Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 19
Fiórwifingar fif afvinnutnáln I fjárlagafrumvarpi fyrir 1962 er gert ráð fyrir eftirfarandi fjárveitingum til atvinnumála (16. gr.). Til samanburðar fylgja tilsvarandi tölur fjárlaga 1961. Fjárlagafrv. 1962 Fjárlög 1961 A. Landbúnaðarmál ............... Kr. 82.464.627 Kr. 79.370.200 B. Sjávarútvegsmál............... — 26.293.248 — 25.872.482 C. Iðnaðarmál.................... — 5.096.000 — 4.687.000 D. Raforkumál.................... — 31.711.407 — 32.961.859 E. Rannsóknir í þágu atv.veganna o. fl. — 10.368.369 — 8.813.826 Kr. 155.933.651 Kr. 151.705.367 Liðurinn Iðnaðarmál (16. gr. C) skiptist þannig: Fjárlagafrv. 1962 þús. kr. 1. Til Landssambands iðnaðarmanna................... 150 2. Til Iðnaðarmálastofnunar íslands............... 1.247 3. Kostnaður vegna hagnýtingar á erlendri tækni- aðstoð á vegum IMSÍ ............................. 150 4. Til iðnlánasjóðs............................... 2.000 5. Til iðnfræðsluráðs skv. lögum.................... 304 6. Til iðnráða....................................... 30 7. Styrkur til byggingar iðnskóla í Reykjavík, gegn jafnmiklu framlagi ananrs staðar að, allt að .... 450 8. Styrkur til byggingar iðnskóla á Akureyri..... 300 9. Styrkur til byggingar iðnskóla á Selfossi......... 50 10. Til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis....... 85 11. Til vörusýninga og vörukynningar erlendis..... 57 12. Oryggiseftirlit ríkisins (gjöld og tekjur krónur 1.027.375, jafnhá)..................... 13. Kostnaður við öryggisráð ......................... 40 14. Kostnaður við vörumerkjaskráningu................. 12 15. Til verkstjóranámskeiða ......................... 221 Til iðnaðarmála samtals krónur 5.096 Fjárlög 1961 þús. kr. 150 1.085 150 2.000 295 30 450 300 50 75 50 40 12 4.687 Skv. 14. gr. fj árlagafrumvarpsins er fjárveiting til iðnfræðslu 1962 áætluð kr. 5.234.983, en var kr. 3.755.883 á fjárlögum 1961. (Listiðnaðardeild Hand- íðaskólans meðtalin bæði árin). skáparnir sjálfir (ytri gerðin) verið framleiddir með þessari aðferð. Plastefni styrkt með glertrefjum Það færist nú stöðugt í vöxt að styrkja plastefni með öðrum efnum, sem ekki teljast til gerviefnanna, svo sem gleri og asbesti. Notkun plast- efna, er styrkt voru með glertrefjum, tífaldaðist í Vestur-Þýzkalandi á tíma- bilinu frá 1955—1958. Höfuðkostur þessarar aðferðar er fólginn í því, að polyester resin og glersilki sameinast í efni, sem hefur jafnmikið þanþol og úrvals-stál og auk þess miklu meira hitaþol en óstyrkt plastefni. í fyrstu var þetta að mestu unnið með hönd- unum — plastefninu var dreift yfir glertrefjamottu -— en á síðustu árum hafa aðferðir fjöldaframleiðslunnar verið notaðar með góðum árangri. Framleiða má stóra hluta úr yfir- byggingum, í heilu lagi, úr glertrefja- styrktu plasti. Frummótið er fyrst pressað úr glertrefjum, og síðan er plastefnið sameinað með annarri pressuaðgerð. Á þennan hátt má framleiða bifreiðahús, báta, geyma og jafnvel keðjur fyrir þungalyftingu. I Frakklandi hafa Renaultverk- smiðjurnar byggt tengivagn (trailer), þar sem notað er glertrefjaplast í þak, loftræsiskrúfur, vatnsgeymi, upp- göngutröppur, handrið, hurðir og vatnssalerni. Þó að vinnsla úr hinu styrkta plastefni krefjist meiri vinnu í höndunum en spýtimótun, gegn- þvingun, blástur- og lofttæmingarað- ferð, hefur hún samt allmikinn vinnu- sparnað í för með sér í samanburði við málmvinnslu. Fyrirtæki, sem framleiðir bifreiðahús, breytti t. d. starfsemi sinni þannig, að styrkt plast- efni var tekið í notkun í stað málma við framleiðslu á loftleiðslupípum fyrir hreyfla. Áður höfðu leiðslur þessar verið soðnar saman úr beygð- um plötustykkjum, og fyrir hvert leiðslukerfi (sett) þurfti 16 vinnu- stundir. Þó að glertrefjarnar séu ekki pressaðar saman við plastið með vél- búnaði, heldur lagðar með höndun- um í formin, tekur það nú aðeins 2 klst. að fullgera leiðslurnar. Fram- leiðniaukningin er 700%. Engin þörf er lengur fyrir slípun, fágun og máln- ingu. Sum plastefni eru skorin til á ná- kvæmlega sama hátt og málmar (yfir- borðsmeðhöndlun, skrúfumótun, skurður, borun, slípun). Þetta á eink- um við framleiðslu á samsetningar- blutum fyrir vélsmiðjuiðnaðinn. En í heild er skurður plastefnanna samt sem áður ekki mikilvægt atriði. Framh. í næsta blaði. IÐN AÐARMÁL 97

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.