Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 5

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 5
f Gfm Tæring og tæringarvarnir á heitavatnslögnum ............ 34 Samstarf — Samruni Forystugrein ................ 35 Athuganir á vindhraða og vind- álagi á Islandi ............. 36 Aðalfundur Iðnaðarbanka Is- lands ....................... 45 Frá vettvangi stjórnunarmála — Hvernig er einkaritarinn yðar? 46 Tölvufræði — kennslugrein í menntaskólum ............... 52 Yfirborðsáferð steinsteypu .... 53 Frá vettvangi stjórnunarmála — Ástand og horfur í rafreikni- málum á Islandi ............. 59 Hinn fullkomni ævivegur....... 60 Nytsamar nýjungar.............. 61 Forsíða: Hús í Arnarnesi. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson. Baksiða: Hús í Kópavogi. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir. Ljósmyndari: Kristján Magnússon. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Herdís Björnsdóttir, Stefán Bjarnason, Hörður Jónsson, Jón Bjarklind, Stefán Snæbjörnsson. Ráðgjafi um íslenzkt mál: Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Útgefandi: Iðnþróunarstofnun Islands, Skipholti 37, Reykjavík, Sími 81533 (3 línur). Áskriftarverð kr. 300,00 árg. PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. V______________________________________) lONAÐARMÁL 18. ÁRG. 1971 . 2. HEFTI Samstarf - Samruni í IÐNAÐARMÁLUM hefur á síðustu árum oft verið vikið að skipulags- byggingu íslenzkra atvinnuvega og þá sérstaklega iðnaðarins. Með skipulagsbyggingu er ekki eingöngu átt við fjölda og stærðarskipt- ingu fyrirtækja í einstökum greinum, heldur kemur þar einnig til fjölbreytni framleiðslu- eða vörutegunda innan einstakra fyrirtækja. Sú skipulagsbygging, sem einkennir iðnað okkar, varð til undir kringum- stæðum, þegar hinn litli heimamarkaður takmarkaði umsvif hans að mestu leyti og tollvernd átti að vera sverð hans og skjöldur í einu og öllu. Nú hafa þessar aðstæður gerbreytzt. Keppt er að því að afla markaða erlendis, tollvernd á fyrir sér að hverfa og flestir vænta þess, að iðnaðurinn taki til sín bróðurpartinn af vinnuaflsaukningu á komandi árum. M. ö. o. iðnaðurinn fær það hlutskipti í þjóðarbúinu, jafnframt því að verða vaxtar- broddurinn í þjóðarbúskapnum, að taka upp beina samkeppni við iðnað háþróaðra grannríkja. Undir þessum kringumstæðum verður ekki komizt hjá að horfast í augu við þá staðreynd, að hin gamla skipulagsbygging iðnaðarins hentar illa. Að vísu eru orðin til nokkur iðnfyrirtæki, sem eru þokkalega stór á ís- lenzkan mælikvarða og dæmi má einnig finna um samstarf iðnfyrirtækja, sem hefur orðið til að draga úr ókostum smáreksturs. Nú er stærð ekki einhlítur mælikvarði á hagkvæmni fyrirtækja. Mögu- leikar á sérhæfingu, þjónustuhlutverk gagnvart eigin umhverfi, fjarlægðar- vernd og fleira kemur þar m. a. til. En þegar á heildina er litið, eru flest íslenzk iðnfyrirtæki örsmá á alþjóðlegan mælikvarða og jafnvel smærri en efni standa til með þeim augljósu ókostum, sem því fylgja. Þessu er unnt að breyta eins og fordæmin frá frændþjóðunum sýna. Kem- ur þá hvort tveggja til greina, náið samstarf um vissa þætti í rekstrinum eða beinlínis samruni fyrirtækja. Slík skipulagsbreyting getur vart orðið lækning á aðstöðu fyrirtækja, þegar í óefni er komið, heldur á hún að byggjast á forsjálni og fara fram að undangenginni hagkvæmnisrannsókn á öllum þáttum. Ástæða er til að vekja máls á þessu vandamáli enn einu sinni, því að staða iðnaðarins getur tvímælalaust mikið styrkzt frá því sem nú er, ef horfzt er í augu við þennan vanda. S. B. IÐNAÐARMÁL 35

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.