Iðnaðarmál - 01.05.1961, Page 20
NYTSAMAR NYIUNGAR
Börustigi
Hér sjáum við tæki, sem ætti að
geta komið að góðu gagni við vöru-
meðhöndlun í geymsluhúsum: hand-
vagn, sem breyta má í stiga með einu
auðveldu handtaki. Tækið er gert úr
stálpípum og vegur 19 kg. Burðarþol
er 250 kg, og efsta þrepið er í 83 cm
hæð yfir gólffleti.
Framleiðandi er Tube Plastics Ltd.,
Cradley Ileath, Staffs., Bretlandi. — Úr
„Mass Production" apríl 1961. — DSIR
Technical Dieest nr. 1368.
Rafnmagnsstraumur flýtir
fyrir storknun steinsteypu
Aðferð, sem getur sparað sement og
hraðað herzlu.
Storknun steinsteypu er flókin
efnastarfsemi. Hún hefst með því, að
sementssteinefnin leysast upp í vatn-
inu, sem bætt er í sementið. Storkn-
un og herzla steypunnar á sér stað
með vatnsbindingu (hydration) á
hverj u laginu á fætur öðru af sements-
ögnum. Þetta kemur fram í auknum
styrkleika steinsteypunnar eftir því
sem lengra líður. Mánaðargömul
steinsteypa hefur 50% meiri styrk-
leika en vikugömul, og eftir 6 mán-
uði hefur styrkleikinn aukizt um
150%. Að vissu leyti verður herzlan
aldrei algjör, þar sem hörð vatnshúð
(hydrate film) getur myndazt utan
um sementsagnir eins og nokkurs
konar dós, sem ver ögnina fyrir
vatni.
Kunnugt er, að rafstraumur hefur
áhrif á steinsteypu, og gerð hefur ver-
ið rannsókn, sem miðar að því að
flýta fyrir storknun steypunnar með
því að beita rafstraumi, eftir að
steypan hefur verið lögð.
Sementsleðja er rafleiðir af upp-
lausnargerð, og jafnstraumur í henni
veldur rafhræringum (electrolysis) í
vatninu. Þessi áhrif rjúfa sundur
„dósirnar“, sem myndazt hafa kring-
um sementsagnirnar og greiða þannig
fyrir því, að bindikraftur sementsins
nýtist að fullu.
Myndin sýnir meginatriði aðferð-
arinnar. Jafnstraumi frá rafal (1) er
beitt á elektróðurnar (6) á steypu-
hlutanum (5). Hægt er að breyta
stefnu straumsins með rofa (4).
Tíðni straumbylgnanna og varanleiki
eru komin undir gerð stevpublönd-
unnar og stærð steypuhlutans.
Prófanir, sem gerðar hafa verið á
steypuhlutum við Woskressenski-
verksmiðjuna (U.S.S.R.) leiddu í
ljós, að steypa, sem hlotið hafði raf-
straumsmeðhöndlun, byrjaði að
storkna einni mínútu eftir að hún var
lögð, og var orðin þétt eftir 9 mínút-
ur, en tilsvarandi tölur fyrir steypu,
sem enga slíka meðhöndlun hafði
hlotið, voru 42 mínútur og 12 klst. og
48 mín.
Rafstraumsmeðhöndlun í 30 mín-
útur jók styrkleika steypunnar um
50%, og sýnishorn, er framleidd voru
úr steypublöndu, sem hafði 25%
minna sementsinnihald, reyndist hafa
meiri styrkleika en venjuleg steypu-
sýnishorn.
Upplýsingar þessar byggjast á grein eftir
A. Perwowski í rússneska tímaritinu „Iso-
bretatel i Rationalisator“, nr. 5 1960. Þýzk
þýðing í „Die Presse der Sowjetunion“ (A.-
Þýzkalandi), nr. 124, 1960. — E.T.D. nr.
4408.
Plasthúðun hylur
steinsteypufleti
Vinyl-húð, um 1 mm á þykkt, hefur
verið sprautað á stóra flugvallarbygg-
ingu á alþjóðlega flugvellinum í Los
Angeles. Húðin veitir bvggingunni
heildarsvip, eins og hún væri mótuð
98
IÐNAÐARMÁL