Iðnaðarmál - 01.02.1971, Blaðsíða 35

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Blaðsíða 35
Viðgerðir með epoxy Fjölmargar aðferðir hafa verið reyndar við viðgerðir á sprungum í steinsteypu, oft með misjöfnum ár- angri, en eins og flestir vita, eru fjöl- mörg hús á Reykjavíkursvæðinu sundursprungin. Meðfylgjandi myndir a og b sýna viðgerð á sprungum með epoxy. Epoxy er sterkt efni, sem harðnar í raka. Göt eru boruð í sprunguna með 10 cm millibili. Ventlum er komið fyrir í götin, þunnfljótandi epoxy er sprautað í neðsta venlilinn, þar til það sprautast út um næsta ventil og þannig koll af kolli. Epoxy sezt til á 4—6 klukkustundum og harðnar á 2—3 dögum. Aðgerð þessi hefur víða verið not- uð með góðum árangri. Þeim, sem áhuga hafa á aðferðinni, er bent á Sika Chemical Corporation, USA. Ryðvörn Strætisvagnafélag í London, sem rekur yfir 13 þús. vagna, tók upp notkun sérslakra límbanda til að verja plötusamskeyti, og þá alveg sérstaklega Jrar, sem stálbitar og ál- plötur mætast. Með þessu fæst bæði góð þétting og stórminnkuð ryð- myndun. Við hið fyrirskipaða 7 ára eftirlit kom í Ijós, að bæði stálbitar og ál- plötur voru í mjög góðu ástandi eftir þessa 7 ára notkun. Við skoðunina hefur orðið svo mikill tímasparnað- ur, að stöðvunartíminn hefur lækkað úr þremur vikum í 11 daga. Þar við má bæta lækkuðum efnis- og viðgerð- arkostnaði. Úr „Ajour“ (414) nr. 5 A, 1971. IÐNAÐARMAL 65

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.