 700 þúsund smá- lesta af stáli, nema því um 4% af markaðinum. Þessi tala er auð\4tað áætluð. Vegna vöntunar á fullnægj- andi tölfræðilegum skýrslum hafa út- flutnings- og innflutningstölur fyrir stál og plastefni ekki verið teknar með í reikninginn né heldur notkun plastefna í staðinn fyrir járnsnauða málma eins og kopar, alúm, zink, tin og blý. Ef við fylgjum eftir markaðshlut- falli plastefnanna (4% af framleiðslu valtaðs stáls) um næstu 8 árin — og leggjum til grundvallar útbreiðslu- hraðann á tímabilinu 1955 til 1959 — mundi framleiðsla á fullgerðum vörum úr völtuðu stáli nema 23.7 millj. smálesta árið 1967, og jafn- gildistala stáls af plasti, er keppti við málmana, mundi þá nema 3 millj. smálesta. Markaðshlutfall plastefn- anna yrði þá um 11.2%. í þessu sam- bandi er gaman að veita því athygli, að árið 1957, þegar kolakreppan tók að láta að sér kveða í Vestur-Þýzka- landi, var hlutur olíunnar í heildar- orkuframleiðslunni 11.9%. Hlýtur stálið að hverfa? Á þessu stigi er ekki unnt að segja fyrir með vissu, hvort plastefnin muni raunverulega ógna allri notkun stáls eða málma. En þó má greina nokkur merki, er virðast benda í þá átt: 1. Árið 1959 var stálframleiðslan í Vestur-Þýzkalandi — þrátt fyr;:- al- mennan uppgangstíma — aðeins ör lítið meiri en árið 1957. í Bandaríkj- unum hefur verið kyrrstaða í stál- framleiðslunni síðan 1955. 2. Greinilega hefur dregið úr hiki neytendanna og hinna hefðbundnu málmiðnaðargreina, sem í fyrstu ef- uðust um gildi og áhrifamátt hins nýja efnis. 3. Verðlag plastefnanna fer lækk- andi, meðan verðlag stáls hefur til- hneigingu til hækkunar. Framleiðslu- verð í Vestur-Þýzkalandi í járn- og stáliðnaðinum hækkaði um 99% á tímabilinu 1950—1959. Á sama líma lækkaði verðlag hjá þeim fyrirtækj- um, sem framleiða úr plastefnum, um 6%. Verðlag þeirra fyrirtækja, sem framleiddu plastefnin, lækkaði jafn- vel enn meir en þeirra, sem unnu úr efnunum. 4. Enda þótt gerviefni séu í vissum tilfellum dýrari en sambærilegir málmar, er ódýrara að vinna úr þeim, og gerir það notkun þeirra mjög hagkvæma. 5. Þó að það sé að vísu rétt, að málmvélar af all-mikilli þyngd séu notaðar til að vinna úr plastefnunum, þá mun aukin framleiðsla á slíkum vélakosti ekki krefjast meira magns af málmum, því að samtímis verður mikill fjöldi málmvinnsluvéla úreltur. En svo eru önnur atriði, sem benda til þess, að ólíklegt sé, að heildarnotk- un málma muni láta alvarlega á sjá vegna plastefnanna. Plastið getur að- eins komið í stað málmanna á vissum IÐNAÐARM AL 93

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.