Iðnaðarmál - 01.02.1971, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Blaðsíða 7
minni efnum en áður tíðkaðist og þau viðkvæmari. Einnig er vindþétt- leiki þeirra minni, einkum á sam- skeytum. Stiga- og lyftuháfar, langir gangar, stórir opnanlegir gluggar, loftræstistokkar o. s. frv. auka á hætt- una. Hver hætta er á ferðum, má marka af því, að sums staðar, þar sem enn er unnið að heildarendur- skoðun vindstaðla, hafa bráðabirgða- ákvæði verið gefin út um aukið stað- bundið álag. Það er tilgangur þessarar greinar að gera tilraun í þá átt að leita grund- vallar að íslenzkum staðli um vind- álag. Sökum þess, að vindmælingar hérlendis ná skammt aftur í tímann og eru frá fáum athugunarstöðvum, er þess ekki að vænta, að þessi til- raun verði nákvæm. Víða er í stöðl- um erlendis miðað við hvassviðri, sem búast má við, að komi aðeins einu sinni á hverjum 50 árum, og er því augljóst, að vindmælingar, sem ná aðeins 10—20 ár aftur í tímann og frá fáum stöðum, nægja ekki til slíkrar spár. Reynslan hjá nágranna- þjóðum vorum er einnig sú, að vind- staðlar eru í slöðugri endurskoðun. 2. Tjón aí völdum hvassviðra Ekki eru til neinar skýrslur um, hversu mikið fjármunatjón verður árlega á Islandi af völdum hvass- viðra, en víst er, að það er verulegt. Lausleg könnun, sem höfundar hafa

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.