Franskir dagar - 01.07.2009, Síða 22

Franskir dagar - 01.07.2009, Síða 22
Franskir dagar - Les jours fran^ais Texti: Gísli Jónatansson Verslunarhúsið Tangi á Fáskrúðsfirði Kaupmanna- og samvinnuverslun Það var árið 1888 sem Carl Daníel Tul- inius (1835-1905) kaupmaður á Eskifirði opnaði útibú frá verslun sinni á Eskifirði á Búðum í Fáskrúðsfirði. Enn standa tvö hús á Fáskrúðsfirði sem tengd eru Tulinius. Það eru húsin Sjólyst (Búöavegur 41a) og Tangi. Sjólyst var byggð 1884 og hefur borið fleiri nöfn s.s. Búðaströnd, Búðakaupstaður, Fram- kaupstaður, Skriöa, Rúst og Gerði. Verslun Tuliniusar var i fyrstu staðsett í nágrenni við Sjólyst og hét þá Framkaupstaður, en áriö 1895 byggði hann nýtt verslunarhús utar í kauptúninu, Útkaupstað eða Tanga, en það hús hefur nú veriö endurbyggt. Tveir synir Carls Daníels, þeir Carl Andreas (1864-1901) og Þórarinn Erlendur (Thor E. Tulinius) (1860-1932), koma mikið við sögu Tuliniusarverslunar á Fáskrúðsfirði. Carl Andreas var yfirmaður Tuliniusarversl- unar á Fáskrúösfirði og franskur konsúll. Carl Andreas lést aðeins 37 ára gamall og reistu vinir hans honum minnisvarða fyrir ofan Tanga að honum látnum. Þórarinn Erlendur, sem auk verslunarreksturs rak umfangsmikla kaupskipaútgerð og hefur verið nefndur fyrsti íslenski skipakóngurinn, keypti síðar verslanir föður síns, stofnaði félag sem hann nefndi “Hinar sameinuðu íslensku verslanir.” Áriö 1926 urðu Hinar sameinuðu íslensku verslanir gjaldþrota og lauk þar með verslunarsögu Tuliniusa á Fá- skrúösfirði og víðar um land. Saga Tanga hefst út í Kaupmannahöfn áriö 1894. Tvitugur maður frá Eskifirði er að læra byggingariðn hjá fyrirtækinu Hovsted Ft Balslev í Pílustræti 65. Þetta var Pétur Vilhelm Jensen (1874-1961), en hann sigldi til náms í Kaupmannahöfn 22. október 1890, tæplega sextán ára gamall. Vilhelm var m.a. faðir Amþórs Jensens kaupmanns á Eskifirði og Jens Peders Jensens, skipstjóra á Eski- MinnisvarOi um Carl A. Tulinius á Fáskrúösfiröi 22 ............... firði, sem fórst með Hólmaborg árið 1956. Vilhelm var því m.a. afi Vals Arnþórssonar, fyrrv. kaupfélagsstjóra KEA og Jens Péturs Jensens, fyrrv. skrifstofustjóra Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Meistari Vilhelms hjá Hovsted Et Balslev, N. Boysen, segir honum að Thor E. Tulinius sé að falast eftir tveimur húsgrindum og biður Vilhelm að fara á fund Þórarins til að yfirfara heldur ófullkomnar teikningar af húsunum. Þórarinn segir honum að önnur húsgrindin sé fyrir Ottó bróðir hans á Homa- firði, en hin fyrir Carl Andreas bróður hans á Fáskrúðsfirði. Það verður úr að Vilhelm tekur að sér að gera nákvæmar teikningar af hús- unum. Hann fer aftur á fund Þórarins með teikningamar, en Þórarinn vill ekki greiða honum uppsett verð fyrir teikningamar og fer hann því með þær til baka. í febrúar árið 1895 kemur bréf til Vilhelms frá Hótel Kongen af Danmark. “Bið yður vin- samlegast að tala við mig á hótelinu þann 10. febrúarþ.m. kl. 6-7 að kveldi.” Virðing- arfyllst, Carl A. Tulinius. Carl tók vel á móti Vilhelm. “Thor bróður minn hefur sagt mér frá teikningu, er þú hefur gert eftir rissi frá Einari snikkara á Eskifirði.” Vilhelm segir Carli að Þórarinn hafi ekki viljað greiða honum 250 krónur fyrir teikningarnar eins og hann hafi óskað eftir. Hann hafi því fariö meö þær til baka og meistari hans hafi greitt honum 300 krónur fyrir verkið og hann sé með teikningarnar. Carl samþykkti að greiða sama verð og réð Vilhelm til að reisa verslunarhúsið á Búðum í Fáskrúðsfirði. Norska skipið Rjukan lagði svo af stað frá Kaupmannahöfn til Islands 5. april 1895 með efnið i Tanga og stórviði í bryggju og var sökkhlaðið. Skipstjórinn hét Haugeland, gamall maður og mjög sjóhræddur. Meðal farþega voru Vilhelm og Carl Andreas. Þór- arinn mætti á biyggjuna og var dálítið bros- leitur þegar hann kvaddi Vilhelm. Skipið hreppti mjög vont veður á leiö sinni til íslands. M.a. fékk það á sig brotsjó svo aö allar olíutunnur á afturdekki tók út. Þá var ekki um annað að ræða en að snúa við til Hjaltlands, því að kola- og vatnslaust var orðið um borð. Siglt var til baka i hálfan annan sólarhring til Leirvíkur og þar fengu

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.