Franskir dagar - 01.07.2009, Blaðsíða 7

Franskir dagar - 01.07.2009, Blaðsíða 7
Franskir dagar - Les jours fran^ais húslestrar. „Pabbi las oft úr hugvekjum Péturs Péturssonar og svo tóku allir undir í viðeigandi sálmum. Mér er það minnisstætt hvað pabbi kunni mikið af sálmalögum og söng vel. Við áttum tvo hunda, Víga og Lappa, báðir góðir Qárhundar og barngóðir. Það var gaman að fara upp í Dal (Hrossadal) og upp að Gráu grjótum. Þar voru slegnar engjar og ég fékk það hlutverk að fara með mat til fólksins á hesti og hundarnir fylgdu með.” Sigurrós fermdist í Fáskrúðsfjarðarkirkju annan dag hvítasunnu árið 1924. Ferm- ingarsystkini hennar voru: Aðalheiður Tryggvadóttir, Guðbjörg Huld Magnúsdóttir, Guðný Svanhvít Guðmundsdóttir, Marg- íjet Guðnadóttir, Pálína Indriðadóttir, Þóra Pálína Bjarnadóttir, Þóra Stefánsdóttir, Að- alsteinn Valdemar Bjarnarson, Egill Sig- urðsson, Jens Lúðvíksson, Páll Þorleifsson, Pjetur Guðbjörn Guðmundsson, Skúli Vig- fússon, Steinþór Gunnar Marteinsson og Þorkell Þorsteinsson. SKEMMTANIR Sigurrós fór ásamt Svanhvíti í Þórs- hamri, jafnöldru sinni og vinkonu alla tíð, á konungskomuna á Seyðisfirði 1926, þegar Kristján X og Alexandrína drottning heimsóttu landið. „Guðrún í Brekku, móðir Svanhvítar, var þó ekkert sérstaklega ánægð með að ég væri að draga dótturina með til Seyðisfjarðar.” Stöllurnar fóru ásamt fleiri Fáskrúðsfirðingum í veg fyrir bát sem beið á Vattarnesi og þaðan til Seyðisfjarðar. Ferðalagið tók sólarhring, en báturinn beið á meðan fjölmennið hyllti konungshjónin. Unga fólkið á Fáskrúðsfirði fór á hverju sumri á skemmtanir í Atlavík. „Þá var farið á bát til Reyðarfjarðar, þaðan á kassabil í Egilsstaði og loks var siglt á Fljótinu í Atlavík þar sem dansað var á palli. Þetta var hið mesta ferðalag, en mikið var alltaf gaman.” Sigurrós fór fyrst á ball í Templaranum þegar hún var fjórtán ára. Hún grátbað Elínborgu systur sína að koma með sér. „Á þeim árum voru kvenfélagsböll mjög vinsæl. Við Svana gengum í kvenfélagið rétt eftir fermingu. Við bárum kaffiboll- ana og tókum til ýmislegt og fengum að launum frítt á ballið. Ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa. Síðan var tekin pása, fariö út í Wathneshús og drukkið þar kaffi. Svo héldu allir áfram aö dansa, já já, það er nú líkast til,” segir hún með sælusvip og á greinilega góðar minningar frá böllunum. „Stundum var slegist, ég man til dæmis eftir hræðilegum slagsmálum fyrir utan Templ- arann. Fransmennirnir voru ekkert verri en Islendingarnir, - ef einhver segir það, þá er það ekki rétt.” Hreinn Pálsson söngvari og skipstjóri á Hjónin Sigurrós Ólafsdóttir og Guðmundur I. Guðjónsson. Andey kom oft við á Fáskrúðsfirði. „Það var mikið ljör þegar hann kom í land því hann söng gjaman. Þá vom engin vandræði með undirleik, það var alltaf tilhlökkun að fá Andeyna í land.” VEIKINDI OG ANDLÁT Brimnesgerðishjónin misstu tvær elstu dætur sínar úr barnaveiki. Þær hétu báðar Anna Sigríður. Fleiri skörð voru höggvin í systkinahópinn. Þegar Sigurrós eldri var nýkomin til náms á Akureyri, sautján ára aö aldri, smitaðist hún af berklum og dó þar skömmu síðar. Lovísa systir Sigurrósar veiktist veturinn 1918 af Spænsku veikinni i Reykjavík. Þar stundaði hún orgelnám fyrir Kolfreyjustað- arkirkju og undirbúningsnám fyrir Versl- unarskólann. Hún lauk hvomtveggja og kom austur, spilaði nokkmm sinnum í kirkj- unni, en veiktist þá hastarlega. „Pabbi fór yfir Hrossadalsskarð og til Eskifjarðar til að sækja lyf. Lovísa lá i þrjár vikur mikið veik, svo kvalin að hljóðin heyrðust út á tún. Hún gat ekkert talað en hafði meðvitund. Fyrst var talið að hún hefði berkla, en eftir and- látið varö h'kið blátt öðm megin sem sýndi að þetta hafði verið Spænska veikin.” Eftir andlát Lovísu flutti Qölskyldan frá Brimnesgerði og keypti húsiö Dvergastein á Búðum. DVERGASTEINN „I Dvergasteini höfðum við nokkrar kindur og eina kú. Pabbi sló eitt sumar í Andey, það sumar var mjög góð tíð. Heyið var þurrkað þar og flutt í land. Það dugöi vel fyrir skepnurnar næsta vetur. Ég veit ekki til að aðrir hafi slegið í Andey.” Fjölskyldan vann mikið í fiskvinnu. „Það var afar erfitt fyrir krakka eins og mig. Verkstjóramir sýndu okkur mikla hörku, þeir áttu þaö til að bæta viö fiski á handbörurnar eftir að við vomm lögð af stað. Þetta var sko engin barna- vinna. En heima í Dverga- steini var til orgel sem allir spiluðu á og við sungum mikið. Þegar við vomm í Brimnesgerði komu krakkarnir af næstu bæjum og allir sungu af lífs og sálar kröftum við orgelundirleik. Við mæögurnar gerðumst aðventistar. Guðmundur Pálsson og Katrín Björgólfs- dóttir trúboðar komu á Fáskrúðsfjörð þegar ég var unglingur. Þau héldu samkomur í Templaranum og þangað mætti Qölmenni. Þar söng Guðmundur sálma sem við höfðum eðlilega ekki heyrt áður. Daginn eftir fyrstu samkomuna sáum viö þau hjónin á gangi um bæinn, þar sem þau horfðu mikið niður að Dvergasteini. Hjónin komu heim og þeim var boðið inn. Guðmundur rak augun í org- elið og spurði hvort ég spilaði á það og ég játaði því. Hann sagðist hafa beðið til guðs að vísa sér á einhvern sem ætti orgel og gæti spilaö á þaö. Eiður Albertsson skólastjóri kenndi mér að spila á orgel. Eiður æfði líka upp kór og við sungum á söngskemmtun til sfyrktar Páh'nu frænku minni, sem fór til Akureyrar að leita sér lækninga. Þá söng ég líka í kirkjukórnum heima.” REYKJAVÍK Sautján ára gömul flutti Sigurrós suður og foreldrar hennar stuttu síðar. í fiskvinn- unni hafði hún fundið fyrir stífni í vöðvum og átti erfitt með hreyfingar. „I ljós komu berklar og því fór ég suður. Ég neitaöi að leggjast inn á Vífilsstaði því að ég vissi að eftir þá dvöl fengi ég hvergi vinnu. Daglega fékk ég mörk af joðmjólk og viti menn, mér batnaöi á nokkrum vikum.” Hún bjó fyrst á Suðurgötu hjá Jóni bróður sínum og Margréti konu hans. „Eftir berkl- ana vann ég hjá Hreini/Síríus við að steypa kerti. Þar var ég í nokkur ár og líkaði vel.” í borginni kynntist Sigurrós mannsefni sínu, Guðmundi I. Guðjónssyni frá Arnkötludal i Steingrímsfirði, stofnanda og skólastjóra Æfingadeildar Kennaraskólans. Guðmundur var listaskrifari og gaf meðal annars út for- skriftarbækur sem þjóðin lærði að skrifa eftir um langt árabil. Guömundur og Sigurrós giftusig 1951 ogbjuggu lengstviö Neshaga í Reykjavík. Þeim varð ekki barna auöið, en fyrir átti Guðmundur átti tvo syni, Svavar f. 1932 og Helga (1936-1984). Myndin er tekin þegar saltaö var i sólahring á BúOum. Viö Alberta Sigurjónsdóttir (1916-2004) vinkona min söltuöum saman. Eftir að hafa staðið við söltun í sólarhring fórum við heim, skiptum um fót ogfórum inn á Búöagrund þar sem tekin var af okkur Ijósmynd. Við hlógum svo mikið að Ijósmyndarinn œtlaði aldrei að geta tekiö af okkur myndina. Við vorum vitlausar afhlátri vegna svefnleysis. 7

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.