Franskir dagar - 01.07.2009, Side 29

Franskir dagar - 01.07.2009, Side 29
Franskir dagar - Les jours fran^ais okkur á svellinu á meðan. Svo áttum við að koma heim þegar ljós var komið í gluggana. Sá var raunar mestur maður sem fyrstur sá ljósið og kallaöi „það er komið ljós, það er komið ljós” og þá þusti allur krakkaskarinn heim. Leiktæki voru nú ekki merkileg, ég man eftir að það voru til tvennir skautar og við vorum bara á þeim til skiptis. Svo var einhver sleðaræfill til lika.“ Tunga var stórbýli, þar voru um þrjú- hundruð f]ár, þijár til fjórar kýr til heimilisins og fjögur til fimm hross. Þó Tunga sé í miðri sveit segir Sigsteinn þau hafi verið einangruð. „Það gerðu árnar sitthvoru megin, þær voru farartálmar, Sævarendaáin og Dalsáin. Þær geta verið vatnsmiklar. Einu sinni kom góð- vinur foreldra minna, Guttormur á Hallorms- stað og gisti heima. Um nóttina gerði mikið vatnsveður. Hann var að fara til tengda- föður síns að Stöð í Stöðvarfirði. Við fórum af stað á hestum og ég sundreið yfir Sæv- arendaána en honum leist ekkert á blikuna og við snerum heim í Tungu. Það er í eina skiptið sem ég hef sundriðið.” „Arið 1916 var kosið í hreppsnefnd Fá- Páil Þorsteinsson bóndi i Tungu, faðir Sigsteins. skrúðsfjarðarhrepps og nefndin kom saman til að kjósa sér oddvita. Á einum miðanum stóð Sjálfur ég. Talið var að hann hefði skrifað Þorsteinn Lúðvíksson á Eyri. Talsveröur gestagangur var í Tungu. Þeir sem fóru um Reindalsheiði til Breiðdals komu við i Tungu og þáðu hressingu. Aðallega voru þetta Breiðdælingar, sérstaklega úr Norðurdalnum sem sóttu verslun á Búðum. Alltaf var nægt pláss fýrir gesti. „Þar sem er góður vilji er alltaf pláss. Það var talinn fjögurra klukkustunda gangur milli Tungu og Gilsár í Breiödal. Það kom oft fýrir að menn komu með bagga á bakinu frá Búðum og fengu fylgd á hesti inn dalinn og upp á Heiði. Alloft var ég fenginn til að fara og ég fékk 25 aura fyrir”. Vorið 1919 fermdist Sigsteinn í kirkjunni á Búðum. „Þegar við komum heim eftir at- höfnina þá var búið að baka pönnukökur, það voru nú öll veisluhöldin. Á ferming- Mæðginin Elínborg og Sigsteinn. ardaginn fengum við systkinin til eignar og afnota loöna og lembda á og gemling. Þetta var fermingargjöfin okkar og náttúrlega visir að því að eignast eitthvað”. Hugur Sigsteins stóð til menntunar, sem ungling langaði hann að verða bakari eða klæðskeri. Hann sótti um í Eiðaskóla en fékk synjun, fór þá einn vetur í unglingaskólann á Norðfirði og bjó hjá bróður Önnu í Tungu, Sigdóri Brekkan skólastjóra. „Allt haustið var ég með mikla heimþrá. Þegar ég kom aftur til Norðfjarðar úr jólafríinu fékk ég enn meiri heimþrá, en harkaði það af mér og lauk vetrinum“. Mikil vonbrigði voru þaö fyrir Sigstein að fá synjun í Eiðaskóla, þar sem hann hafði sótt of seint um. Séra Ásmundur Guðmunds- son, síðar biskup, var skólastjóri á Eiðum á þessum tíma. „Mörgum árum seinna þegar ég var orðinn bóndi á Blikastöðum og Ás- mundur orðinn biskup yfir íslandi þá kom hann og messaði á Lágafelli en þar var ég meðhjálpari. Ég minnti hann á að hann hefði ekki getað tekið við mér í Eiðaskóla á sínum tíma. „Þaö fór nú í verra," sagði biskupinn". „Eftir veturinn á Norðfirði var Gunnar bróðir minn tekinn við búinu. Ég kom mér upp litlum bústofni en dreif mig í bændaskól- ann á Hólum einn vetur,” segir Sigsteinn og bætir við aö af sex bræðrum hafi fjórir farið í bændaskóla; Halldór í Ólafsdal, Þorsteinn á Eiða, Gunnar að Hvanneyri og Sigsteinn að Hólum. „Eftir Hólaveturinn fór ég heim aftur en sá að ekki var pláss fyrir okkur Gunnar báða í Tungu. Þrítugur fór ég suður og vann í ár á Garðyrkjuskólanum í Ölfusi sem ríkið rak. Gerðist þá ráðsmaður á Suður-Reykjum í Mosfellssveit”. Sjálfsagt hafa það verið hans mestu gæfuspor, því þar kynnist hann til- vonandi konu sinni, Helgu Magnúsdóttur. Ungu hjónin tóku viö búinu á Blikastöðum í Mosfellssveit árið 1942 af foreldrum Helgu. „Ég get ekki skýrt þaö öðruvísi en með því að ég hef unnið, borðað og sofið,” segir Sigsteinn spurður um galdurinn að baki háum aldri og góðri heilsu. Hann bætir við að hann telji að langlífi leggist í ættir. „Jón Pálsson, langafi minn í föðurætt, varð 100 ára sem þótti sérstakt á þeim árum. Pabbi varð 96 ára og við systkinin höfum öll náð háum aldri.” Sigsteinn var hreppstjóri, formaður sókn- amefndar og einn af stofnendum Lionsklúbbs Kjalamesþings. Sigsteinn og Helga eignuöust tvö böm, þau em Magnús og Kristin. Gamla íbúðarhúsiO i Tungu, byggt 1904. 29

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.