Franskir dagar - 01.07.2009, Blaðsíða 9

Franskir dagar - 01.07.2009, Blaðsíða 9
Frá vinstri: Þorsteinn med Ragnar, Jólianiia, Lovísa, Guölaug, Guöjón Sigurdsson eiginmaöur Oddnýjar, Logi Guöjónsson, Guöinundur, Oddur. í sveitunum í kring á þessum tíma. Viö lok dvalarinnar á Sámsstööum ákváðu þeir félagar, Þorsteinn og Jörgen, að fara fót- gangandi austur á land. Er för þeirra lýst í nokkrum smáatriðum í dagbók Þorsteins, rakin leiðin sem þeir gengu, hvar þeir áðu, hverja þeir hittu og jafnvel hvað þeir borð- uðu. Skal þó tekið fram að einhverja hluta leiðarinnar fengu þeir far með bíl eða hesta til láns. Er í ferðasögunni meöal annars þessi frásögn frá 29. júní 1935: „A sandinum skammt austan við Lómanúp, belja Núps- vötn fram. Þau voru nú ágæt yfirferðar, ekki nema rúmlega í kvið. Eftir að komið er yfir vötnin, ligg'ur leiðin austur Skeið- arársand, skammt frá Skeiðarárjökli. Nokkuð austarlega á sandinum er sæluhús, þangaö komum við kl. 12 á hádegi. Við sæluhúsið mættum við ferðamönnum á vesturleið og snéri Guðm. aftur með þeim. Menn þessir höfðu riðið Skeiðará á veginum og iétu vel af henni. Við Jörgen hugsuðum okkur aö fara fyrir ána á jökli, til þess að geta komið á Bæjarstaðaskóg. Við héldum af stað kl. 12.25 og tókum stefnu á skriðjökulhornið, þar sem Skeiðará kemur undan honum, mun það vera ca í NA. Kl. 2:25 komum við að upptökum Skeiðarár og gengum á jök- ulinn. Við höfðum aldrei iyrr gengiö jökul og fórum þvi hægt yfir hann, til þess að athuga vel það sem fyrir augun bar. Hálf- tíma vorum við yfir jökulhomið og gekk það ágætlega. Þegar jöklinum sleppir tekur við skógur nokkur, en þó er hinn eiginlegi Bæj- arstaðaskógur nokkru austar með fjallinu. Við héldum svo austur fallega skógivaxna Qallshlíð og komum aö Bæjarstaöaskógi kl. 3.25. Þar var Hákon Bjarnason skógfræð- ingur og með honum margir Öræfingar, voru þeir að girða skóginn. Hákon kom strax til móts viö okkur Jörgen niöur úr skóginum og bauð okkur til kaffidrykkju. Við fórum svo með honum í tjald hans þar Franskir dagar - Les jours fran^ais uppi i skógarþykkninu og drukkum kaffi þar. I tjaldinu var glatt á hjalla og skemmtu menn sér við að tala um ævintýri sem gerst hafði á Skeiðarárjökli daginn áður. Þarvoru menn á ferð með hesta, stilltu einum hest- inum fram á jökulsprungubarm, til þess að ljósmynda hann, en misstu hann við það ofan i sprunguna. Ekki varð þó slys af þvi og náðist hesturinn óskemmdur upp úr. “ Eins og sjá má af þessari lýsingu var Þorsteinn áhugamaður um náttúruna og marg'ar lýsingar eru af staðháttum hvar sem hann kom. A vordögum 1936 réðu Þorsteinn og Lovísa sig í vist á Refsstað í Vopnafirði hjá Páli Methúsalemssyni. í Vopnafirði giftu þau sig. Frásögn Þorsteins af brúðkaupsdeg- inum, 14. júní 1936 er eftirfarandi: „Veörið: Utan kaldi og sólskin framan af deginum, en lygndi og setti þoku, þegar kom fram yfir miðjan dag. Við Lúlla höfðum ákveðið, að gifta okkur í dag, og ætlaði Páll að ríöa með okkur inn að Hofi. Svo vel vildi til, að Jörgen í Krossavík var á ferð hér inn á bæjum, og fengum við hann með. Ekki lögðum við af stað frá Refsstað fýrr er kl. að ganga fjögur og þurftum þá út á V.f., því prófastur vildi að við hefðum heilbrigð- isvottorð frá lækni. Þegar við komum svo inn að Ásbrandsstöðum fékk ég lánaðan hest, því Léttir var dálítið haltur ennþá. Pró- fasturinn á Hofi heitir sr. Jakob Einarsson og gifti hann okkur inni í stofu hjá sér, kl. 8 e.h. Aðrir voru ekki við en svaramenn- irnir, Páll og Jörgen. Eftir vígsluna þágum við kaffi og riðum heim síðan.“ Eftir ársdvöl á Refsstað komu þau aftur í Berunes og voru þá að leita sér að jarð- næði. I júní 1937 hófu hjónin óvænt búskap á Hafranesi í Reyðarfirði. Einar Stefánsson bóndi á Hafranesi vildi þá hætta að búa og bauð Þorsteini jörðina til leigu. Fáum dögum eftir að boðið barst hófu þau búskap. Mánuði síðar flutti Jóhanna Siguröardóttir, móðir Lovísu, til þeirra og bjó hún með fjölskyld- unni allt til dauðadags árið 1976. Fyrsta haustiö á Hafranesi eignuðust Þorsteinn og Lovísa sitt fyrsta barn en alls urðu börnin sjö. Þau eru; Björn f. 1937, Þorvaldur f. 1940, Guðlaugf. 1941,0ddurf. 1942, Guð- mundurf. 1947, Ragnar f. 1951 ogJóhanna Guörún f. 1954. Segir Þorsteinn svo frá fæðingardegi dótturinnar Guðlaugar, 23. ágúst 1941: „Stiilt veöur. Leitjafnvel út fýrir þurrk í morgun en lítið úr honum. Breiddum þó heyið, sem til var, sem mest var i for- arblautum föngum. Þornaði lítiö. Hirtum útheyið frá í gær. Byrjuðum lítilsháttar að slá há í morgun, og nýju sléttuna. Lúlla var með okkur við heyskapinn fram yfir miöjan dag. En ki. að verða sex tók hún ,jóðsótt“, hafði reyndar verið lasin öðru hvoru að und- anförnu. Ég sendi Bjarna út aö Hafranesi og fékk hann þar menn og bát með sér að sækja Jóninu á Karlsskála. Sjálfur reið ég inn að Berunesi, og fékk mömmu úteftir. Kl. 9:15 í kvöld fæddi Lúlla stúlkubarn og líður nú báðum vel (um miðnætti). Stelpan var 15,5 merkur aö þyngd, og 57 cm á lengd." í maí 1940 fluttu Þorsteinn og Lovísa í Þernunes, næsta bæ innan við Hafranes. Kom það til vegna þess að Sigurður Krist- insson á Þemunesi keypti Hafranes og höfðu fjölskyldurnar í kjölfarið búsetuskipti. Þor- steinn og Lovísa leigðu Þernunes næstu árin en keyptu jörðina árið 1953 og bjuggu þar alla tíð og stunduðu búskap. Þorsteinn hafði mikinn áhuga á dýmm og öllu sem tengdist þeim. Sérstaklega hafði hann gaman af hestum, bæði aö vinna með þeim og ferðast á þeim. Á Þernunesi var búið með ýmis dýr, þó sumar tegundir hafi stoppað styttra við en aðrar. Á bænum vom kindur, kýr, geitur, hestar, endur, hænur og gæsir, sem sérstaklega vom aldar og seldar fýrir jólin. Einnig vom þar kanínur, hundar, kettir, dúfur og einhverju sinni voru þar kalkúnar. Börn Þorsteins og Lovisu; Björn, Þorvaldur, Guðlaug, Oddur, Guðinundur, Ragnar og Jóhanna 9

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.