Iðnaðarmál - 01.05.1961, Síða 22

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Síða 22
nægilegri hörku og viðeigandi hlutir eru látnir í götin, og útilokar það öll óhreinindi. Til að forma keilumynduð göt fyr- ir undirstöðubolta eru notaðir keilu- laga pokar. Þetta á líka við um göt, þar sem boltinn er stilltur inn í á eftir og gatið síðan fyllt með steypu (mynd 2). Fyrir undirstöðubolta, sem komið er fyrir í stöðu sinni, áður en steyp- unni er hellt í, hafa verið gerðir keilu- laga pokar, sem smeygt er yfir bolt- ana og fyltir sandi, þannig að trekt- mynduð skál mótast í steypuna kring- um efri hluta boltanna. Á þennan hátt fæst svigrúm fyrir endurtekna hliðar- stillingu boltanna. Framleiðandi er Shell Netherlands Re- fineries Ltd., Postbox 644, Rotterdam, Hol- landi. — Úr „Plastica“ (Hollandi) nr. 8, 1960. — E.T.D. nr. 4330. Segulmagnað skorðunartæki „Trolley“-tæki, sem til þess er ætlað að draga úr vinnukostnaði með því að afnema dýrt undirbúningsstarf við skipabyggingar og önnur verk við stálplötusmíðar. Við skipabyggingar hefur það tíðkazt að sjóða saman bráðabirgða- þá þurft að sverfa burt gömlu logsuð- brýr milli þverbanda og málmplatn- anna til að auðvelda verkið, og hefur una, eftir að bráðabirgðabrúin hefur verið fjarlægð. Til að losna við svo dýran undir- búning og festingu á vélskorðum, hef- ur verið gert vökvaknúið, segulmagn- að „trolley“-tæki. Það er með tveim- ur öflugum segulstykkj um og vökva- lyftibúnaði og getur framkallað allt að 5 smálesta þrýsting. Það er útbúið með stillanlegri brú til að samhæfa það við þverbönd eða stálgrindaum- gjörðir (joists) allt að 191/} þuml. á hæð. Sérstakur þrýstimælir, sem tengdur er við vökvakerfið, sýnir samloðunarstig milli plötugerða af mismunandi þykkt. Notkun tækisins við skorðun á böndum og plötum er sýnd á myndun- um 1 og 2. Auðvelt er að beita tæk- inu. Einn maður getur ekið því að verkefninu, sett straum á segulstykk- in og beitt vökvalyftinum til að rétta plöturnar í beina línu, þrýsta þver- böndum í rétta stöðu o. s. frv. á að- eins örfáum mínútum. Engin tíma- frek undirbúningsvinna er nauðsyn- leg. Við skorðun á stálbitaumgjörð- um, þverböndum, uppistöðustykkjum og réttingu á plötustykkjum fyrir log- suðu er talið, að með tæki þessu megi ná allt að 40% vinnusparnaði. Þótt tækið sé upphaflega ætlað fyr- ir skipasmíðastöðvar, má nota það við margvísleg önnur stálplötuverk. Framleiðandi er Melbro Machine Tools Ltd„ Melbro House, 2A Alexandra Road, Manchester 15, Bretlandi. — Úr „Mass Production", jan. 1961. — E.T.D. nr. 4394. „Bonus"-klukka íyrir ákvæðisvinnu Stuðlar að aukinni framleiðni og bættum samskiptum verkamanna og stjórnenda við margs konar iðnað í fjöldaframleiðslu með því að mæla og sýna samanlagðan „bonus“-hagn- að starfsmanna við hin einstöku verk. Við endurtekningarstörf í iðnaði er algengt að greiða starfsmönnum á ákvæðisvinnugrundvelli. Staðaltími og taxti er ákveðinn til að ljúka verk- inu, og sé það leyst af hendi á styttri tíma, greiðist uppbót eða „bonus“. Erfiðleikar, sem fram koma við framkvæmd kerfisins, geta leitt til þess, að slæmur andi verði ríkjandi milli starfsmanna og stjórnenda. Það er erfitt að meta nákvæmlega réttindi eða kröfur til uppbóta, þannig að starfsmaðurinn sannfærist um, að það sé heiðarlega gert, og það er líka erfiðleikum bundið að gefa starfs- manninum stöðuga vitneskju um, hvort hann vinnur sér inn uppbætur -—- ef afköst hans minnka, getur liðið nokkur tími, áður en honum verður sú staðreynd ljós. Og það er heldur ekki auðvelt að ákveða nákvæmlega — og með augljósari óhlutdrægni — staðaltímann, sem taxtinn byggist á. Til að leysa úr þessum vandamálum hefur verið gert samþjappað og traust mælitæki. Það er samsett af klukku- gangverki og hefur: a) Taxtaskífu, sem staðaltíminn er settur á. b) „Bonus“-skífu, þar sem vinnu- tíminn er sýndur, ýmist yfir eða und- ir staðaltíma, á hvaða tíma sem er, eftir að verkið er hafið. c) Grænt og rautt Ijós, sem á á- kveðnum tíma gefur vísbendingu um, hvort starfsmaðurinn sé „í bónus“ eða „utan við bónus“. d) Endurstillanlegan teljara, er sýnir samanlagðan fjölda þeirra 100 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.