Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 27
Rafhitabönd
Rafmagnshitun með vafningum
utan um pípur og ílát er algeng, en
venjulega eru þessir vafningar gerðir
af vírgormum sem rafhitamótstöðu.
Með því að nota flatar leiðslur í stað
vírgorma fæst fljótvirkari og betri
hitaflutningur jafnhliða því, sem ele-
mentin eru fyrirferðaminni. Hér á
eftir er þremur slíkum rafhitabönd-
um lýst lauslega.
Fyrsta rafhitabandið „Thermofoil“
er gert af ca. % mm þykkri málm-
ræmu og j4o mm rafeinangrunarlög-
um sitt hvorum megin á ræmunni.
Rafmótstaðan í málmræmunni er
mjög mikil eða allt að 80 ohm pr.
cm2, og getur ræman þolað allt að 2
watt pr. cm2 rafhitun við ca. 90°C
hita. Rafhitaband þetta er flatt og
sveigjanlegt og má leggja beint á sí-
vala hluti (pípur, ílát o. s. frv.) án
þess að nota límingu. Eins er unnt að
fá með þessum einangruðu málm-
ræmum þunn límbönd, sem vafin eru
utan yfir hitaræmuna til að tryggja
varanlega og þétta snertingu ræm-
unnar við yfirborð hlutar þess, sem
hita skal.
Þar sem aðeins Y20 mm einangrun-
arlag skilur hitaelementið frá yfir-
borði hins sívala hlutar, þá verður
hitaflutningur bæði góður og hraður.
Rafhitaræmur þessar má gera af
óvenjulegri lögun, svo að þær megi
nota til að beina hita á viss svæði
sléttra eða sívalra hluta. 1. mynd sýn-
ir ræmuna utan um pípuhólk.
Framleiðandi hitaræmunnar
Thermofoil er: Mino Products Inc.,
740 Washington Ave. North, Minnea-
polis 1, Ma., U.S.A.
Annað rafhitabandið er brezkt, og
er grunn-elementið gert af sex sam-
hliða, þunnum málmrenningum, ein-
angruðum með þunnu lagi af plasti.
Bandið er 2% cm á breidd og aðeins
0,6 mm á þykkt. Slík bönd eru mjög
hentug til nota á tilraunastofum og
öðrum svipuðum stöðum fyrir hitun
í allt að 110°C. Það er sýnt til vinstri
á 2. mynd.
Til frekari varnar á pípum o. fl. í
iðnaði og við svipaða notkun er
bandið fáanlegt í slíðrum úr glervefi,
og er það sýnt á 2. mynd miðri.
Ef upphitunin þarf að vera meiri
eða allt upp í 450°C, þar sem plast-
húðunin dugar ekki, þá er notuð þre-
föld hlíf úr glervef á bandið, eins og
sýnt er á 2 mynd til hægri.
Framleiðandi þessara rafhitunar-
banda er: The Midland Electric In-
stallation Co. Ltd. Cyprus Works,
Upper Villier Street, Wolverhampton,
Englandi.
Þriðj a rafhitabandið er sérstaklega
ætlað fyrir hitun á stáltunnum, sem
hafðar eru undir seigfljótandi efni
eða storkin efni eins og vax, asfalt og
jarðbik.
Rafhitarinn er eins og sver gjörð í
laginu, og má smella henni yfir tunn-
una, en sterkur gormur heldur band-
inu þétt að tunnunni. Ef aðeins á að
losa hluta af innihaldi tunnunnar, þá
er nægilegt að nota eitt hitaband
ofarlega á tunnunni. Síðan má bæta
öðrum við, ef bræða þarf allt inni-
haldið. Þetta er sýnt á 3. mynd, þar
sem þrír hitarar eru notaðir.
Framleiðandi þessa tunnu-rafhita-
bandaer: Electrothermal Engineering
Ltd., 270 Neville Road, London, E.7.,
Englandi.
Framh. af 87. bls.
C. Ymsar byggingapappavörur.
D. Límdar flísaplötur: Áætlaður
rekstrark. 1 vinnuvakt — árs-
framleiðsla 530 tonn.
E. Sameinuð flísaplötu-harð-
plötuverksmiðj a.
VII. Niðurstaða.
í niðurlagi skýrslunnar er bent á,
að hún sé tekin saman með það fyrir
augum að koma upplýsingum og at-
hu gunum IMSÍ um þetta mál á fram-
færi við þá, sem kynnu að hafa áhuga
á því. Er tekið fram, að þeim sé heim-
ilt að notfæra sér þær upplýsingar,
sem fram koma í skýrslunni, og að
stofnunin muni fús til að aðstoða þá
eftir beztu getu við frekari öflun upp-
Iýsinga, sem áhuga hafa á að kvnna
þér þetta mál frekar.
Þeir, sem áhuga hafa á að kynna
sér skýrsluna, eru beðnir að snúa sér
til Iðnaðarmálastofnunar Islands.
S. B.
IÐNAÐARMAL
103