Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Blaðsíða 23
starfsathafna, er leystar hafa verið af hendi. Tækið er stillt á núll við byrjun vinnuvaktar og síðan „hleypt af“ við byrjun hvers verks — á sjálfvirkan hátt, ef unnt er — eða með því, að starfsmaðurinn þrýstir á hnapp, ef starfið er þess eðlis, að það leyfi ekki sjálfvirka ræsingu. A hvaða tíma sem er, meðan á vinnuvaktinni stendur, getur annaðhvort starfsmaðurinn eða verkstjórinn séð á augabragði, hve mikil uppbótin er orðin. Við lok vinnutímans liggur heildartalan fyrir þegar í stað. Starfsmanninum er Ijóst, hvernig niðurstöðutalan er fengin, og stjórn- endur fyrirtækisins þurfa ekki að eyða tíma skrifstofuliðsins í að láta framkvæma frekari útreikninga. Það hefur komið í Ijós, að með tæki þessu hefur ekki aðeins tekizt að bæta samskiptin og draga úr skrif- stofuvinnu, heldur og að auka fram- leiðni, þar sem það hefur örvandi áhrif á starfsmanninn að geta séð uppbótaskífuna læðast áfram, og auk þess fær hann öfluga hvatningu til að herða sig, þegar rauða Ijósið gefur honum viðvörun um, að hann hafi slakað á afköstunum. Þegar tækið var tekið í notkun hjá vinnuflokki, sem vann við að straua skyrtur í þvottahúsi, jukust afköstin um 22%. Þrjár vanar stúlkur höfðu að meðaltali uppbótartölu 67, þ. e. þær afköstuðu 67 sekúndna vinnu- virði á einni mínútu og hlutu 7 sek. í „bonus“. Jafnskjótt og tækið hafði verið sett upp, komust þær yfir upp- bótartöluna 80 að meðaltali. Framleiðandi er D. Robinson and Co. 5 —7 Church Road, Richmond, Surrey, Bret- landi. — Ur „Process Control and Auto- mation“, jan. 1961. — E.T.D. nr. 4389. Sjálfvirk efnisinngjöf í trésmíðavélar Það vill verða erfitt að ná fyrsta flokks árangri með einföldum, vél- knúnum trésmíðavélum, vegna þeirra takmarkana, sem efnisinngjöf með handafli hefur í för með sér. Algjör- lega sjálfvirkar vélar skila betri á- rangri vegna þess, hve efnisinngjöfin til þeirra er j öfn, en þær eru allmiklu dýrari. Nýlega hefur verið gerður sjálf- virkur útbúnaður til að tengja við einföld, vélknúin áhöld. Utbúnaðinn má festa við spinnil eða yfir sög, eins og myndimar sýna, og dregur hann timbrið í gegn með drifkrafti hverfi- keflanna. Þrýsting og hraða hverfi- keflanna er hægt að stilla við hæfi þess verks, sem unnið er að. Á þenn- an hátt má ná sambærilegum vinnslu- árangri við þann, sem venjulega fæst með miklu dýrari útbúnaði. Framleiðandi er Trend Industrial Equip- ment Ltd., 77 & 95 Dudden Hill Lane, Lon- don N.W. 10. — Ur „Production Equip- ment Digest", febr. 1961. — DSIR Techni- cal Digest nr. 1318. Hentug pípusamtenging Nýlega hefur komið fram á sjónar- sviðið einfalt tengikerfi, sem gerir kleift að byggja upp úr stöðluðum pípum með því að nota aðeins fimm grundvallartengieiningar, án nokk- urra séráhalda. Ur pípum, sem tengdar eru saman á þennan hátt, má gera hillur í vöru- geymslur, standgrindur, vinnubekki eða búðarinnréttingar. Notandinn getur fengið nægar tengieiningar til að nota á sínar eigin pípur, eða full- komna pípusamstæðu, sem hægt er að afgreiða í samanfelldu ástandi til upp- setningar á staðnum. Myndin af T-samtengingunni skýr- ir grundvallarregluna, sem byggt er á. í öllum tilfellum er séð fyrir því, að samþrýstikraftur, er verkar á einn hluta samskeytanna, gefi útþenslu- kraft til annarra hluta þeirra. T-tengi- stykkinu er fyrst rennt upp á eina pípuna, sem veldur því, að hornrétti hluti tengistykkisins opnast. Síðan er honum þrýst saman með sjálflokandi skrúflykli og stungið inn í hornréttu pípuna. Þegar hann hefur verið rek- inn inn, t. d. með mjúkum hamri, myndast örugg tenging. Frandeiðandi er Access Equipment Ltd., Maylands Avenue, Hemlet Hempstead, Herts, Bretlandi. — Ur „Production Equip- ment Digest“, íebr. 1961. — DSIR Techni- cal Digest nr. 1325. IÐNAÐARMÁL 101

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.