Iðnaðarmál - 01.05.1961, Page 16

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Page 16
sviðum, en ekki öllum. Eiginleikar plastefnanna, og þá einkum hið lága hitaþol, takmarka notkun þeirra, eins og nú er. Auk þess má telja víst, að meðan iðnaðurinn heldur áfram út- þenslu sinni, muni notkun málma aukast, a. m. k. á þeim sviðum, þar sem þeir mæta engri samkeppni (stál- plötur, byggingastál o. s. frv.). Það er einnig sennilegt, að ýmis hlutverk finnist til viðbótar fyrir málmana, og má telja það alveg fullvíst, að því er varðar hreinsað stál og alúm. Á síðara helmingi nítjándu aldar var timbur mikilvægasta hráefnið, en síðar leystu málmarnir það af hólmi á mörgum sviðum. Stór hluti af þeim iðnaði, er vann úr timbrinu, varð að draga sarriau seglin, og margs konar nátengd starfsemi lagðist niður um leið, en heildarnotkun timburs óx þrátt fyrir það. Hið sama gæti átt sér stað með málmana. Framleiðsla ó plastpípum tvöfaldast á ári hverju Jafnvel þótt gerviefnin hefðu ekki áhrif á heildarnotkun málma, verður varla komizt hjá meiriháttar breyt- ingum á uppbyggingu málmiðnaðar- ins á þeim sviðum, þar sem plastefnin hafa náð fótfestu. Við verðum því að taka til athugunar, hverjar greinar málmiðnaðarins — ef einhverjar — eru líklegar til að verða fyrir gagn- gjörum áhrifum frá plastefnunum. Eins og nú horfir, er samkeppni plast- Mót tiL jramleiðslu á plasttökkum í viðtœki. efnanna hörðust í framleiðslu á píp- um, plötum, böndum, stöngum og steyptum hlutum. Hin hraða framsókn plastpípnanna er alveg einstök, jafnvel í hinni furðu- legu útbreiðslusögu plastefnanna. Plastpípur veita viðnám gegn veðrun, ryði og mörgum kemískum efnum. Þær eru nothæfar í leiðslur fyrir drykkjar- þvotta- og frárennslisvatn, hrúðurmyndandi vökva, edik, mjólk, viðsjálar gastegundir og þrýstiloft. Það er auðvelt að leggja þær, og — upp að ákveðnu þvermáli — er unnt að afgreiða þær í rúllum. Plastpípur eru gæddar kuldaþoli, en ekki hita- þoli. Enn sem komið er þola þær ekki yfir 60°C hita, en þrátt fyrir þessa takmörkun hafa þær lagt undir sig talsverðan hluta markaðarins. Á tímabilinu frá 1956 til 1959 jókst framleiðsla á heildregnum, logsoðn- um stálpípum úr 1,419 í 1,609 millj. smálestir, eða um 13.4%, en á sama tíma jókst jafngildi stáls í plastpípu- framleiðslunni úr 6 þúsund smálest- um upp í 60 þúsund smálestir. Á þessu tímabili jókst plastpípufram- leiðslan nálega um 100% á hverju ári, og myndaði vöxturinn þannig geometrískar raðir. Hlutur plastpípn- anna árið 1956 var um 0.4% af heild- armarkaðinum fyrir heildregnar, log- soðnar stálpípur og plastpípur, en ár- ið 1959 var hann orðinn 3.6%, eða níu sinnum hærri tala en hin fvrri. Sérfræðingar búast ekki við, að nokkurt lát verði á útþenslu plast- pípuframleiðslunnar næstu árin. Ef skoðun þeirra reynist rétt, gæti plast- pípuframleiðslan, miðuð við jafn- gildi stáls, orðið yfir 500 þúsund smálestir árið 1963, og markaðshlut- ur plastpípnanna um 22%, og eru þessar tölur byggðar á vaxtarhraðan- um 1956—1959. í þessum útreikn- ingi er gert ráð fyrir, að framleiðsla á heildregnum, logsoðnum stálpípum aukist einnig (1,825 millj. smálestir árið 1963). Ef framleiðsla á stálpíp- um skyldi aukast minna eða jafnvel alls ekki, myndi slíkt hafa mjög slæm áhrif á atvinnuástandið. Síðan í árs- lok 1957 hefur tala þeirra, sem at- vinnu hafa í stálpípuverksmiðjum, lækkað verulega. Vegna aukinnar sjálfvirkni hafði tala þessi lækkað um 1400 í árslok 1959, eða um 10%. Minnkandi atvinna í málmsteypu- iðnaðinum Plastefnin hafa einnig haft mikil áhrif á málmsteypuframleiðsluna. Árið 1959 var framleiðsla á mótuðu jámi í Vestur-Þýzkalandi 5% minni, og framleiðsla á mótuðu stáli 18.7% minni en árið 1956. Framleiðsla á hamartæku járni var enn í talsverð- um vexti, og virðist augljóst, að sam- keppni plastefnanna hafi fyrst og fremst bitnað á tengistykkj um (fitt- ings — 17.6% lækkun). Auðvitað hefur ýmislegt fleira haft áhrif á markaðsframleiðslu málmsteypuiðn- aðarins, t. d. samkeppni logsuðu- framleiðslunnar. En því verður varla móti mælt, að atvinnusamdrátturinn í vestur-þýzka málmsteypuiðnaðinum í árslok 1956 og aftur í árslok 1959 (6.800 verkamenn eða um 4%) staf- aði a. m. k. að nokkru leyti af sam- keppni plastefnanna. Málmleikfangaiðnaðurinn hefur nú breytt um 60% af framleiðslu sinni í plastleikföng. Aðrar greinar málm- iðnaðar eru nú óðum að breyta starf- semi sinni og taka plastið í sínar þarf- ir, eins og glöggt má sjá á hinu mikla magni plasthluta, sem plastvöruiðn- fyrirtækin láta af hendi til þeirra. Magn plasthlutanna, sem vestur-þýzki vélsmiðjuiðnaðurinn keypti á tíma- bilinu 1956 til 1959, jókst níu og hálf- um sinnum hraðar en sjálf afköst þessa iðnaðar. í járn- blikk- og málm- vöruiðnaðinum var aukningin átta og hálfum sinnum hraðari, og í fram- leiðslu sjóntækja og annarra ná- kvæmra tækja var aukningin meira en fjórum sinnum hraðari en afkasta- aukning iðnaðarins sjálfs. Tölurnar, sem sýndar eru á töflu 1 hér á eftir, ná aðeins yfir hluta af plastnotkun málmiðnaðarins. Allar þær greinar iðnaðar, sem hér hafa verið nefndar, framleiða einnig sjálf- ar mikið magn plasthluta í sínum eig- in verksmiðjum, sem því miður kem- ur ekki fram á skýrslum. Þetta á eink- um við um stærsta plastnotandann 94 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.